Níu milljónir bak við lás og slá 24. nóvember 2005 11:45 123 eru í íslenskum fangelsum, 118 karlar og fimm konur. Þrettán fangar eru erlendir ríkisborgarar. MYND/Vísir Fangar heimsins eru orðnir rúmlega níu milljónir talsins og meira en helmingi þeirra er haldið í fangelsum í þremur ríkjum, Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa fæsta á bak við lás og slá. Föngum hefur fjölgað í þremur af hverjum fjórum ríkjum heims á síðustu árum, þar af í níu af hverjum tíu ríkjum Asíu samkvæmt samantekt King's College háskólans í Lundúnum. Tvö ríki skera sig úr fyrir flesta fanga. Flestir eru í bandarískum fangelsum, rúmar tvær milljónir. Meira en einni og hálfri milljón manna er haldið í kínverskum fangelsum. Næst kemur Rússland með 760 þúsund fanga og Brasilía og Kína með rúmlega 300 þúsund fanga. Bandaríkin eru líka efst á lista yfir þau ríki heims sem eru með hæst hlutfall íbúa sinna á bak við lás og slá. Þar eru 714 í fangelsi á hverja 100 þúsund íbúa en næst koma Bermúda, Hvíta-Rússland og Rússland með 532 og í fimmta sæti er Palaueyja í Kyrrahafi með 523 í fangelsi framreiknað á 100 þúsund íbúa. Á hinum enda töflunnar er svo Búrkína Faso þar sem 23 af hverjum 100 þúsund íbúum eru í fangelsi. Robin Lovitt verður að óbreyttu tekinn af lífi Í Bandaríkjunum næsta miðvikudag og verður þá þúsundasti fanginn til að verða líflátinn síðan dauðarefsing var tekin upp á ný árið 1976. Dauðadómum og dauðarefsingum fækkaði þó á síðasta ári. Ef litið er til Norðurlanda eru flestir fangar í Svíþjóð, tæplega sjö þúsund eða 75 á hverja 100 þúsund íbúa. Næstir koma Finnar með 71 fanga á hverja 100 þúsund íbúa, Danir með 70, Norðmenn 65 og Ísland með 39. Fæstir eru svo í haldi í Færeyjum, fjórtán í allt eða 30 framreiknað á 100 þúsund íbúa. Fangafjöldi á Íslandi hefur rokkað nokkuð síðasta áratuginn. Flestir voru fangarnir 46 á hverja 100 þúsund íbúa árið 1996 en fæstir voru þeir 33 árið 2000. Í morgun sátu 123 einstaklingar inni í íslenskum fangelsum, 118 karlmenn og fimm konur. Þrettán, eða tíundi hluti, eru erlendir ríkisborgarar, þar af eru þrjá konur og því sitja aðeins tvær íslenskar konur í íslenskum fangelsum. Erlent Fréttir Lög og regla Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira
Fangar heimsins eru orðnir rúmlega níu milljónir talsins og meira en helmingi þeirra er haldið í fangelsum í þremur ríkjum, Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa fæsta á bak við lás og slá. Föngum hefur fjölgað í þremur af hverjum fjórum ríkjum heims á síðustu árum, þar af í níu af hverjum tíu ríkjum Asíu samkvæmt samantekt King's College háskólans í Lundúnum. Tvö ríki skera sig úr fyrir flesta fanga. Flestir eru í bandarískum fangelsum, rúmar tvær milljónir. Meira en einni og hálfri milljón manna er haldið í kínverskum fangelsum. Næst kemur Rússland með 760 þúsund fanga og Brasilía og Kína með rúmlega 300 þúsund fanga. Bandaríkin eru líka efst á lista yfir þau ríki heims sem eru með hæst hlutfall íbúa sinna á bak við lás og slá. Þar eru 714 í fangelsi á hverja 100 þúsund íbúa en næst koma Bermúda, Hvíta-Rússland og Rússland með 532 og í fimmta sæti er Palaueyja í Kyrrahafi með 523 í fangelsi framreiknað á 100 þúsund íbúa. Á hinum enda töflunnar er svo Búrkína Faso þar sem 23 af hverjum 100 þúsund íbúum eru í fangelsi. Robin Lovitt verður að óbreyttu tekinn af lífi Í Bandaríkjunum næsta miðvikudag og verður þá þúsundasti fanginn til að verða líflátinn síðan dauðarefsing var tekin upp á ný árið 1976. Dauðadómum og dauðarefsingum fækkaði þó á síðasta ári. Ef litið er til Norðurlanda eru flestir fangar í Svíþjóð, tæplega sjö þúsund eða 75 á hverja 100 þúsund íbúa. Næstir koma Finnar með 71 fanga á hverja 100 þúsund íbúa, Danir með 70, Norðmenn 65 og Ísland með 39. Fæstir eru svo í haldi í Færeyjum, fjórtán í allt eða 30 framreiknað á 100 þúsund íbúa. Fangafjöldi á Íslandi hefur rokkað nokkuð síðasta áratuginn. Flestir voru fangarnir 46 á hverja 100 þúsund íbúa árið 1996 en fæstir voru þeir 33 árið 2000. Í morgun sátu 123 einstaklingar inni í íslenskum fangelsum, 118 karlmenn og fimm konur. Þrettán, eða tíundi hluti, eru erlendir ríkisborgarar, þar af eru þrjá konur og því sitja aðeins tvær íslenskar konur í íslenskum fangelsum.
Erlent Fréttir Lög og regla Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira