Stór samsteypa eða rauttgræntrautt 20. september 2005 00:01 Eru kosningaúrslitin í Þýskalandi nokkuð annað en beiðni um vinstri stjórn? Vinstri flokkarnir þrír fá samanlagt um 52 prósent atkvæða. Hinir hefðbundnu samstarfsflokkar á hægri vængnum, CDU og FDP, eru hins vegar einungis með um 45 prósent. Er þá ekki eðlilegasta stjórnarmynstrið Rot-Grün-Rot? Er það ekki það sem Þjóðverjar eru að biðja um? Það er mikið talað um nauðsyn á umbótum í átt til meira markaðsfrelsis í Þýskalandi. Kosningaúrslitin stefna hins vegar í þveröfuga átt - þau er alls ekki hægt að túlka sem beiðni um meiri frjálshyggju. Þvert á móti. Flokkurinn sem vinnur stærstan sigur er sá sem talar í nafni gamaldags sósíalisma. --- --- --- Jafnaðarmenn sverja fyrir að þeir muni vinna með Die Linkspartie. Milli Gerhards Schröder og Oskars Lafontaine ríkir fullkomið hatur. Almennt virðist líka talið að Vinstri flokkurinn sé ekki húsum hæfur; frambjóðendur hans eru að sönnu undarlegt samansafn af fólki – allt frá kjánum eins og Antonie Brinkmann frá Bremen sem ritaði nafn sitt undir yfirlýsinguna "frelsum Milosevic" til manna eins og Lothar Bisky og Hermann Fink sem eru gamlir samstarfsmenn Stasi. Ekki minni maður en sjálft söngvaskáldið Wolf Biermann, sem valdi sér búsetu í Þýska alþýðulýðveldinu en var gerður brottrækur þaðan, segir að það sé "mannfjandsamlegt og óþolandi" að gamlir Stasimenn sem studdu harðstjórnina í Austur-Þýskalandi veljist til þingmennsku. --- --- --- Líklegasta niðurstaðan, þrautalendingin, hlýtur þó að teljast stór samsteypustjórn "grosse koalition", þótt enginn virðist í rauninni kæra sig um hana. Svona stjórn var við völd í Þýskalandi þegar ég var lítill drengur, með kanslarann Kurt Kiesinger og Willy Brandt sem utanríkisráðherra. Margir telja reyndar að það hafi verið ágæt ríkisstjórn; sjálfur Franz Josef Stauss var fjármálaráðherra og þótti takast vel að efla efnahagslífið sem hafði verið í nokkurri lægð. Austurpólitíkin sem var eignuð Brandt á líka rót sína að rekja til þessarar stjórnar. Þessi stjórn hafði hvorki meira né minna en 468 af 518 þingmönnum í Bundestag. Stjórnarandstaðan sem samanstóð af Frjálsum demókrötum var náttúrlega mjög veik, en á sama tíma magnaðist andstaðan gegn stjórninni utan þingsins – einkum í stúdentaóeirðum sem urðu mikil tíska í Þýskalandi árin 1967 og 1968. Á einhvern undarlegan hátt tókst stúdentunum að skynja fyrsta þýska lýðræðissamfélagið sem virkaði á tuttugustu öld sem fasistaríki andsnúið sér. Þeir vildu frekar Maó en Kiesinger, Brandt og Strauss. --- --- --- Hins vegar er útbreidd skoðun nú að gera þurfi of miklar málamiðlanir til að koma á "stórri samsteypu" – að niðurstaðan verði moðsuða sem leiði til áframhaldandi stöðnunar. Gerhard Schröder og Angela Merkel eru bæði veikluð eftir kosningarnar, þótt Schröder hafi sýnt furðulegt harðfylgi þegar hann náði að brjóta niður forskotið sem Merkel hafði í skoðanakönnunum. Tafl Schröders þar sem hann lætur lýsa yfir vantrausti á sjálfan sig en berst svo til að ná kjöri aftur er eitthvað það sérkennilegasta sem maður hefur séð í stjórnmálum. Satt að segja hefur maður á tifinningunni Merkel sé miklu ærlegri stjórnmálamaður en Schröder. Það yrði líka ánægjulegt að sjá þýskan kanslara sem er upprunninn í Austur-Þýskalandi. --- --- --- Eins og ég skrifaði um daginn er nokkuð í tísku þessa dagana að vera til vinstri. Stórir sósíaldemókrataflokkar þurfa að hafa meiri áhyggjur en oft áður af flokkum til vinstri við þá. Það er ljóst að Linkspartei hefur tekið mikið fylgi frá SPD – að líkindum komið í veg fyrir að flokkurinn leiði næstu ríkisstjórn. Sveifla til öfgaflokka og furðuleg kosningahegðun urðu þess valdandi að einn ágætasti stjórnmálamaður Frakklands í langa tíð, Lionel Jospin hrökklaðist frá völdum og hvarf úr pólitík. Í Noregi komst Verkamannaflokkurinn aftur til valda um daginn í bandalagi við Sósíalíska vinstri flokkinn. Eftir það hvatti Össur Skarphéðinsson til þess að Samfylkingin fylgdi fordæmi norsku kratanna og að Samfylkingin og Vinstri grænir lýsi "formlega sameiginlegum vilja til að mynda næstu ríkisstjórn". Mörgum kom þessi yfirlýsing Össurar nokkuð á óvart, þar á meðal vini hans Einari K. Guðfinnssyni sem á erfitt með að koma saman því sem hann nefnir "hægri sinnaða hugmyndafræði" Össurar og drauma um "rauðgræna ríkisstjórn". --- --- --- En verði mynduð stór samsteypustjórn í Þýskalandi gæti það líka verið fordæmi fyrir stjórnmálaflokkana hér. Margt bendir til þess að svo verði af Framsókn dregið á næstunni að flokkurinn verði óbrúklegur í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn þarf þá að finna sér nýjan samstarfsflokk. Ný forysta hans sem tekur við á næsta landsfundi virðist ætla að verða mjög "hófsöm" í skoðunum – hvorki Geir Haarde né Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir geta talist harðir hægri menn. Þorgerður Katrín gæti raunar eins verið í Samfylkingunni. Samfylkingin stefnir að því að komast í ríkisstjórn í næstu kosningum. Hvort vill hún fremur vinna með með Geir og Þorgerði í stórri samsteypu eða Steingrími og Ögmundi í rauðgrænu bandalagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Eru kosningaúrslitin í Þýskalandi nokkuð annað en beiðni um vinstri stjórn? Vinstri flokkarnir þrír fá samanlagt um 52 prósent atkvæða. Hinir hefðbundnu samstarfsflokkar á hægri vængnum, CDU og FDP, eru hins vegar einungis með um 45 prósent. Er þá ekki eðlilegasta stjórnarmynstrið Rot-Grün-Rot? Er það ekki það sem Þjóðverjar eru að biðja um? Það er mikið talað um nauðsyn á umbótum í átt til meira markaðsfrelsis í Þýskalandi. Kosningaúrslitin stefna hins vegar í þveröfuga átt - þau er alls ekki hægt að túlka sem beiðni um meiri frjálshyggju. Þvert á móti. Flokkurinn sem vinnur stærstan sigur er sá sem talar í nafni gamaldags sósíalisma. --- --- --- Jafnaðarmenn sverja fyrir að þeir muni vinna með Die Linkspartie. Milli Gerhards Schröder og Oskars Lafontaine ríkir fullkomið hatur. Almennt virðist líka talið að Vinstri flokkurinn sé ekki húsum hæfur; frambjóðendur hans eru að sönnu undarlegt samansafn af fólki – allt frá kjánum eins og Antonie Brinkmann frá Bremen sem ritaði nafn sitt undir yfirlýsinguna "frelsum Milosevic" til manna eins og Lothar Bisky og Hermann Fink sem eru gamlir samstarfsmenn Stasi. Ekki minni maður en sjálft söngvaskáldið Wolf Biermann, sem valdi sér búsetu í Þýska alþýðulýðveldinu en var gerður brottrækur þaðan, segir að það sé "mannfjandsamlegt og óþolandi" að gamlir Stasimenn sem studdu harðstjórnina í Austur-Þýskalandi veljist til þingmennsku. --- --- --- Líklegasta niðurstaðan, þrautalendingin, hlýtur þó að teljast stór samsteypustjórn "grosse koalition", þótt enginn virðist í rauninni kæra sig um hana. Svona stjórn var við völd í Þýskalandi þegar ég var lítill drengur, með kanslarann Kurt Kiesinger og Willy Brandt sem utanríkisráðherra. Margir telja reyndar að það hafi verið ágæt ríkisstjórn; sjálfur Franz Josef Stauss var fjármálaráðherra og þótti takast vel að efla efnahagslífið sem hafði verið í nokkurri lægð. Austurpólitíkin sem var eignuð Brandt á líka rót sína að rekja til þessarar stjórnar. Þessi stjórn hafði hvorki meira né minna en 468 af 518 þingmönnum í Bundestag. Stjórnarandstaðan sem samanstóð af Frjálsum demókrötum var náttúrlega mjög veik, en á sama tíma magnaðist andstaðan gegn stjórninni utan þingsins – einkum í stúdentaóeirðum sem urðu mikil tíska í Þýskalandi árin 1967 og 1968. Á einhvern undarlegan hátt tókst stúdentunum að skynja fyrsta þýska lýðræðissamfélagið sem virkaði á tuttugustu öld sem fasistaríki andsnúið sér. Þeir vildu frekar Maó en Kiesinger, Brandt og Strauss. --- --- --- Hins vegar er útbreidd skoðun nú að gera þurfi of miklar málamiðlanir til að koma á "stórri samsteypu" – að niðurstaðan verði moðsuða sem leiði til áframhaldandi stöðnunar. Gerhard Schröder og Angela Merkel eru bæði veikluð eftir kosningarnar, þótt Schröder hafi sýnt furðulegt harðfylgi þegar hann náði að brjóta niður forskotið sem Merkel hafði í skoðanakönnunum. Tafl Schröders þar sem hann lætur lýsa yfir vantrausti á sjálfan sig en berst svo til að ná kjöri aftur er eitthvað það sérkennilegasta sem maður hefur séð í stjórnmálum. Satt að segja hefur maður á tifinningunni Merkel sé miklu ærlegri stjórnmálamaður en Schröder. Það yrði líka ánægjulegt að sjá þýskan kanslara sem er upprunninn í Austur-Þýskalandi. --- --- --- Eins og ég skrifaði um daginn er nokkuð í tísku þessa dagana að vera til vinstri. Stórir sósíaldemókrataflokkar þurfa að hafa meiri áhyggjur en oft áður af flokkum til vinstri við þá. Það er ljóst að Linkspartei hefur tekið mikið fylgi frá SPD – að líkindum komið í veg fyrir að flokkurinn leiði næstu ríkisstjórn. Sveifla til öfgaflokka og furðuleg kosningahegðun urðu þess valdandi að einn ágætasti stjórnmálamaður Frakklands í langa tíð, Lionel Jospin hrökklaðist frá völdum og hvarf úr pólitík. Í Noregi komst Verkamannaflokkurinn aftur til valda um daginn í bandalagi við Sósíalíska vinstri flokkinn. Eftir það hvatti Össur Skarphéðinsson til þess að Samfylkingin fylgdi fordæmi norsku kratanna og að Samfylkingin og Vinstri grænir lýsi "formlega sameiginlegum vilja til að mynda næstu ríkisstjórn". Mörgum kom þessi yfirlýsing Össurar nokkuð á óvart, þar á meðal vini hans Einari K. Guðfinnssyni sem á erfitt með að koma saman því sem hann nefnir "hægri sinnaða hugmyndafræði" Össurar og drauma um "rauðgræna ríkisstjórn". --- --- --- En verði mynduð stór samsteypustjórn í Þýskalandi gæti það líka verið fordæmi fyrir stjórnmálaflokkana hér. Margt bendir til þess að svo verði af Framsókn dregið á næstunni að flokkurinn verði óbrúklegur í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn þarf þá að finna sér nýjan samstarfsflokk. Ný forysta hans sem tekur við á næsta landsfundi virðist ætla að verða mjög "hófsöm" í skoðunum – hvorki Geir Haarde né Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir geta talist harðir hægri menn. Þorgerður Katrín gæti raunar eins verið í Samfylkingunni. Samfylkingin stefnir að því að komast í ríkisstjórn í næstu kosningum. Hvort vill hún fremur vinna með með Geir og Þorgerði í stórri samsteypu eða Steingrími og Ögmundi í rauðgrænu bandalagi?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun