Sveitarstjórnarmenn ekki á eitt sáttir 26. október 2005 07:30 Gert er ráð fyrir að lögregluembættum fækki úr 26 í fimmtán. Hugmyndir að breyttri skipan lögregluembætta víða um land fara mis vel í sveitarstjórnarmenn. Sveitarstjórinn í Reykhólahreppi undrast að samgöngubætur í sýslunni skuli ekki hafa verið höfð til hliðsjónar. Bæjarstjórinn á Hornafirði segir að við fyrstu sýn virðist tillögurnar ganga þvert á hugmyndir um nærþjónustu og ákvarðantöku íbúa í héraði. Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri í Reykhólahreppi, hefur áður óskað eftir því að löggæsla í hreppnum verði tryggð. Lögreglumaður hefur ekki verið í hreppnum en löggæslu verið sinnt frá Patreksfirði. Samkvæmt nýjum tillögum nefndar um nýskipan lögreglumála er ljóst að ekki er gert ráð fyrir stöðu lögreglumanns á Reykhólum. Þess í stað munu Reykhólar verða hluti af lögregluembættinu í Borgarnesi og þar með mun Barðastrandasýsla verða klofinn í tvennt milli lögregluembættisins þar og á Ísafirði. Einar segir það sæta furðu að Reykhólahreppur skuli nú tilheyra lögregluembætti í Borgarnesi. Undarlegt sé að í skýrslu nefndarinnar sé ekki að finna orð um samgöngumál. Þannig sé ekki tekið tillit til fyrirhugaðra vegaframkvæmda á milli Hólmavíkur og Reykhóla, sem komi til með að leysa af sumarveg sem nær aldrei er fær á vetrum. Því hefði verið mun gáfulegra að lögrelga með aðsetur á Hólmavík hefði umsjón með löggæslu í hreppnum. Hann segir sveitarstjórn ætla aðræða málið á fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Albert Eymundsson, bæjarstjóri á Hornafirði, segir fyrirætlanir um að yfirstjórn lögreglu í bænum flytjist til Eskifjarðar í fyrstu koma sér spánskt fyrir sjónir. Hann segir fyrirætlanirnar þannig ganga þvert á hugmyndir um nærþjónustu og ákvarðantöku íbúa. Fréttir Innlent Lög og regla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hugmyndir að breyttri skipan lögregluembætta víða um land fara mis vel í sveitarstjórnarmenn. Sveitarstjórinn í Reykhólahreppi undrast að samgöngubætur í sýslunni skuli ekki hafa verið höfð til hliðsjónar. Bæjarstjórinn á Hornafirði segir að við fyrstu sýn virðist tillögurnar ganga þvert á hugmyndir um nærþjónustu og ákvarðantöku íbúa í héraði. Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri í Reykhólahreppi, hefur áður óskað eftir því að löggæsla í hreppnum verði tryggð. Lögreglumaður hefur ekki verið í hreppnum en löggæslu verið sinnt frá Patreksfirði. Samkvæmt nýjum tillögum nefndar um nýskipan lögreglumála er ljóst að ekki er gert ráð fyrir stöðu lögreglumanns á Reykhólum. Þess í stað munu Reykhólar verða hluti af lögregluembættinu í Borgarnesi og þar með mun Barðastrandasýsla verða klofinn í tvennt milli lögregluembættisins þar og á Ísafirði. Einar segir það sæta furðu að Reykhólahreppur skuli nú tilheyra lögregluembætti í Borgarnesi. Undarlegt sé að í skýrslu nefndarinnar sé ekki að finna orð um samgöngumál. Þannig sé ekki tekið tillit til fyrirhugaðra vegaframkvæmda á milli Hólmavíkur og Reykhóla, sem komi til með að leysa af sumarveg sem nær aldrei er fær á vetrum. Því hefði verið mun gáfulegra að lögrelga með aðsetur á Hólmavík hefði umsjón með löggæslu í hreppnum. Hann segir sveitarstjórn ætla aðræða málið á fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Albert Eymundsson, bæjarstjóri á Hornafirði, segir fyrirætlanir um að yfirstjórn lögreglu í bænum flytjist til Eskifjarðar í fyrstu koma sér spánskt fyrir sjónir. Hann segir fyrirætlanirnar þannig ganga þvert á hugmyndir um nærþjónustu og ákvarðantöku íbúa.
Fréttir Innlent Lög og regla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira