Verra en ekkert? 14. október 2005 00:01 Hin eldlega ræða Davíðs Oddssonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur verið aðalumræðuefnið í dag. Formaðurinn fráfarandi var aldeilis ekki í friðar- eða sáttahug. Margir hefðu kannski búist við að heyra þennan skáldmælta mann, sem hefur fengið birta eftir sig sálma í blöðunum, tala á heimspekilegum nótum um flokk sinn og þjóð, en sú var alls ekki raunin – hann lét andstæðinga sína í Samfylkingunni, Baugi og fjölmiðlunum fá það óþvegið. Davíð sagði í lok ræðu sinnar að hann hefði hvergi séð slíka misnotkun auðhrings á fjölmiðlum eins og hér, en fyrr um daginn hafði hann tjáð þá skoðun sína að fjölmiðlalög byggð á skýrslu fjölmiðlanefndarinnar síðari yrðu "verra en ekkert". Fáir hafa orðið til þess að gera þessi orð Davíðs að sínum, nema Styrmir Gunnarsson sem greip boltann á lofti og kastaði honum áfram með svofelldum orðum í leiðara Morgunblaðsins í morgun: "Miðað við viðbrögð landsfundarfulltrúa verður að telja líklegt að frá landsfundinum komi skýr stefna í þessu máli með meira biti en skýrsla fjölmiðlanefndarinnar." --- --- ---Landsfundurinn stendur nú sem hæst og það er spurning hvort einhverjir landsfundarfulltrúar taki við boltanum og reyni að bera þessi mál upp á fundinum þannig að þau komist inn í stjórnmálaályktun. En á fólki sem ég ræddi við á landsfundinum í dag var að heyra að þetta væri ólíklegt; menn langaði ekki mikið í umræðu um fjölmiðlana. Þætti betra að láta kyrrt liggja.Þannig bendir ýmislegt til þess að Davíð sé einangraður í flokknum í þessu hjartans máli sínu. Margir eru ábyggilega sammála honum, en þykir ekki rétt að aðhafast. Bæði Halldór Ásgrímsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafa sagt að nýtt fjölmiðlafrumvarp hljóti að byggja á skýrslunni sem var málamiðlun milli allra flokka. Það verður forvitnilegt að heyra hvað Geir Haarde segir í framboðsræðu sinni á morgun, laugardag.--- --- ---Í ræðunni dró Davíð stefnu Samfylkingarinnar í efnahagsmálum, skattamálum, sjávarútvegsmálum og Evrópumálum sundur og saman í háði. Sagði að ekki mætti halda að allt væri ómögulegt sem kæmi frá Samfylkingunni – það væru bara 99 prósent af því sem kæmu óorði á hitt. Klykkti svo út með hinum fleygu orðum að Samfylkingin sé "tiltölulega léttvægt dótturfélag auðhrings".Mörgum kom raunar á óvart að Davíð skyldi eyða svona miklum ræðutíma í Samfylkinguna. Var þessi hátíðarstund tíminn fyrir pólitískt skæklatog? En það er greinilegt að milli Davíðs og Ingibjargar Sólrúnar ríkir gagnkvæmt ofnæmi. Það er til dæmis nokkuð óskiljanlegt hvers vegna Ingibjörg var komin í sjónvarp með viðbrögð við ræðu Davíðs nokkrum mínútum eftir að hann lauk máli sínu. Varla furða þótt menn spyrji hvort Samfylkingin missi ekki barasta tilvistargrundvöllinn þegar Davíð kveður?--- --- ---Altént má skilja á ræðu Davíðs að hann geti ekki hugsað sér samstarf við Samfylkinguna. En þar er aftur spurning um hvort hann sé lengur í takti við flokksmenn. Ásta Möller, eftirmaður Davíðs á þingi, sagði í útvarpsviðtali í morgun að hún teldi að Samfylkingin væri góður kostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem samstarfsflokkur í ríkisstjórn.