Magnús kaupir P. Samúelsson í dag 20. desember 2005 12:45 Toyota-umboðið á Íslandi skipti um eigendur í dag. Magnús Kristinsson útgerðarmaður kaupir P. Samúelsson hf. og var skrifað undir samninga nú fyrir hádegi. Eftir 35 ára árangursríkt starf hefur Páll Samúelsson og fjölskylda selt Smáey ehf., sem er félag í einkaeigu Magnúsar Kristinssonar, allt hlutafé í P. Samúelssyni hf. og fasteignir þær sem tilheyra rekstri fyrirtækisins. Magnús tekur við rekstri félagsins frá og með deginum í dag, 20. desember 2005, og verður hann stjórnarformaður félagsins. Páll Samúelsson segir að ástæðan fyrir sölu félagsins nú sé sú að þeim árangri sem fjölskyldan setti sér með rekstri félagsins hafi verið náð. „Fyrirtækið hefur náð yfirburðastöðu í fjölda bíla í umferð á Íslandi, verið söluhæst til margra ára, verið talið veita bestu þjónustu allra bílaumboða af viðskiptavinum til margra ára og verið rekið með góðum fjárhagslegum árangri. Það er því rétti tíminn til að selja nú og snúa sér að öðrum verkefnum,“ segir Páll. Magnús Kristinsson, nýr eigandi og umboðsaðili Toyota og Lexus á Íslandi, segir að kaup hans á fyrirtækinu byggist á því að þetta sé vel rekið fyrirtæki með gott starfsfólk sem hann beri fyllsta traust til og voni að haldi áfram störfum. „Toyota-umboðið hefur ávallt lagt sig fram um að veita afburðaþjónustu og áherslan verður á að viðhalda og styrkja þann þátt starfseminnar auk þess að efla umboðið til lengri tíma. Toyota-bílar hafa verið þeir söluhæstu á Íslandi í mörg ár og það felast mörg sóknarfæri í Lexus-bílum sem hafa komið mjög sterkir inn á markaðinn undanfarin ár. Ég hlakka til að takast á við verkefnin sem eru framundan í samvinnu við starfsmenn,“ segir Magnús. Samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu Páls og Magnúsar er kaupverð félagsins trúnaðarmál og ekki gefið upp. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Toyota-umboðið á Íslandi skipti um eigendur í dag. Magnús Kristinsson útgerðarmaður kaupir P. Samúelsson hf. og var skrifað undir samninga nú fyrir hádegi. Eftir 35 ára árangursríkt starf hefur Páll Samúelsson og fjölskylda selt Smáey ehf., sem er félag í einkaeigu Magnúsar Kristinssonar, allt hlutafé í P. Samúelssyni hf. og fasteignir þær sem tilheyra rekstri fyrirtækisins. Magnús tekur við rekstri félagsins frá og með deginum í dag, 20. desember 2005, og verður hann stjórnarformaður félagsins. Páll Samúelsson segir að ástæðan fyrir sölu félagsins nú sé sú að þeim árangri sem fjölskyldan setti sér með rekstri félagsins hafi verið náð. „Fyrirtækið hefur náð yfirburðastöðu í fjölda bíla í umferð á Íslandi, verið söluhæst til margra ára, verið talið veita bestu þjónustu allra bílaumboða af viðskiptavinum til margra ára og verið rekið með góðum fjárhagslegum árangri. Það er því rétti tíminn til að selja nú og snúa sér að öðrum verkefnum,“ segir Páll. Magnús Kristinsson, nýr eigandi og umboðsaðili Toyota og Lexus á Íslandi, segir að kaup hans á fyrirtækinu byggist á því að þetta sé vel rekið fyrirtæki með gott starfsfólk sem hann beri fyllsta traust til og voni að haldi áfram störfum. „Toyota-umboðið hefur ávallt lagt sig fram um að veita afburðaþjónustu og áherslan verður á að viðhalda og styrkja þann þátt starfseminnar auk þess að efla umboðið til lengri tíma. Toyota-bílar hafa verið þeir söluhæstu á Íslandi í mörg ár og það felast mörg sóknarfæri í Lexus-bílum sem hafa komið mjög sterkir inn á markaðinn undanfarin ár. Ég hlakka til að takast á við verkefnin sem eru framundan í samvinnu við starfsmenn,“ segir Magnús. Samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu Páls og Magnúsar er kaupverð félagsins trúnaðarmál og ekki gefið upp.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent