Valsmenn áfram þrátt fyrir tap 8. október 2005 00:01 Valur tapaði fyrir finnsku meisturunum í Sjundeå IF með þriggja marka mun, 28-31, í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var síðari leikur liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar en þrátt fyrir tapið í gær komast Valsmenn áfram þar sem þeir unnu sex marka sigur í fyrri leiknum í Finnlandi 33-27. "Við komum í leikinn til að sigra en náðum því ekki, þeir voru bara miklu betri en við bæði varnarlega og sóknarlega. Við vorum að gera of mikið af mistökum þannig að það verður að teljast mjög gott að við séum komnir áfram. Vörnin hjá okkur var mjög slök í byrjun en var betri í þeim síðari þegar við fórum í gömlu góðu 3-2-1 vörnina. Ef við lítum á það jákvæða þá var Baldur mjög góður og við vorum að nota þrjá 19 ára stráka sem stóðu fyrir sínu. Fannar skoraði mikilvæg mörk og lokaði vörninni og Elvar líka," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals en liðið vann viðureignina gegn Sjundeå samtals 61-58. Valsmenn voru undir nær allan leikinn og geta talist heppnir að hafa aðeins verið einu marki undir í hálfleik. Í þeim síðari misstu þeir Sjundeå aldrei of langt frá sér en þeir náðu mest fjögurra marka forystu. Það fór ekki milli mála að Valur var lakara liðið á vellinum en voru þó með besta leikmann hans, Baldvin Þorsteinsson skoraði ellefu mörk. "Ég hef ekki verið að spila neitt æðislega upp á síðkastið og þetta var sennilega minn skásti leikur til þessa í vetur. Við töpuðum en tilgangurinn helgar meðalið og við erum komnir áfram í þriðju umferð. Vörnin hjá okkur var töluvert slakari en í leiknum ytra og sóknin sömuleiðis. Finnarnir spiluðu hinsvegar hörkuvörn sem við áttum í erfiðleikum með," sagði Baldvin. Á þriðjudaginn verður dregið í næstu umferð og á hann sér óskamótherja. "Ég vona að við fáum eitthvað stórlið í næstu umferð, Gummersbach er í pottinum og það væri frábært að fá Guðjón Val og Róbert Gunnarsson á klakann og fylla Höllina," sagði Baldvin að leik loknum. Íslenski handboltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Sjá meira
Valur tapaði fyrir finnsku meisturunum í Sjundeå IF með þriggja marka mun, 28-31, í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var síðari leikur liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar en þrátt fyrir tapið í gær komast Valsmenn áfram þar sem þeir unnu sex marka sigur í fyrri leiknum í Finnlandi 33-27. "Við komum í leikinn til að sigra en náðum því ekki, þeir voru bara miklu betri en við bæði varnarlega og sóknarlega. Við vorum að gera of mikið af mistökum þannig að það verður að teljast mjög gott að við séum komnir áfram. Vörnin hjá okkur var mjög slök í byrjun en var betri í þeim síðari þegar við fórum í gömlu góðu 3-2-1 vörnina. Ef við lítum á það jákvæða þá var Baldur mjög góður og við vorum að nota þrjá 19 ára stráka sem stóðu fyrir sínu. Fannar skoraði mikilvæg mörk og lokaði vörninni og Elvar líka," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals en liðið vann viðureignina gegn Sjundeå samtals 61-58. Valsmenn voru undir nær allan leikinn og geta talist heppnir að hafa aðeins verið einu marki undir í hálfleik. Í þeim síðari misstu þeir Sjundeå aldrei of langt frá sér en þeir náðu mest fjögurra marka forystu. Það fór ekki milli mála að Valur var lakara liðið á vellinum en voru þó með besta leikmann hans, Baldvin Þorsteinsson skoraði ellefu mörk. "Ég hef ekki verið að spila neitt æðislega upp á síðkastið og þetta var sennilega minn skásti leikur til þessa í vetur. Við töpuðum en tilgangurinn helgar meðalið og við erum komnir áfram í þriðju umferð. Vörnin hjá okkur var töluvert slakari en í leiknum ytra og sóknin sömuleiðis. Finnarnir spiluðu hinsvegar hörkuvörn sem við áttum í erfiðleikum með," sagði Baldvin. Á þriðjudaginn verður dregið í næstu umferð og á hann sér óskamótherja. "Ég vona að við fáum eitthvað stórlið í næstu umferð, Gummersbach er í pottinum og það væri frábært að fá Guðjón Val og Róbert Gunnarsson á klakann og fylla Höllina," sagði Baldvin að leik loknum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Sjá meira