Það er ljóst að mikil þreyta og pirringur er komin í stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar – líkt og vonlegt er eftir öll þessi ár. Framsókn er fjarska fylgislítil um þessar mundir; margir sjálfstæðismenn óttast að flokkurinn muni tvístrist í allar áttir er nær dregur kosningum, einkum þegar ekki nýtur við agans sem Davíð hafði á ríkisstjórnum sínum.Því eru margir sjálfstæðismenn farnir að renna hýru auga til Samfylkingarinnar – kannski rifjast upp fyrir þeim ár í ríkisstjórnum með Alþýðuflokknum sem virðast góð í minningunni. En þeir eru þó líka til sem horfa enn lengra til vinstri. Mikill bandamaður Davíðs sagði við mig að sér litist ekki illa á Vinstri græna sem samstarfsflokk. Þeir hefðu vissulega nokkra villta vinstri menn innanborðs, en hins vegar væru Steingrímur og Ögmundur menn þeirrar gerðar að þeir ættu að geta haft nokkuð góða stjórn á flokki sínum.--- --- ---Annars mega sjálfstæðismenn eiga það að þeir kunna að halda svona samkomur. Aðrir stjórnmálaflokkar hljóta að vera grænir af öfund – eða ættu að vera það. Umgjörðin er glæsileg og allt úthugsað. Einkunarorð fundarins ,"hátt ber að stefna", eru úr ljóði eftir Hannes Hafstein – hvern annan? – en við setningu fundarins í gær lék Sinfóníuhljómsveitin tónlist á þjóðlegum nótum, meðal annars eftir þann góða sjálfstæðismann Pál Ísólfsson.Þannig ræktar flokkurinn hið sögulega samhengi, svona í samræmi við það sem Davíð sagði í ræðu sinni eftir að hann hafði fjallað um hið nokkuð óræða fyrirbæri sjálfstæðisstefnuna:"Flokkurinn okkar hefur aldrei þurft að breiða yfir nafn sitt og númer, né þurft að skæklast undan skugga fortíðar sinnar og þykjast ekki kannast við sjálfan sig í spegli sögunnar." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Hin eldlega ræða Davíðs Oddssonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur verið aðalumræðuefnið í dag. Formaðurinn fráfarandi var aldeilis ekki í friðar- eða sáttahug. Margir hefðu kannski búist við að heyra þennan skáldmælta mann, sem hefur fengið birta eftir sig sálma í blöðunum, tala á heimspekilegum nótum um flokk sinn og þjóð, en sú var alls ekki raunin – hann lét andstæðinga sína í Samfylkingunni, Baugi og fjölmiðlunum fá það óþvegið. Davíð sagði í lok ræðu sinnar að hann hefði hvergi séð slíka misnotkun auðhrings á fjölmiðlum eins og hér, en fyrr um daginn hafði hann tjáð þá skoðun sína að fjölmiðlalög byggð á skýrslu fjölmiðlanefndarinnar síðari yrðu "verra en ekkert". Fáir hafa orðið til þess að gera þessi orð Davíðs að sínum, nema Styrmir Gunnarsson sem greip boltann á lofti og kastaði honum áfram með svofelldum orðum í leiðara Morgunblaðsins í morgun: "Miðað við viðbrögð landsfundarfulltrúa verður að telja líklegt að frá landsfundinum komi skýr stefna í þessu máli með meira biti en skýrsla fjölmiðlanefndarinnar." --- --- ---Landsfundurinn stendur nú sem hæst og það er spurning hvort einhverjir landsfundarfulltrúar taki við boltanum og reyni að bera þessi mál upp á fundinum þannig að þau komist inn í stjórnmálaályktun. En á fólki sem ég ræddi við á landsfundinum í dag var að heyra að þetta væri ólíklegt; menn langaði ekki mikið í umræðu um fjölmiðlana. Þætti betra að láta kyrrt liggja.Þannig bendir ýmislegt til þess að Davíð sé einangraður í flokknum í þessu hjartans máli sínu. Margir eru ábyggilega sammála honum, en þykir ekki rétt að aðhafast. Bæði Halldór Ásgrímsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafa sagt að nýtt fjölmiðlafrumvarp hljóti að byggja á skýrslunni sem var málamiðlun milli allra flokka. Það verður forvitnilegt að heyra hvað Geir Haarde segir í framboðsræðu sinni á morgun, laugardag.--- --- ---Í ræðunni dró Davíð stefnu Samfylkingarinnar í efnahagsmálum, skattamálum, sjávarútvegsmálum og Evrópumálum sundur og saman í háði. Sagði að ekki mætti halda að allt væri ómögulegt sem kæmi frá Samfylkingunni – það væru bara 99 prósent af því sem kæmu óorði á hitt. Klykkti svo út með hinum fleygu orðum að Samfylkingin sé "tiltölulega léttvægt dótturfélag auðhrings".Mörgum kom raunar á óvart að Davíð skyldi eyða svona miklum ræðutíma í Samfylkinguna. Var þessi hátíðarstund tíminn fyrir pólitískt skæklatog? En það er greinilegt að milli Davíðs og Ingibjargar Sólrúnar ríkir gagnkvæmt ofnæmi. Það er til dæmis nokkuð óskiljanlegt hvers vegna Ingibjörg var komin í sjónvarp með viðbrögð við ræðu Davíðs nokkrum mínútum eftir að hann lauk máli sínu. Varla furða þótt menn spyrji hvort Samfylkingin missi ekki barasta tilvistargrundvöllinn þegar Davíð kveður?--- --- ---Altént má skilja á ræðu Davíðs að hann geti ekki hugsað sér samstarf við Samfylkinguna. En þar er aftur spurning um hvort hann sé lengur í takti við flokksmenn. Ásta Möller, eftirmaður Davíðs á þingi, sagði í útvarpsviðtali í morgun að hún teldi að Samfylkingin væri góður kostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem samstarfsflokkur í ríkisstjórn.Það er ljóst að mikil þreyta og pirringur er komin í stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar – líkt og vonlegt er eftir öll þessi ár. Framsókn er fjarska fylgislítil um þessar mundir; margir sjálfstæðismenn óttast að flokkurinn muni tvístrist í allar áttir er nær dregur kosningum, einkum þegar ekki nýtur við agans sem Davíð hafði á ríkisstjórnum sínum.Því eru margir sjálfstæðismenn farnir að renna hýru auga til Samfylkingarinnar – kannski rifjast upp fyrir þeim ár í ríkisstjórnum með Alþýðuflokknum sem virðast góð í minningunni. En þeir eru þó líka til sem horfa enn lengra til vinstri. Mikill bandamaður Davíðs sagði við mig að sér litist ekki illa á Vinstri græna sem samstarfsflokk. Þeir hefðu vissulega nokkra villta vinstri menn innanborðs, en hins vegar væru Steingrímur og Ögmundur menn þeirrar gerðar að þeir ættu að geta haft nokkuð góða stjórn á flokki sínum.--- --- ---Annars mega sjálfstæðismenn eiga það að þeir kunna að halda svona samkomur. Aðrir stjórnmálaflokkar hljóta að vera grænir af öfund – eða ættu að vera það. Umgjörðin er glæsileg og allt úthugsað. Einkunarorð fundarins ,"hátt ber að stefna", eru úr ljóði eftir Hannes Hafstein – hvern annan? – en við setningu fundarins í gær lék Sinfóníuhljómsveitin tónlist á þjóðlegum nótum, meðal annars eftir þann góða sjálfstæðismann Pál Ísólfsson.Þannig ræktar flokkurinn hið sögulega samhengi, svona í samræmi við það sem Davíð sagði í ræðu sinni eftir að hann hafði fjallað um hið nokkuð óræða fyrirbæri sjálfstæðisstefnuna:"Flokkurinn okkar hefur aldrei þurft að breiða yfir nafn sitt og númer, né þurft að skæklast undan skugga fortíðar sinnar og þykjast ekki kannast við sjálfan sig í spegli sögunnar."
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun