Handboltinn í dag 23. september 2005 00:01 Það má reikna með hörkuleikjum í DHL-deildinni í handbolta í dag, þrír leikir fara fram í karlaflokki og einn í kvennaflokki. Fréttablaðið fékk Jóhannes Bjarnason, yfirþjálfara hjá yngri flokkum KA, til þess að spá í leikina. Þór - Stjarnan "Ég varð nú svolítið undrandi þegar ég sá spána hjá forráðamönnum félaganna í deildinni, en þeir höfðu litla trú á Þór. Ég held að Þór muni standa sig vel í vetur því það eru margir góðir leikmenn í liði Þórs sem verða örugglega sterkir á heimavelli. Að auki vann Þór Stjörnuna í Reykjavíkurmótinu á dögunum þannig að ég spái góðum sigri hjá Þór." HK-ÍBV Björgvin Gústavsson og Ólafur Víðir Ólafsson fóru frá HK til ÍBV fyrir veturinn og má búast við því að þeir láti mikið að sér kveða í leiknum í dag. "HK þarf nauðsynlega að vinna leikinn og gerir það held ég. Það verður örugglega frekar einkennilegt fyrir strákana sem fóru frá HK til ÍBV að spila þennan leik. Bæði lið byrjuðu leiktíðina illa og þurfa því nauðsynlega að vinna en ég reikna með því að HK vinni leikinn nokkuð örugglega." Afturelding-Selfoss Efnilegt lið Aftureldingar, með Guðmund Hrafnkelsson innanborðs, mætir liði Selfoss á heimavelli sínum í Mosfellsbæ. "Afturelding mun vinna stóran sigur á Selfoss. Ég hef mikla trú á Aftureldingu og er viss um að liðið mun koma liða mest á óvart í vetur. Ég var ósáttur við hugarfar leikmanna hjá Aftureldingu í fyrra þegar illa gekk hjá liðinu. Ég man þegar ég stýrði KA á síðasta tímabili þá spiluðum við skelfilega á móti þeim í Mosfellsbænum en unnum samt, bara vegna þess að Afturelding gekk ekki á lagið. En núna virðist vera annar bragur á liðinu og ég er viss um að þessir efnilegu strákar gera það gott í vetur. Einn allra efnilegasti leikmaður landsins er í liði Aftureldingar, Ernir Hrafn Arnarson, og hann á eftir að skora mikið í vetur." Stjarnan-KA/Þór í DHL-deild kvenna "Ég hef mikla trú á stelpunum í KA/Þór. Þær eru efnilegar og munu bæta sig mikið í vetur. En ég held þó að Stjarnan sé með of sterkt lið fyrir þær að þessu sinni. Stjörnuliðið er sterkt og verður í toppbaráttunni í vetur." Íslenski handboltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Sjá meira
Það má reikna með hörkuleikjum í DHL-deildinni í handbolta í dag, þrír leikir fara fram í karlaflokki og einn í kvennaflokki. Fréttablaðið fékk Jóhannes Bjarnason, yfirþjálfara hjá yngri flokkum KA, til þess að spá í leikina. Þór - Stjarnan "Ég varð nú svolítið undrandi þegar ég sá spána hjá forráðamönnum félaganna í deildinni, en þeir höfðu litla trú á Þór. Ég held að Þór muni standa sig vel í vetur því það eru margir góðir leikmenn í liði Þórs sem verða örugglega sterkir á heimavelli. Að auki vann Þór Stjörnuna í Reykjavíkurmótinu á dögunum þannig að ég spái góðum sigri hjá Þór." HK-ÍBV Björgvin Gústavsson og Ólafur Víðir Ólafsson fóru frá HK til ÍBV fyrir veturinn og má búast við því að þeir láti mikið að sér kveða í leiknum í dag. "HK þarf nauðsynlega að vinna leikinn og gerir það held ég. Það verður örugglega frekar einkennilegt fyrir strákana sem fóru frá HK til ÍBV að spila þennan leik. Bæði lið byrjuðu leiktíðina illa og þurfa því nauðsynlega að vinna en ég reikna með því að HK vinni leikinn nokkuð örugglega." Afturelding-Selfoss Efnilegt lið Aftureldingar, með Guðmund Hrafnkelsson innanborðs, mætir liði Selfoss á heimavelli sínum í Mosfellsbæ. "Afturelding mun vinna stóran sigur á Selfoss. Ég hef mikla trú á Aftureldingu og er viss um að liðið mun koma liða mest á óvart í vetur. Ég var ósáttur við hugarfar leikmanna hjá Aftureldingu í fyrra þegar illa gekk hjá liðinu. Ég man þegar ég stýrði KA á síðasta tímabili þá spiluðum við skelfilega á móti þeim í Mosfellsbænum en unnum samt, bara vegna þess að Afturelding gekk ekki á lagið. En núna virðist vera annar bragur á liðinu og ég er viss um að þessir efnilegu strákar gera það gott í vetur. Einn allra efnilegasti leikmaður landsins er í liði Aftureldingar, Ernir Hrafn Arnarson, og hann á eftir að skora mikið í vetur." Stjarnan-KA/Þór í DHL-deild kvenna "Ég hef mikla trú á stelpunum í KA/Þór. Þær eru efnilegar og munu bæta sig mikið í vetur. En ég held þó að Stjarnan sé með of sterkt lið fyrir þær að þessu sinni. Stjörnuliðið er sterkt og verður í toppbaráttunni í vetur."
Íslenski handboltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Sjá meira