Innlent

Lítil svör um kaupin á Sterling

Vilhjálmur Bjarnason, hluthafi í FL Group, telur sig ekki hafa fengið fullnægjandi svör við fyrirspurnum um kaupin á Sterling.
Vilhjálmur Bjarnason, hluthafi í FL Group, telur sig ekki hafa fengið fullnægjandi svör við fyrirspurnum um kaupin á Sterling. MYND/Teitur

Vilhjálmur lagði fram sjö fyrirspurnir á fundinum. Hann spurði hvers vegna kaupin á Sterling hefði ekki verið gerð fyrr og þá á lægra verði en nú, hvort yfirlýsing sérfræðinganefndar vegna hlutafjáraukningar til kaupa á Sterling og tengdum félögum lægi fyrir vegna hluthafafundarins, hvort endurskoðendur FL Group staðfesti að þrír milljarðar hafi farið frá FL Group í þágu annarra en félagsins sjálfs, hvernig standi á misræmi í tilkynningum frá því í október um aukið eigið fé þar sem muni fimm milljörðum króna, hvers vegna útboðsgengi hafi verið tíu prósentum lægra en markaðsverð þegar hlutafjárútboðið hafi verið tilkynnt, hve mikið Landsbankinn og Kaupþing banki taki fyrir að sölutryggja hlutafjárútboðið og hve mikil viðskipti hafi átt sér stað með bréf í Easy Jet sem FL Group hafi ekki verið aðili að.

Vilhjálmur segir að ekki hafi fengist fullnægjandi svör við þessum spurningum og hann muni bera fyrirspurnirnar fram aftur og aftur þar til þau hafi fengist. Spurður um það hvort hann treysti ekki stjórnendum og aðahluthöfum félagsins kveðst hann ekki gera það í ljósi þess að stjórnendur og stjórnarmenn hafi kosið að hætta hjá félaginu.

Ný stjórn FL Group var kjörin á hluthafafundinum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×