Fjárlagafrumvarpið kynnt í dag

Árni Mathiesen leggur í dag fram sitt fyrsta fjárlagafrumvarp eftir að hann tók við lyklavöldum í fjármálaráðuneytinu úr hendi Geirs H. Haarde fyrir nokkrum dögum. Frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi klukkan þrjú í dag. Þar verður einnig kosið í embætti varaforseta sem og fastanefndir þingsins. Að því loknu munu þingmenn draga um sæti í þingsalnum.