Skjálfti 3 2005 6. september 2005 00:01 Seinustu helgi, 2-4 september var haldinn Skjálfti 3 leikjamót Símans og Opinna kerfa í íþróttahúsinu við Digranesskóla í Kópavogi. Ákveðið var að senda útsendara GEIM á vettvang á sunnudeginum sem og seinasta keppnisdegi til að athuga með eftirskjálfta mótsins. Kyrrð var komin yfir salinn þegar blaðamaður mætti en enn átti eftir að spila uppá úrslit í Counter Strike riðli mótsins. Var stemmning almennt góð, þreytulegir en einbeittir keppendur sátu við tölvur sínar og biðu átekta meðan aðrir keppendur á mótinu sem höfðu dottið úr leik áður sátu sem fastast og nutu góðs af háhraða ljósleiðara tengingu Skjálfta. Það kenndi ýmissa grasa á skjáum þeirra sem eftir voru, ýmist voru menn að æfa sig eða skoða ýmislegt annað sem kemst ekki framhjá ritskoðun visir.is en engu að síður fræðandi efni. Geim.is spjallaði við Eyjólf Garðarsson, einn af aðstandendum skjálfta sem blaðamaður spurði spjörunum úr um mótið. Aðsókn á mótið var undir væntingum en annars hafði allt gengið vel samkvæmt Eyjólfi, keppendur til mikils sóma og almennt mjög góð stemmning. Ýmsar vangaveltur voru um skortinn á keppendum, til að mynda kenningar um þann aðlögunartíma sem enn hrjáir CS -Samfélagið varðandi muninn á CS 1.6 og hinu nýja Source sem fylgdi Half-Life 2 sem og öðrum pælingum. Við skyggndumst einnig á bakvið tjöldin og virtum fyrir okkur hið mikla batterí sem keyrir skjálfta áfram sem er að sjálfsögðu er hin "ógnvæginlega" ljósleiðara tenging og tilheyrandi græjur, 60 Gb tengingar og ýmislegt tæknimál sem sló undirritaðan alveg í kaf. Meðal aldur mótsins í þetta skiptið var svipað og undanfarna skjálfta sem miðaðist við 14-18 ára meðal aldur sem rokkaði samt niður í 11 ára og langt uppúr. Samkvæmt venjum Skjálfta samfélagsins var að sjálfsögðu ótæpilegt magn af gosdrykkjum og pizzum neytt yfir helgina og bros á hverju andliti. GEIM var tjáð að í nóvember næstkomandi muni stærra og tilkomumeira mót verða haldið í Kópavoginum og munum við á GEIM að sjálfsögðu fylgjast vel með því sem og þróun mála. Þegar þetta var skrifað voru Skjálftamenn ekki búnir að láta upp niðurstöður mótsins á síðu þeirra en GEIM mun birta úrslitin um leið og þau berast. slappað af milli keppna©Valgarður GíslasonÁhorfendur fylgdust vel með©Valgarður GíslasonSumir létu ekki símann trufla tölvuleikina©Valgarður GíslasonNokkrir að skrimma©Valgarður Gíslasonmikið var um tóma pizzakassa og gosflöskur©Valgarður GíslasonSumir voru þreyttir eftir harða baráttu©Valgarður GíslasonSannir Íslendingar©Valgarður GíslasonLitadýrð í myrkvuðu íþróttarhúsinu©Valgarður Gíslason Baddi Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið
Seinustu helgi, 2-4 september var haldinn Skjálfti 3 leikjamót Símans og Opinna kerfa í íþróttahúsinu við Digranesskóla í Kópavogi. Ákveðið var að senda útsendara GEIM á vettvang á sunnudeginum sem og seinasta keppnisdegi til að athuga með eftirskjálfta mótsins. Kyrrð var komin yfir salinn þegar blaðamaður mætti en enn átti eftir að spila uppá úrslit í Counter Strike riðli mótsins. Var stemmning almennt góð, þreytulegir en einbeittir keppendur sátu við tölvur sínar og biðu átekta meðan aðrir keppendur á mótinu sem höfðu dottið úr leik áður sátu sem fastast og nutu góðs af háhraða ljósleiðara tengingu Skjálfta. Það kenndi ýmissa grasa á skjáum þeirra sem eftir voru, ýmist voru menn að æfa sig eða skoða ýmislegt annað sem kemst ekki framhjá ritskoðun visir.is en engu að síður fræðandi efni. Geim.is spjallaði við Eyjólf Garðarsson, einn af aðstandendum skjálfta sem blaðamaður spurði spjörunum úr um mótið. Aðsókn á mótið var undir væntingum en annars hafði allt gengið vel samkvæmt Eyjólfi, keppendur til mikils sóma og almennt mjög góð stemmning. Ýmsar vangaveltur voru um skortinn á keppendum, til að mynda kenningar um þann aðlögunartíma sem enn hrjáir CS -Samfélagið varðandi muninn á CS 1.6 og hinu nýja Source sem fylgdi Half-Life 2 sem og öðrum pælingum. Við skyggndumst einnig á bakvið tjöldin og virtum fyrir okkur hið mikla batterí sem keyrir skjálfta áfram sem er að sjálfsögðu er hin "ógnvæginlega" ljósleiðara tenging og tilheyrandi græjur, 60 Gb tengingar og ýmislegt tæknimál sem sló undirritaðan alveg í kaf. Meðal aldur mótsins í þetta skiptið var svipað og undanfarna skjálfta sem miðaðist við 14-18 ára meðal aldur sem rokkaði samt niður í 11 ára og langt uppúr. Samkvæmt venjum Skjálfta samfélagsins var að sjálfsögðu ótæpilegt magn af gosdrykkjum og pizzum neytt yfir helgina og bros á hverju andliti. GEIM var tjáð að í nóvember næstkomandi muni stærra og tilkomumeira mót verða haldið í Kópavoginum og munum við á GEIM að sjálfsögðu fylgjast vel með því sem og þróun mála. Þegar þetta var skrifað voru Skjálftamenn ekki búnir að láta upp niðurstöður mótsins á síðu þeirra en GEIM mun birta úrslitin um leið og þau berast. slappað af milli keppna©Valgarður GíslasonÁhorfendur fylgdust vel með©Valgarður GíslasonSumir létu ekki símann trufla tölvuleikina©Valgarður GíslasonNokkrir að skrimma©Valgarður Gíslasonmikið var um tóma pizzakassa og gosflöskur©Valgarður GíslasonSumir voru þreyttir eftir harða baráttu©Valgarður GíslasonSannir Íslendingar©Valgarður GíslasonLitadýrð í myrkvuðu íþróttarhúsinu©Valgarður Gíslason
Baddi Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið