Fram, Valur og KA með fullt hús 25. september 2005 00:01 Átta leikir fóru fram í DHL-deildum karla og kvenna í gær. Eftir aðra umferð hjá körlunum eru þrjú lið, Valur, KA og Fram, með fullt hús stiga en FH-ingar eru hinsvegar stigalausir á botninum ásamt Víkingi/Fjölni og ÍBV þrátt fyrir að hafa spilað tvo fyrstu leiki sína á heimavelli sínum í Kaplakrika. Framarar byrja aftur á móti vel undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og hafa unnið bæði Hafnarfjarðarliðinu í fyrstu tveimur umferðunum. Framara unnu FH, 26-21, í Kaplakrikanum í gær.Í Austurbergi tóku ÍR-ingar á móti KA-mönnum en bæði liðin unnu sína leiki í 1. umferðinni auk þess sem ÍR lagði Hauka í leik um meistara meistaranna. Heimamenn byrjuðu mun betur og komust í 4--1 en norðanmönnum tókst fljótlega að jafna og halda jöfnu í hálfleik. Því geta þeir að mestu þakkað markverði sínum, Hreiðari Guðmundssyni sem gekk til liðs við KA frá ÍR í lok síðasta tímabils. Hreiðar átti eftir að reynast sínum gömlu félögum erfiður því hann var klárlega besti maður vallarins og gaf sínum mönnum tækifæri til að síga hægt og rólega fram úr.Það fór reyndar lítið fyrir góðum handbolta í síðari hálfleik þar sem leikmenn og þjálfarar voru sínöldrandi út í dómara leiksins. Þegar Ólafur Sigurjónsson, einn besti maður ÍR, fékk sína þriðju brottvísun á 43. mínútu leiksins var ÍR-ingum engin björg veitt og KA-menn gengu á lagið. Þeir unnu öruggan sigur, 32--25, og eru því enn með fullt hús stiga. "Við, leikmenn og þeir sem sátu bekknum, áttum allir lélegan leik og þess vegna töpuðum við," sagði Júlíus Jónasson, annar þjálfara ÍR eftir leikinn. "Þeir náðu tökum á sínum leik í seinni hálfleik og náðu því að klára þetta. Hreiðar var þeirra besti maður en okkar versti óvinur en svona er nú boltinn bara," sagði Júlíus og brosti út í annað. Íslandsmeistarar Hauka byrja ekki sannfærandi í sínum fyrsta leik gegn Fram og var ekki boðið upp á mikið betri handbolta að Ásvöllum þar sem heimamenn tóku á móti nýliðum Fylkis. Fjögurra marka forysta í hálfleik fór fyrir lítið þegar Haukum tókst ekki að skora á fyrstu 16 mínútum síðari hálfleiksins. Þegar markið loksins kom var það til að jafna metin og eftir það sprungu gestirnir á limminu og eftirmálin voru einföld fyrir Íslandsmeistarana. Ungu stelpurnar í HK byrjuðu vel í sínum fyrsta leik í efstu deild þegar liðið vann 30-26 sigur á Gróttu á heimavelli sínum. Haukar, Valur, Stjarnan og ÍBV unnu öll örugga sigra í fyrstu umferðinni en þeim var fyrir mótið spáð bestu gengi af liðunum. Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Fleiri fréttir Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Dagskráin í dag: Ungu strákarnir, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Af hverju falla metin ekki á Íslandi? „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Sjá meira
Átta leikir fóru fram í DHL-deildum karla og kvenna í gær. Eftir aðra umferð hjá körlunum eru þrjú lið, Valur, KA og Fram, með fullt hús stiga en FH-ingar eru hinsvegar stigalausir á botninum ásamt Víkingi/Fjölni og ÍBV þrátt fyrir að hafa spilað tvo fyrstu leiki sína á heimavelli sínum í Kaplakrika. Framarar byrja aftur á móti vel undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og hafa unnið bæði Hafnarfjarðarliðinu í fyrstu tveimur umferðunum. Framara unnu FH, 26-21, í Kaplakrikanum í gær.Í Austurbergi tóku ÍR-ingar á móti KA-mönnum en bæði liðin unnu sína leiki í 1. umferðinni auk þess sem ÍR lagði Hauka í leik um meistara meistaranna. Heimamenn byrjuðu mun betur og komust í 4--1 en norðanmönnum tókst fljótlega að jafna og halda jöfnu í hálfleik. Því geta þeir að mestu þakkað markverði sínum, Hreiðari Guðmundssyni sem gekk til liðs við KA frá ÍR í lok síðasta tímabils. Hreiðar átti eftir að reynast sínum gömlu félögum erfiður því hann var klárlega besti maður vallarins og gaf sínum mönnum tækifæri til að síga hægt og rólega fram úr.Það fór reyndar lítið fyrir góðum handbolta í síðari hálfleik þar sem leikmenn og þjálfarar voru sínöldrandi út í dómara leiksins. Þegar Ólafur Sigurjónsson, einn besti maður ÍR, fékk sína þriðju brottvísun á 43. mínútu leiksins var ÍR-ingum engin björg veitt og KA-menn gengu á lagið. Þeir unnu öruggan sigur, 32--25, og eru því enn með fullt hús stiga. "Við, leikmenn og þeir sem sátu bekknum, áttum allir lélegan leik og þess vegna töpuðum við," sagði Júlíus Jónasson, annar þjálfara ÍR eftir leikinn. "Þeir náðu tökum á sínum leik í seinni hálfleik og náðu því að klára þetta. Hreiðar var þeirra besti maður en okkar versti óvinur en svona er nú boltinn bara," sagði Júlíus og brosti út í annað. Íslandsmeistarar Hauka byrja ekki sannfærandi í sínum fyrsta leik gegn Fram og var ekki boðið upp á mikið betri handbolta að Ásvöllum þar sem heimamenn tóku á móti nýliðum Fylkis. Fjögurra marka forysta í hálfleik fór fyrir lítið þegar Haukum tókst ekki að skora á fyrstu 16 mínútum síðari hálfleiksins. Þegar markið loksins kom var það til að jafna metin og eftir það sprungu gestirnir á limminu og eftirmálin voru einföld fyrir Íslandsmeistarana. Ungu stelpurnar í HK byrjuðu vel í sínum fyrsta leik í efstu deild þegar liðið vann 30-26 sigur á Gróttu á heimavelli sínum. Haukar, Valur, Stjarnan og ÍBV unnu öll örugga sigra í fyrstu umferðinni en þeim var fyrir mótið spáð bestu gengi af liðunum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Fleiri fréttir Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Dagskráin í dag: Ungu strákarnir, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Af hverju falla metin ekki á Íslandi? „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Sjá meira