Eitthvað rortið við íslenkt bankaveldi? 23. nóvember 2005 19:30 Er eitthvað rotið í íslensku bankaveldi spyr Skotlandsbanki í nýlegri greiningu sinni á KB banka. Bankinn taki óþarfa áhættu og spurningar vakni varðandi fjármögnun og eignatengsl. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Radings gaf hins vegar KB banka hæstu einkunn í dag og segir horfur í rekstrinum stöðugar. Skotlandsbanki, The Royal Bank of Scotland, tiltekur nokkur atriði varðandi KB banka sem hljóti að vekja menn til umhugsunar. Í fyrsta lagi taki KB banki of mikla áhættu með því að eiga sjálfur hlut í fyrirtækjum, leggja undir hlutafé í stað þess að lána þeim peninga. Í öðru lagi telur greiningardeild Skotlandsbanka fjármögnun KB bankans ekki nógu stöðuga. En Skotarnir halda áfram og segja að skoða beri eignatengsl á milli KB banka, Bakkavarar og Exista þar sem fyrirtækin eigi hvert í öðru, bréf sem hækka og skila hagnaði í bókum allra félaganna. Þá er og bent á að tengsl séu á milli Baugs og KB banka sem hefur fjármagnað útrás Baugs að stórum hluta. Talað er um kærurnar á hendur forsvarsmönnum Baugs en málið er ekki reifað frekar. Skotlandsbanki bendir á að ekkert tengi KB við meint brot Baugsmanna eða að KB muni tapa nokkru fé vegna þeirra en hins vegar sé mörgum spurningum óvarað. Loks bendir Skotlandsbanki á að stærð KB banka kunni að vera honum fjötur um fót. Á meðan sumir telja hann það stórann að hann verði ekki látinn fara á hausinn séu þeir einnig til sem telja hann of stórann til að hægt sé að bjarga honum ef illa fer. Og undirliggjandi er að mati Skotlandsbanka spurningin um hvernig íslensku auðjöfrarnir komist í álnir. Á meðan auður, völd og peningar færast á æ færri hendur séu fleiri og fleiri sem hallast að því að íslenska velgengnisævintýrið sé byggt á sandi. Þótt Skotlandsbanki segist ekki beint geta varað menn við íslensku bönkunum eins og er sem bankinn vill ekki gera upp á milli að svo stöddu, ættu menn þó að hafa varann á og ekki hlusta á bjartsýnustu spár á markaðnum, að minnsta kosti ekki fyrr en stjórnendur hafa útskýrt mál sitt. Við höfum fullan skilning á því að fjárfestar leiti skjóls, segir í niðurlagi greiningar Skotlandsbanka á KB. Svo mörg eru þau orð. Fréttastofu finnst hins vegar rétt að minna á að KB banki hefur úrvalslánshæfni og KB fékk til dæmis hæstu einkunn frá alþjóðlega lánsfyrirtækinu Fitch í dag. Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Er eitthvað rotið í íslensku bankaveldi spyr Skotlandsbanki í nýlegri greiningu sinni á KB banka. Bankinn taki óþarfa áhættu og spurningar vakni varðandi fjármögnun og eignatengsl. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Radings gaf hins vegar KB banka hæstu einkunn í dag og segir horfur í rekstrinum stöðugar. Skotlandsbanki, The Royal Bank of Scotland, tiltekur nokkur atriði varðandi KB banka sem hljóti að vekja menn til umhugsunar. Í fyrsta lagi taki KB banki of mikla áhættu með því að eiga sjálfur hlut í fyrirtækjum, leggja undir hlutafé í stað þess að lána þeim peninga. Í öðru lagi telur greiningardeild Skotlandsbanka fjármögnun KB bankans ekki nógu stöðuga. En Skotarnir halda áfram og segja að skoða beri eignatengsl á milli KB banka, Bakkavarar og Exista þar sem fyrirtækin eigi hvert í öðru, bréf sem hækka og skila hagnaði í bókum allra félaganna. Þá er og bent á að tengsl séu á milli Baugs og KB banka sem hefur fjármagnað útrás Baugs að stórum hluta. Talað er um kærurnar á hendur forsvarsmönnum Baugs en málið er ekki reifað frekar. Skotlandsbanki bendir á að ekkert tengi KB við meint brot Baugsmanna eða að KB muni tapa nokkru fé vegna þeirra en hins vegar sé mörgum spurningum óvarað. Loks bendir Skotlandsbanki á að stærð KB banka kunni að vera honum fjötur um fót. Á meðan sumir telja hann það stórann að hann verði ekki látinn fara á hausinn séu þeir einnig til sem telja hann of stórann til að hægt sé að bjarga honum ef illa fer. Og undirliggjandi er að mati Skotlandsbanka spurningin um hvernig íslensku auðjöfrarnir komist í álnir. Á meðan auður, völd og peningar færast á æ færri hendur séu fleiri og fleiri sem hallast að því að íslenska velgengnisævintýrið sé byggt á sandi. Þótt Skotlandsbanki segist ekki beint geta varað menn við íslensku bönkunum eins og er sem bankinn vill ekki gera upp á milli að svo stöddu, ættu menn þó að hafa varann á og ekki hlusta á bjartsýnustu spár á markaðnum, að minnsta kosti ekki fyrr en stjórnendur hafa útskýrt mál sitt. Við höfum fullan skilning á því að fjárfestar leiti skjóls, segir í niðurlagi greiningar Skotlandsbanka á KB. Svo mörg eru þau orð. Fréttastofu finnst hins vegar rétt að minna á að KB banki hefur úrvalslánshæfni og KB fékk til dæmis hæstu einkunn frá alþjóðlega lánsfyrirtækinu Fitch í dag.
Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira