Flateyringar minnast látinna 26. október 2005 05:00 Flateyri við Önundarfjörð. Svona er útsýnið yfir bæinn í dag séð ofan af snjóflóðavarnargarði sem gerður var eftir flóðið 1995, sem fór yfir kirkjugarðinn og eyðilagði og hreif með sér hús þar sem nú getur að líta nýgerða autt svæði og nýgerða göngustíga. Þar verður svonefndur minningargarður og útivistarsvæði á eftir, en framkvæmdum er að mestu lokið utan að eftir er að planta meiri trjágróðri. MYND/HEIÐA "Þetta verður einföld bæna stund þar þem Önfirðingar hér á höfuðborgar svæðinu koma saman til að minnast þeirra sem fórust í snjóflóðinu fyrir tíu árum síðan," segir séra Örn Bárður Jónsson, sem leiðir bænastundina í Neskirkju. Í íþróttahúsinu á Flateyri flytja heimamenn ásamt landsþekktum tónlistarmönnum tónlist, suma hverja frumsamda í tengslum við flóðið. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, flytur ávarp og lesin verða ljóð. Þá fer sóknarpresturinn á Flateyri, séra Stína Gísladóttir, með bæn. Að lokinni skipulagðri dagskrá í kvöld býður Ísafjarðarbær upp á kaffiveitingar. Þakka stuðninginn "Ósk Flateyringa er að sem flestir geti verið með þeim á minningardagskránni. Þeir vona að hlýjar kveðjur og þakklæti berist þeim fjölmörgu sem veittu þorpsbúum lið fyrir tíu árum þegar náttúruhamfarirnar riðu yfir. Björgunarsveitarmönnum, Rauða krossi Íslands, þeim sem lögðu fé í landssöfnunina Samhugur í verki og öllum öðrum sem studdu þá á erfiðum stundum og við uppbyggingu eftir snjóflóðið", segir í tilkynningu frá undirbúningsnefnd minningardagskrárinnar, en að henni stendur minningarsjóður Flateyrar. Hann var stofnaður haustið 1996 og hefur meðal annars reist í bænum minningarstein um þá sem létust í flóðinu, séð um framkvæmdir við Minningargarðinn þar sem áður var byggð efst í þorpinu og skipulagt kyrrðar- og minningarstundir í Flateyrarkirkju 26. október ár hvert frá 1996. Ljóst má vera að margir eiga um sárt að binda á þessum tímamótum, enda skilur mann skætt snjóflóð eftir sig djúp sár. Í viðtölum við fólk sem lenti í flóðinu kom fram að misjafnlega gengur að vinna úr áfallinu. Margir fluttu burt Nálægt því hundrað manns fluttu á brott frá Flateyri fyrstu mánuðina og árin eftir flóðið og nær allir þeir sem misstu nánustu fjölskyldu og ástvini. Í þeim hópi eru eðlilega þeir sem enn eiga hvað sárast um að binda enn þann dag í dag. Þeir sem enn búa á Flateyri minnast vitanlega hörmunganna með sorg í hjarta, en þar hefur töluvert uppbyggingarstarf verið unnið síðustu ár og flestir vongóður um bjarta framtíð bæjarfélagsins. Uppgangur er í fiskvinnslu og útgerð á staðnum og næga vinnu að fá. Þá hefur flust til staðarins mikið af erlendu verkafólki sem smám saman samlagast íslenskum aðstæðum og tungumáli og er á góðri leið með að verða jafnmiklir Flateyringar og hver annar. Í þeim hópi eru meðal annars einstaklingar sem taka þátt í endurbótum á gamla samkomuhúsi bæjarins við Grundarstíg, en þær tengjast félagslegri uppbyggingu sem íbúasamtök Flateyrar hafa staðið fyrir. Snjóflóðin á Flateyri 1995 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
"Þetta verður einföld bæna stund þar þem Önfirðingar hér á höfuðborgar svæðinu koma saman til að minnast þeirra sem fórust í snjóflóðinu fyrir tíu árum síðan," segir séra Örn Bárður Jónsson, sem leiðir bænastundina í Neskirkju. Í íþróttahúsinu á Flateyri flytja heimamenn ásamt landsþekktum tónlistarmönnum tónlist, suma hverja frumsamda í tengslum við flóðið. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, flytur ávarp og lesin verða ljóð. Þá fer sóknarpresturinn á Flateyri, séra Stína Gísladóttir, með bæn. Að lokinni skipulagðri dagskrá í kvöld býður Ísafjarðarbær upp á kaffiveitingar. Þakka stuðninginn "Ósk Flateyringa er að sem flestir geti verið með þeim á minningardagskránni. Þeir vona að hlýjar kveðjur og þakklæti berist þeim fjölmörgu sem veittu þorpsbúum lið fyrir tíu árum þegar náttúruhamfarirnar riðu yfir. Björgunarsveitarmönnum, Rauða krossi Íslands, þeim sem lögðu fé í landssöfnunina Samhugur í verki og öllum öðrum sem studdu þá á erfiðum stundum og við uppbyggingu eftir snjóflóðið", segir í tilkynningu frá undirbúningsnefnd minningardagskrárinnar, en að henni stendur minningarsjóður Flateyrar. Hann var stofnaður haustið 1996 og hefur meðal annars reist í bænum minningarstein um þá sem létust í flóðinu, séð um framkvæmdir við Minningargarðinn þar sem áður var byggð efst í þorpinu og skipulagt kyrrðar- og minningarstundir í Flateyrarkirkju 26. október ár hvert frá 1996. Ljóst má vera að margir eiga um sárt að binda á þessum tímamótum, enda skilur mann skætt snjóflóð eftir sig djúp sár. Í viðtölum við fólk sem lenti í flóðinu kom fram að misjafnlega gengur að vinna úr áfallinu. Margir fluttu burt Nálægt því hundrað manns fluttu á brott frá Flateyri fyrstu mánuðina og árin eftir flóðið og nær allir þeir sem misstu nánustu fjölskyldu og ástvini. Í þeim hópi eru eðlilega þeir sem enn eiga hvað sárast um að binda enn þann dag í dag. Þeir sem enn búa á Flateyri minnast vitanlega hörmunganna með sorg í hjarta, en þar hefur töluvert uppbyggingarstarf verið unnið síðustu ár og flestir vongóður um bjarta framtíð bæjarfélagsins. Uppgangur er í fiskvinnslu og útgerð á staðnum og næga vinnu að fá. Þá hefur flust til staðarins mikið af erlendu verkafólki sem smám saman samlagast íslenskum aðstæðum og tungumáli og er á góðri leið með að verða jafnmiklir Flateyringar og hver annar. Í þeim hópi eru meðal annars einstaklingar sem taka þátt í endurbótum á gamla samkomuhúsi bæjarins við Grundarstíg, en þær tengjast félagslegri uppbyggingu sem íbúasamtök Flateyrar hafa staðið fyrir.
Snjóflóðin á Flateyri 1995 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira