Fram með besta þjálfarann 20. september 2005 00:01 "Ég tel að það verði fjögur eða fimm lið í baráttunni um titilinn í vetur; Haukar, KA, Valur, HK og Stjarnan," sagði Ágúst Jóhansson, þjálfari kvennaliðs Vals, aðspurður um hvaða lið muni keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. "Leikur Vals og HK verður spennandi. Þetta eru tvö vel mönnuð lið sem spila þó ólíkan bolta. Valsmenn keyra meira á hraðaupphlaup og ég hallast að sigri þeirra."Á morgun er svo bæjarslagur Þórs og KA. Ágúst telur KA-menn munu hafa betur í þeim átökum. "Þetta verður hörkuleikur eins og alltaf en Þórsarar hafa misst mikinn mannskap og því held ég að KA vinni þennan leik." Fylkir mætir Víkingi/Fjölni á morgun. "Fylkir vinnur þennan leik. Ég tel að Fylkismenn geti farið í báðar áttir í vetur, þetta gæti gengið upp en svo gæti þetta klikkað. Þeir verðar sterkir varnarlega í vetur og vinna Víking/Fjölni sem hefur misst gríðarlega mikið og ég ætla að Fylkir vinni nokkuð auðveldan sigur."Ágúst spáir óvæntum tíðindum í Safamýrinni á morgun þegar Fram tekur á móti Haukum. "Ég held að Fram vinni Hauka . Fram er tvímælalaust með besta þjálfara deildarinnar í Guðmundi Guðmundssyni og ég held að hann nái að sjóða saman gott lið þrátt fyrir að hafa misst marga leikmenn fyrir tímabilið. Haukarnir verða í toppbaráttunni sem fyrr. Þeir eru með gott lið, hörku heimavöll og með mikla hefð. Einfaldlega gott félag." "ÍR vinnur ÍBV þótt leikið sé úti í Eyjum. ÍR gæti orðið það lið í vetur sem kemur mest á óvart. Þeir eru með mikið af ungum og efnilegum strákum og einfaldlega með mjög frískt lið. Nú eru strákar komnir með hlutverk í liðinu sem hingað til hafa verið aukaleikarar. ÍBV virðist vera í basli með að ná liðinu almennilega saman. Það hefur ekki gengið vel á undirbúningstímabilinu og ég set spurningarmerki við þessa útlendinga sem Eyjamenn fengu til liðsins. Ég sá þá leika í Reykjavíkurmótinu og þeir voru ekki sannfærandi." FH tekur á móti Aftureldingu í Kaplakrika á morgun og spáir Ágúst Mosfellingum þar sigri. "Afturelding hefur svolítið gleymst í umræðunni fyrir mótið. Það er gott lið, strákar sem eru búnir að vera efnilegir og nú er kominn tími til að menn stígi upp og verði góðir. Þeir fengu Guðmund Hrafnkelsson í markið og Hauk Sigurvinsson á miðjuna og þeir eiga eftir að styrkja liðið helling. Ég hallast að því að FH-ingar gætu lent í vandræðum í vetur. Liðið hefur misst leikmenn sem hafa spilað stórt hlutverk hjá þeim á undanförnum árum."Fréttablaðið fékk Ágúst Jóhannsson, þjálfara kvennaliðs Vals, til að spá fyrir um úrslit í 1. umferð DHL-deildar karla sem hefst í kvöld. Ágúst spáir óvæntum úrslitum í leik Framara og Hauka. Íslenski handboltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sjá meira
"Ég tel að það verði fjögur eða fimm lið í baráttunni um titilinn í vetur; Haukar, KA, Valur, HK og Stjarnan," sagði Ágúst Jóhansson, þjálfari kvennaliðs Vals, aðspurður um hvaða lið muni keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. "Leikur Vals og HK verður spennandi. Þetta eru tvö vel mönnuð lið sem spila þó ólíkan bolta. Valsmenn keyra meira á hraðaupphlaup og ég hallast að sigri þeirra."Á morgun er svo bæjarslagur Þórs og KA. Ágúst telur KA-menn munu hafa betur í þeim átökum. "Þetta verður hörkuleikur eins og alltaf en Þórsarar hafa misst mikinn mannskap og því held ég að KA vinni þennan leik." Fylkir mætir Víkingi/Fjölni á morgun. "Fylkir vinnur þennan leik. Ég tel að Fylkismenn geti farið í báðar áttir í vetur, þetta gæti gengið upp en svo gæti þetta klikkað. Þeir verðar sterkir varnarlega í vetur og vinna Víking/Fjölni sem hefur misst gríðarlega mikið og ég ætla að Fylkir vinni nokkuð auðveldan sigur."Ágúst spáir óvæntum tíðindum í Safamýrinni á morgun þegar Fram tekur á móti Haukum. "Ég held að Fram vinni Hauka . Fram er tvímælalaust með besta þjálfara deildarinnar í Guðmundi Guðmundssyni og ég held að hann nái að sjóða saman gott lið þrátt fyrir að hafa misst marga leikmenn fyrir tímabilið. Haukarnir verða í toppbaráttunni sem fyrr. Þeir eru með gott lið, hörku heimavöll og með mikla hefð. Einfaldlega gott félag." "ÍR vinnur ÍBV þótt leikið sé úti í Eyjum. ÍR gæti orðið það lið í vetur sem kemur mest á óvart. Þeir eru með mikið af ungum og efnilegum strákum og einfaldlega með mjög frískt lið. Nú eru strákar komnir með hlutverk í liðinu sem hingað til hafa verið aukaleikarar. ÍBV virðist vera í basli með að ná liðinu almennilega saman. Það hefur ekki gengið vel á undirbúningstímabilinu og ég set spurningarmerki við þessa útlendinga sem Eyjamenn fengu til liðsins. Ég sá þá leika í Reykjavíkurmótinu og þeir voru ekki sannfærandi." FH tekur á móti Aftureldingu í Kaplakrika á morgun og spáir Ágúst Mosfellingum þar sigri. "Afturelding hefur svolítið gleymst í umræðunni fyrir mótið. Það er gott lið, strákar sem eru búnir að vera efnilegir og nú er kominn tími til að menn stígi upp og verði góðir. Þeir fengu Guðmund Hrafnkelsson í markið og Hauk Sigurvinsson á miðjuna og þeir eiga eftir að styrkja liðið helling. Ég hallast að því að FH-ingar gætu lent í vandræðum í vetur. Liðið hefur misst leikmenn sem hafa spilað stórt hlutverk hjá þeim á undanförnum árum."Fréttablaðið fékk Ágúst Jóhannsson, þjálfara kvennaliðs Vals, til að spá fyrir um úrslit í 1. umferð DHL-deildar karla sem hefst í kvöld. Ágúst spáir óvæntum úrslitum í leik Framara og Hauka.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sjá meira