Hvetja til að hafna sameiningu 10. september 2005 00:01 Samtök sem ætla að hvetja landsmenn til að hafna sameiningu sveitarfélaga í kosningum í næsta mánuði eru að verða til í Svarfaðardal. Bitur reynsla heimamanna af sameiningu norðanlands veldur því að forsvarsmenn sjá ástæðu til að vara aðra landsmenn við. Undirbúningsfundur að stofnun félagsins verður haldinn á morgun í félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal. Hvatamenn að stofnun félagsins eru íbúar í Svarfaðardal sem sætta sig ekki við ákvörðun Dalvíkurbyggðar um að leggja af skólahald í Húsabakkaskóla. Eftir að Svarfaðardalshreppur var sameinaður Dalvík lentu sjónarmið íbúanna í dalnum í minnihluta en meirihlutinn ákvað að börnum í dalnum skyldi í staðinn ekið í skólann á Dalvík. Íbúar Svarfaðardals hafa án árangurs barist fyrir því að fá þeirri ákvörðun hrundið en síðan snúið baráttu sinni upp í það að fá sitt gamla sveitarfélag til baka með því að slíta sameiningunni við Dalvík, sömuleiðis án árangurs. Þorkell Jóhannsson, einn af hvatamönnum að stofnun félagsins sem ætlar að vara landsmenn við sameiningu sveitarfélaga, segir að enn sé verið að „spinna“ félagið. Það muni svo beita sér gegn því sameiningarferli sem nú sé í gangi og lýkur með kosningum 8. október næstkomandi. Svarfdælingar ætla að segja væntanlegum kjósendum frá biturri reynslu sinni með von um að það verði víti til varnaðar og að sveitarfélög búi svo um hnútana, ef af sameingu verður, að þau hafi mögulega útgönguleið aftur. Og þessu tengt. Bæjarstjórn Garðs hefur samþykkt ályktun þar sem íbúar eru varaðir við því að fallast á sameiningu við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Segir að með sameiningu í stóra einingu sé mun líklegra að erfiðara verði fyrir íbúa Garðs að hafa áhrif á ákvörðunartöku og telur bæjarstjórnin að hagsmunir íbúa Garðs verði best tryggðir með því að Garður verði áfram rekinn sem sjálfstætt sveitarfélag. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Samtök sem ætla að hvetja landsmenn til að hafna sameiningu sveitarfélaga í kosningum í næsta mánuði eru að verða til í Svarfaðardal. Bitur reynsla heimamanna af sameiningu norðanlands veldur því að forsvarsmenn sjá ástæðu til að vara aðra landsmenn við. Undirbúningsfundur að stofnun félagsins verður haldinn á morgun í félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal. Hvatamenn að stofnun félagsins eru íbúar í Svarfaðardal sem sætta sig ekki við ákvörðun Dalvíkurbyggðar um að leggja af skólahald í Húsabakkaskóla. Eftir að Svarfaðardalshreppur var sameinaður Dalvík lentu sjónarmið íbúanna í dalnum í minnihluta en meirihlutinn ákvað að börnum í dalnum skyldi í staðinn ekið í skólann á Dalvík. Íbúar Svarfaðardals hafa án árangurs barist fyrir því að fá þeirri ákvörðun hrundið en síðan snúið baráttu sinni upp í það að fá sitt gamla sveitarfélag til baka með því að slíta sameiningunni við Dalvík, sömuleiðis án árangurs. Þorkell Jóhannsson, einn af hvatamönnum að stofnun félagsins sem ætlar að vara landsmenn við sameiningu sveitarfélaga, segir að enn sé verið að „spinna“ félagið. Það muni svo beita sér gegn því sameiningarferli sem nú sé í gangi og lýkur með kosningum 8. október næstkomandi. Svarfdælingar ætla að segja væntanlegum kjósendum frá biturri reynslu sinni með von um að það verði víti til varnaðar og að sveitarfélög búi svo um hnútana, ef af sameingu verður, að þau hafi mögulega útgönguleið aftur. Og þessu tengt. Bæjarstjórn Garðs hefur samþykkt ályktun þar sem íbúar eru varaðir við því að fallast á sameiningu við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Segir að með sameiningu í stóra einingu sé mun líklegra að erfiðara verði fyrir íbúa Garðs að hafa áhrif á ákvörðunartöku og telur bæjarstjórnin að hagsmunir íbúa Garðs verði best tryggðir með því að Garður verði áfram rekinn sem sjálfstætt sveitarfélag.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira