Hvetja til að hafna sameiningu 10. september 2005 00:01 Samtök sem ætla að hvetja landsmenn til að hafna sameiningu sveitarfélaga í kosningum í næsta mánuði eru að verða til í Svarfaðardal. Bitur reynsla heimamanna af sameiningu norðanlands veldur því að forsvarsmenn sjá ástæðu til að vara aðra landsmenn við. Undirbúningsfundur að stofnun félagsins verður haldinn á morgun í félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal. Hvatamenn að stofnun félagsins eru íbúar í Svarfaðardal sem sætta sig ekki við ákvörðun Dalvíkurbyggðar um að leggja af skólahald í Húsabakkaskóla. Eftir að Svarfaðardalshreppur var sameinaður Dalvík lentu sjónarmið íbúanna í dalnum í minnihluta en meirihlutinn ákvað að börnum í dalnum skyldi í staðinn ekið í skólann á Dalvík. Íbúar Svarfaðardals hafa án árangurs barist fyrir því að fá þeirri ákvörðun hrundið en síðan snúið baráttu sinni upp í það að fá sitt gamla sveitarfélag til baka með því að slíta sameiningunni við Dalvík, sömuleiðis án árangurs. Þorkell Jóhannsson, einn af hvatamönnum að stofnun félagsins sem ætlar að vara landsmenn við sameiningu sveitarfélaga, segir að enn sé verið að „spinna“ félagið. Það muni svo beita sér gegn því sameiningarferli sem nú sé í gangi og lýkur með kosningum 8. október næstkomandi. Svarfdælingar ætla að segja væntanlegum kjósendum frá biturri reynslu sinni með von um að það verði víti til varnaðar og að sveitarfélög búi svo um hnútana, ef af sameingu verður, að þau hafi mögulega útgönguleið aftur. Og þessu tengt. Bæjarstjórn Garðs hefur samþykkt ályktun þar sem íbúar eru varaðir við því að fallast á sameiningu við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Segir að með sameiningu í stóra einingu sé mun líklegra að erfiðara verði fyrir íbúa Garðs að hafa áhrif á ákvörðunartöku og telur bæjarstjórnin að hagsmunir íbúa Garðs verði best tryggðir með því að Garður verði áfram rekinn sem sjálfstætt sveitarfélag. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Samtök sem ætla að hvetja landsmenn til að hafna sameiningu sveitarfélaga í kosningum í næsta mánuði eru að verða til í Svarfaðardal. Bitur reynsla heimamanna af sameiningu norðanlands veldur því að forsvarsmenn sjá ástæðu til að vara aðra landsmenn við. Undirbúningsfundur að stofnun félagsins verður haldinn á morgun í félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal. Hvatamenn að stofnun félagsins eru íbúar í Svarfaðardal sem sætta sig ekki við ákvörðun Dalvíkurbyggðar um að leggja af skólahald í Húsabakkaskóla. Eftir að Svarfaðardalshreppur var sameinaður Dalvík lentu sjónarmið íbúanna í dalnum í minnihluta en meirihlutinn ákvað að börnum í dalnum skyldi í staðinn ekið í skólann á Dalvík. Íbúar Svarfaðardals hafa án árangurs barist fyrir því að fá þeirri ákvörðun hrundið en síðan snúið baráttu sinni upp í það að fá sitt gamla sveitarfélag til baka með því að slíta sameiningunni við Dalvík, sömuleiðis án árangurs. Þorkell Jóhannsson, einn af hvatamönnum að stofnun félagsins sem ætlar að vara landsmenn við sameiningu sveitarfélaga, segir að enn sé verið að „spinna“ félagið. Það muni svo beita sér gegn því sameiningarferli sem nú sé í gangi og lýkur með kosningum 8. október næstkomandi. Svarfdælingar ætla að segja væntanlegum kjósendum frá biturri reynslu sinni með von um að það verði víti til varnaðar og að sveitarfélög búi svo um hnútana, ef af sameingu verður, að þau hafi mögulega útgönguleið aftur. Og þessu tengt. Bæjarstjórn Garðs hefur samþykkt ályktun þar sem íbúar eru varaðir við því að fallast á sameiningu við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Segir að með sameiningu í stóra einingu sé mun líklegra að erfiðara verði fyrir íbúa Garðs að hafa áhrif á ákvörðunartöku og telur bæjarstjórnin að hagsmunir íbúa Garðs verði best tryggðir með því að Garður verði áfram rekinn sem sjálfstætt sveitarfélag.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira