Innlent

Frumvarpið birtist fyrst næsta vor

Menntamálaráðherra hefur einnig boðað frumvarp um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Það mun þó ekki líta dagsins ljós, fyrr en í fyrsta lagi á vori komanda. Ráðherrann ætlar að taka sérstakt tillit til framhaldsskóla með bekkjarkerfi með því að breyta námsskrá - en í slíkum skólum hefur gagnrýnin verið háværust.

Árum saman hefur verið stefnt að því að stytta nám til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Fyrstu nemendurnir í styttra námi byrja í því haustið 2009 samkvæmt þeim áætlunum sem nú eru á borðinu. Fyrir fáeinum vikum fullyrti menntamálaráðherra að málið yrði afgreitt með lögum fyrir jól, en nú er hins vegar útséð með að það næst ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×