Einkarekinn spítali innan 5 ára 9. september 2005 00:01 Einkarekinn spítali í einhverri mynd verður settur á stofn hér á landi innan næstu fimm ára, segir Sigurbjörn Sveinsson formaður Læknafélags Íslands. Einfaldasta skilgreining á hugtakinu spítali er þegar læknir ber ábyrgð á sjúklingi yfir nótt. "Það voru nokkrir einstaklingar sem voru komnir nokkuð langt með hugmyndir að einkareknum spítala fyrir fáeinum árum, en bökkuðu svo," segir Sigurbjörn. "Þessar hugmyndir mættu töluverðri andspyrnu og þetta fólk varð fyrir töluverðri aðsókn út af þessu á sínum vinnustöðum. Það varð því ekki frekar úr aðgerðum." Sigurbjörn bendir á að heilbrigðisráðherra geti ráðið örlögum starfsemi af þessu tagi með pólitískum sjónarmiðum, þó svo að ekki sé gert ráð fyrir almannafé í stofnun né rekstri hennar. Starfræksla einkarekins spítala sé háð leyfiveitingu ráðherrans þannig að hann geti leyft hana né hafnað á grundvelli eigin skoðana á þörfinni fyrir hana. "Það er mín skoðun að staðan snerti atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar eins og hún er núna," segir Sigurbjörn. "En það er verið að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu og vonandi verða þau sjónarmið ofan á að menn geti sett á fót svona starfsemi ef markaðurinn óskar eftir því, án íhlutunar hins pólitíska valds. Með öðrum orðum, að fagleg sjónarmið séu uppfyllt, en að öðru leyti sé ekki hægt að stoppa fólk í að nota menntun sína og þau leyfi sem það hefur sjálft til þess að stunda ákveðna starfsemi." Sigurbjörn undirstrikar að starf við heilbrigðisþjónustu sé atvinna eins og hvað annað en ekki líknarstarfsemi eða lítilmagnahjálp. Heilbrigðisþjónustan sé mjög stór hluti af atvinnustarfsemi í landinu. "Það leikur enginn vafi á að það verður frekari þróun í kringum einkarekstur læknastarfsemi eins og við sjáum þegar á umfangi hennar í Orkuhúsinu og Læknasetrinu svo dæmi séu nefnd," segir hann. "Þjóðfélagið stefnir í þessa átt og heilbrigðisþjónustan er þar ekki undanþegin." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Einkarekinn spítali í einhverri mynd verður settur á stofn hér á landi innan næstu fimm ára, segir Sigurbjörn Sveinsson formaður Læknafélags Íslands. Einfaldasta skilgreining á hugtakinu spítali er þegar læknir ber ábyrgð á sjúklingi yfir nótt. "Það voru nokkrir einstaklingar sem voru komnir nokkuð langt með hugmyndir að einkareknum spítala fyrir fáeinum árum, en bökkuðu svo," segir Sigurbjörn. "Þessar hugmyndir mættu töluverðri andspyrnu og þetta fólk varð fyrir töluverðri aðsókn út af þessu á sínum vinnustöðum. Það varð því ekki frekar úr aðgerðum." Sigurbjörn bendir á að heilbrigðisráðherra geti ráðið örlögum starfsemi af þessu tagi með pólitískum sjónarmiðum, þó svo að ekki sé gert ráð fyrir almannafé í stofnun né rekstri hennar. Starfræksla einkarekins spítala sé háð leyfiveitingu ráðherrans þannig að hann geti leyft hana né hafnað á grundvelli eigin skoðana á þörfinni fyrir hana. "Það er mín skoðun að staðan snerti atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar eins og hún er núna," segir Sigurbjörn. "En það er verið að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu og vonandi verða þau sjónarmið ofan á að menn geti sett á fót svona starfsemi ef markaðurinn óskar eftir því, án íhlutunar hins pólitíska valds. Með öðrum orðum, að fagleg sjónarmið séu uppfyllt, en að öðru leyti sé ekki hægt að stoppa fólk í að nota menntun sína og þau leyfi sem það hefur sjálft til þess að stunda ákveðna starfsemi." Sigurbjörn undirstrikar að starf við heilbrigðisþjónustu sé atvinna eins og hvað annað en ekki líknarstarfsemi eða lítilmagnahjálp. Heilbrigðisþjónustan sé mjög stór hluti af atvinnustarfsemi í landinu. "Það leikur enginn vafi á að það verður frekari þróun í kringum einkarekstur læknastarfsemi eins og við sjáum þegar á umfangi hennar í Orkuhúsinu og Læknasetrinu svo dæmi séu nefnd," segir hann. "Þjóðfélagið stefnir í þessa átt og heilbrigðisþjónustan er þar ekki undanþegin."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira