Breyta þarf nauðgunarskilgreiningu 23. september 2005 00:01 Breyta þarf skilgreiningu á nauðgun í íslenskum lögum í takt við alþjóðlega þróun, að mati Sifjar Konráðsdóttur hæstaréttarlögmanns. Hún telur að það leiddi til þess að frekar yrði hægt að ákæra í kynferðisbrotamálum. Í gær féll Hæstaréttardómur í einkamáli sem kona höfðaði í kjölfar þess að þrír menn nauðguðu henni. Þessir þrír menn voru þar dæmdir til nokkur hundruð þúsund króna fjársektar hver fyrir hópnauðgun. Áður hafði Ríkissaksóknari fellt niður saksókn á hendur mönnunum. Þá var beðið um að sú afstaða yrði endurskoðuð, án árangus. Farið var fram á endurupptöku málsins, án árangurs, og leitað var til dómsmálaráðherra, án árangurs. Fallið var frá ákærunni vegna klúðurs við rannsókn málsins en lögregla tók ekki skýrslur af tveimur sakborninganna fyrr en sex til sjö dögum eftir að upplýst var hverjir ættu hlut að máli. Vegna þessa stefndi konan ríkinu, án árangurs. Sif Konráðsdóttir segir málið og atburðarrásina. minna á tveggja ára gamlan dóm Mannréttindadómstólsins í Strassburg þar sem 15 ára búlgörsk gömul stúlka, sem var nauðgað af tveimur mönnum, kærði búlgarska ríkið vegna tregðu til að ákæra mennina. Niðurstaðan var stúlkunni í hag. Í dómnum er minnt á að samkvæmt mannréttindaákvæðum er ríkið skyldugt til að vernda borgarana og er gert að standa sig í stykkinu. Að mati Mannréttindadómstólsins lagði búlgarski saksóknarinn of mikla áheyrslu á það hvort líkamlegu afli hefði verið beitt og hvort stúlkan hefði veitt mótspyrnu, þegar ákveðið var að ákæra ekki í málinu. Sif segir að þegar hún hafi lesið þennan dóm á sínum tíma hafi það slegið sig að lýsingin á lögreglurannsókninni og ferlinu hjá hinum búlgarska saksóknara hafi alveg getað átt við á Íslandi. Áhersla búlgarska ríkisins á það hvort líkamlegu ofbeldi hafi verið beitt, og hvort þolandinn hafi veitt mótspyrnu, virðist ekki vera ólík því sem viðgengst hér á landi. Í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins er tiltekið að alþjóðlegur refsiréttur hafi þróast úr því að í hugtakinu nauðgun felist líkamleg mótspyrna þolandans yfir í það að samþykki þolandans skorti. Við málsmeðferð í héraðsdómi í máli íslensku konunnar kom fram að hugsunin hjá henni hefði verið sú að streitast ekki á móti. Hún hafi verið dofin og hrædd og hugsað um það að halda lífi. Líklegt má telja að slík viðbrögð í jafnskelfilegum aðstæðum séu ekkert einsdæmi. Sif segir að dómur Mannréttindadómstólsins fari yfir alþjóðlega þróun á þessu sviði og tiltaki að lönd eins og Írland og Belgía hafi breytt sínum refsiákvæðum varðandi nauðgun, úr því að setja skilyrði við líkamlega mótspyrnu yfir í áhersluna á skort á samþykki. Skoða þarf hvort ekki sé rétt að gera þetta einnig hér á landi að sögn Sifjar. „Ég held að þetta sé hluti af vandamálinu af hverju við getum ekki ákært í svona málum,“ segir Sif. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Breyta þarf skilgreiningu á nauðgun í íslenskum lögum í takt við alþjóðlega þróun, að mati Sifjar Konráðsdóttur hæstaréttarlögmanns. Hún telur að það leiddi til þess að frekar yrði hægt að ákæra í kynferðisbrotamálum. Í gær féll Hæstaréttardómur í einkamáli sem kona höfðaði í kjölfar þess að þrír menn nauðguðu henni. Þessir þrír menn voru þar dæmdir til nokkur hundruð þúsund króna fjársektar hver fyrir hópnauðgun. Áður hafði Ríkissaksóknari fellt niður saksókn á hendur mönnunum. Þá var beðið um að sú afstaða yrði endurskoðuð, án árangus. Farið var fram á endurupptöku málsins, án árangurs, og leitað var til dómsmálaráðherra, án árangurs. Fallið var frá ákærunni vegna klúðurs við rannsókn málsins en lögregla tók ekki skýrslur af tveimur sakborninganna fyrr en sex til sjö dögum eftir að upplýst var hverjir ættu hlut að máli. Vegna þessa stefndi konan ríkinu, án árangurs. Sif Konráðsdóttir segir málið og atburðarrásina. minna á tveggja ára gamlan dóm Mannréttindadómstólsins í Strassburg þar sem 15 ára búlgörsk gömul stúlka, sem var nauðgað af tveimur mönnum, kærði búlgarska ríkið vegna tregðu til að ákæra mennina. Niðurstaðan var stúlkunni í hag. Í dómnum er minnt á að samkvæmt mannréttindaákvæðum er ríkið skyldugt til að vernda borgarana og er gert að standa sig í stykkinu. Að mati Mannréttindadómstólsins lagði búlgarski saksóknarinn of mikla áheyrslu á það hvort líkamlegu afli hefði verið beitt og hvort stúlkan hefði veitt mótspyrnu, þegar ákveðið var að ákæra ekki í málinu. Sif segir að þegar hún hafi lesið þennan dóm á sínum tíma hafi það slegið sig að lýsingin á lögreglurannsókninni og ferlinu hjá hinum búlgarska saksóknara hafi alveg getað átt við á Íslandi. Áhersla búlgarska ríkisins á það hvort líkamlegu ofbeldi hafi verið beitt, og hvort þolandinn hafi veitt mótspyrnu, virðist ekki vera ólík því sem viðgengst hér á landi. Í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins er tiltekið að alþjóðlegur refsiréttur hafi þróast úr því að í hugtakinu nauðgun felist líkamleg mótspyrna þolandans yfir í það að samþykki þolandans skorti. Við málsmeðferð í héraðsdómi í máli íslensku konunnar kom fram að hugsunin hjá henni hefði verið sú að streitast ekki á móti. Hún hafi verið dofin og hrædd og hugsað um það að halda lífi. Líklegt má telja að slík viðbrögð í jafnskelfilegum aðstæðum séu ekkert einsdæmi. Sif segir að dómur Mannréttindadómstólsins fari yfir alþjóðlega þróun á þessu sviði og tiltaki að lönd eins og Írland og Belgía hafi breytt sínum refsiákvæðum varðandi nauðgun, úr því að setja skilyrði við líkamlega mótspyrnu yfir í áhersluna á skort á samþykki. Skoða þarf hvort ekki sé rétt að gera þetta einnig hér á landi að sögn Sifjar. „Ég held að þetta sé hluti af vandamálinu af hverju við getum ekki ákært í svona málum,“ segir Sif.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira