Stjórnarskráin líklega samþykkt 16. október 2005 00:01 Ánægja ríkir með kosningarnar í Írak í gær. Það þykir næsta víst að stjórnarskráin sem kosið var um hafi verið samþykkt, en þar með eru þó ekki allir erfiðleikar yfirstignir. Kosningarnar gengu ótrúlega friðsamlega fyrir sig að mati talsmanna Sameinuðu þjóðanna þó að einhverjar árásir hafi verið gerðar. Til að mynda voru fimm bandarískir hermenn drepnir í sprengjuárás á bifreið þeirra í Ramadi í vesturhluta landsins. Í morgun voru svo uppreisnar- og hryðjuverkamenn komnir á kreik á ný. Tvær sprengjur sprungu við græna svæðið í Bagdad, þar sem ríkisstjórnin hefur aðsetur sitt, en engan sakaði. Kosningaþátttaka var góð, nærri sextíu og fimm prósent, og allt bendir til þess að stjórnarskráin hafi verið samþykkt, þrátt fyrir andstöðu súnníta. Endanlegar niðurstöður liggja þó fyrst fyrir á morgun eða þriðjudag. En þar með er björninn þó ekki unninn. Laith Kubba, talsmaður ríkisstjórnar Íraks, sagði í dag að stjórnarinnar biði erfitt úrlausnarefni, hvort sem stjórnarskráin yrði samþykkt eður ei. „Við vitum að það ríkir mikill klofningur í landinu og ef hluti af hinni íröksku fjölskyldu er óánægður er erfitt að búa undir sama þaki,“ sagði Kubba. Þingkosningar verða í desember og eru stjórnmálaskýrendur ekki sammála um áhrif þeirra. Sumir telja kosningarnar geta leitt til frekari klofnings og deilna, en aðrir benda á að aukin kosningaþátttaka súnníta og breyttar kosningareglur sem eru þeim í hag ættu að leiða til þess að allir hópar ættu sér sterka fulltrúa á þingi þar sem hægt væri að útkljá deilumál með lýðræðislegum hætti. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Ánægja ríkir með kosningarnar í Írak í gær. Það þykir næsta víst að stjórnarskráin sem kosið var um hafi verið samþykkt, en þar með eru þó ekki allir erfiðleikar yfirstignir. Kosningarnar gengu ótrúlega friðsamlega fyrir sig að mati talsmanna Sameinuðu þjóðanna þó að einhverjar árásir hafi verið gerðar. Til að mynda voru fimm bandarískir hermenn drepnir í sprengjuárás á bifreið þeirra í Ramadi í vesturhluta landsins. Í morgun voru svo uppreisnar- og hryðjuverkamenn komnir á kreik á ný. Tvær sprengjur sprungu við græna svæðið í Bagdad, þar sem ríkisstjórnin hefur aðsetur sitt, en engan sakaði. Kosningaþátttaka var góð, nærri sextíu og fimm prósent, og allt bendir til þess að stjórnarskráin hafi verið samþykkt, þrátt fyrir andstöðu súnníta. Endanlegar niðurstöður liggja þó fyrst fyrir á morgun eða þriðjudag. En þar með er björninn þó ekki unninn. Laith Kubba, talsmaður ríkisstjórnar Íraks, sagði í dag að stjórnarinnar biði erfitt úrlausnarefni, hvort sem stjórnarskráin yrði samþykkt eður ei. „Við vitum að það ríkir mikill klofningur í landinu og ef hluti af hinni íröksku fjölskyldu er óánægður er erfitt að búa undir sama þaki,“ sagði Kubba. Þingkosningar verða í desember og eru stjórnmálaskýrendur ekki sammála um áhrif þeirra. Sumir telja kosningarnar geta leitt til frekari klofnings og deilna, en aðrir benda á að aukin kosningaþátttaka súnníta og breyttar kosningareglur sem eru þeim í hag ættu að leiða til þess að allir hópar ættu sér sterka fulltrúa á þingi þar sem hægt væri að útkljá deilumál með lýðræðislegum hætti.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira