Úrvalsvísitalan á hraðri uppleið 18. nóvember 2005 12:00 MYND/Stefán Úrvalsvísitalan er á hraðri uppleið í Kauphöllinni og vísitalan hefur hækkað um hátt í fimmtíu prósent í ár, meira en nokkru sinni fyrr. Hún hefur aldrei verið jafn há og engin lækkun er fyrirsjáanleg, að sögn forstjóra Kauphallarinnar. Vísitalan fór í fimm þúsund stig í gær, sem er hið langhæsta til þessa. KB banki hækkaði til dæmis um hátt í 40 milljarða í fyrradag, með 8 prósenta hækkun, og þau örfáu félög, sem eitthvað hafa lækkað, hafa lækkað mjög lítið. Ef litið er tíu ár aftur í tímann þá hafa tíu stærstu fyrirtækin af þeim sem mynda vísitöluna tífaldað tekjur sínar og síðast en ekki síst, tífaldað ágóða sinn líka. Þegar nánar er skoðað eru það útrásarfyrirtækin sem knýja hækkunina áfram og er nú svo komið að þrjár af hverjum fjórum krónum sem útrásarfyrirtækin í Kauphöllinni afla, er aflað í útlöndum. EF ferið er aðeins þrjú ár aftur í tímann og tekið sem dæmi fyrirtæki, sem þá var metið á 100 milljónir króna, þá er það núna metið á um það bil 280 milljónir, sem er um 180 prósenta hækkun á aðeins þremur árum. Í ljósi alls þessa vaknar sú spurning hvort þetta sé ekki bóla sem muni springa innan tíðar eins og gerst hefur af og til erlendis og gerðist hér árið 2000. Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallalrinnar segir hins vegar að tölur úr rekstri fyrirtækjanna gefi engar vísbendingar um slíkt, engin augljós rök bendi í þá átt. Eins og áður sagði er þessi vöxtur knúinn áfram af útrásarfyrirtækjum en ef litið er til fyrirtækja á innlendum vettvangi, eins og sjávarútvegsfyrirtækja og matvælafyrirtækja, þá hafa þau sáralítið hækkað á þessu blómaskeiði útrásarfyrirtækjanna, sem ótvírætt bendir til þess að vaxtarmöugleikar íslenskra fyrirtækja séu í útlöndum, en ekki á Íslandi. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Úrvalsvísitalan er á hraðri uppleið í Kauphöllinni og vísitalan hefur hækkað um hátt í fimmtíu prósent í ár, meira en nokkru sinni fyrr. Hún hefur aldrei verið jafn há og engin lækkun er fyrirsjáanleg, að sögn forstjóra Kauphallarinnar. Vísitalan fór í fimm þúsund stig í gær, sem er hið langhæsta til þessa. KB banki hækkaði til dæmis um hátt í 40 milljarða í fyrradag, með 8 prósenta hækkun, og þau örfáu félög, sem eitthvað hafa lækkað, hafa lækkað mjög lítið. Ef litið er tíu ár aftur í tímann þá hafa tíu stærstu fyrirtækin af þeim sem mynda vísitöluna tífaldað tekjur sínar og síðast en ekki síst, tífaldað ágóða sinn líka. Þegar nánar er skoðað eru það útrásarfyrirtækin sem knýja hækkunina áfram og er nú svo komið að þrjár af hverjum fjórum krónum sem útrásarfyrirtækin í Kauphöllinni afla, er aflað í útlöndum. EF ferið er aðeins þrjú ár aftur í tímann og tekið sem dæmi fyrirtæki, sem þá var metið á 100 milljónir króna, þá er það núna metið á um það bil 280 milljónir, sem er um 180 prósenta hækkun á aðeins þremur árum. Í ljósi alls þessa vaknar sú spurning hvort þetta sé ekki bóla sem muni springa innan tíðar eins og gerst hefur af og til erlendis og gerðist hér árið 2000. Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallalrinnar segir hins vegar að tölur úr rekstri fyrirtækjanna gefi engar vísbendingar um slíkt, engin augljós rök bendi í þá átt. Eins og áður sagði er þessi vöxtur knúinn áfram af útrásarfyrirtækjum en ef litið er til fyrirtækja á innlendum vettvangi, eins og sjávarútvegsfyrirtækja og matvælafyrirtækja, þá hafa þau sáralítið hækkað á þessu blómaskeiði útrásarfyrirtækjanna, sem ótvírætt bendir til þess að vaxtarmöugleikar íslenskra fyrirtækja séu í útlöndum, en ekki á Íslandi.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira