Hótar sameiningu með lögum? 4. október 2005 00:01 Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Árna Magnússon félagsmálaráðherra hafa hótað þeim, sem ekki samþykktu sameiningu sveitarfélaga í kosningunum nú, að sveitarfélögin verði sameinuð með lögum. Hann segir Árna nær að skoða réttlátari og sanngjarnari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Árni var gestur á kynningarfundi um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði í gær og í ræðu sinni vék hann að komandi sameiningarkosningum á sextán stöðum á landinu næstkomandi laugardag. Sagði Árni að ef ekki tækist að sameina sveitarfélög með kosningunum nú þyrftu næstu skref að vera þau að sameina sveitarfélög með lögum frá Alþingi. Með öðrum orðum þá gæfist íbúum viðkomandi sveitarfélaga ekki tækifæri til að kjósa sjálfir um sameiningu heldur yrði farin sama leið og til dæmis Danir hafa notað, að sameina sveitarfélög með lagasetningu. Björgvin G. Sigurðsson er ósáttur við þessi orð Árna. Björgvin segir í pistli á heimasíðu sinni í morgun að þær tillögur sem kosið verði um nú séu upprunar á kontórnum í félagsmálaráðuneytinu og viðkomandi sveitarstjórnar hafi jafnvel hafnað því fyrir hönd sinna íbúa að kjósa núna. Samt hafi ráðuneytið haldið uppteknum hætti og látið kjósa. Steininn hafi svo tekið úr þegar í ljós kom að fé sem eyrnamerkt var kynningum á sameiningunum hafi verið skorið niður. Fyrir vikið telur Björgvin að ekkert verði af sameiningum á að minnsta kosti tveimur stöðum á landinu. Björgvin segir ennfremur að ráðherra væri nær að hleypa grasrótinni, íbúum og sveitarstjórnum að sameiningarmálunum og ekki síst að stuðla að réttlátari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Árna Magnússon félagsmálaráðherra hafa hótað þeim, sem ekki samþykktu sameiningu sveitarfélaga í kosningunum nú, að sveitarfélögin verði sameinuð með lögum. Hann segir Árna nær að skoða réttlátari og sanngjarnari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Árni var gestur á kynningarfundi um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði í gær og í ræðu sinni vék hann að komandi sameiningarkosningum á sextán stöðum á landinu næstkomandi laugardag. Sagði Árni að ef ekki tækist að sameina sveitarfélög með kosningunum nú þyrftu næstu skref að vera þau að sameina sveitarfélög með lögum frá Alþingi. Með öðrum orðum þá gæfist íbúum viðkomandi sveitarfélaga ekki tækifæri til að kjósa sjálfir um sameiningu heldur yrði farin sama leið og til dæmis Danir hafa notað, að sameina sveitarfélög með lagasetningu. Björgvin G. Sigurðsson er ósáttur við þessi orð Árna. Björgvin segir í pistli á heimasíðu sinni í morgun að þær tillögur sem kosið verði um nú séu upprunar á kontórnum í félagsmálaráðuneytinu og viðkomandi sveitarstjórnar hafi jafnvel hafnað því fyrir hönd sinna íbúa að kjósa núna. Samt hafi ráðuneytið haldið uppteknum hætti og látið kjósa. Steininn hafi svo tekið úr þegar í ljós kom að fé sem eyrnamerkt var kynningum á sameiningunum hafi verið skorið niður. Fyrir vikið telur Björgvin að ekkert verði af sameiningum á að minnsta kosti tveimur stöðum á landinu. Björgvin segir ennfremur að ráðherra væri nær að hleypa grasrótinni, íbúum og sveitarstjórnum að sameiningarmálunum og ekki síst að stuðla að réttlátari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira