Lilja fær að ættleiða barn 5. september 2005 00:01 Lilja Sæmundsdóttir sem barist hefur fyrir því fyrir dómstólum að fá að ættleiða barn frá Kína hefur unnið sigur. Hún hefur fengið erindi þess efnis frá dómsmálaráðuneytinu að það hafi veitt henni forsamþykki til að ættleiða barn frá Kína. "Ég er sérstaklega ánægð með að réttlætið skyldi ná fram að ganga, þannig að jafnt gangi yfir alla" sagði Lilja við Fréttablaðið í gær. "Þess vegna ákvað ég að fara með þetta alla leið. Svo er ég afar glöð yfir þessum málalokum, en það er hlutur sem ég tekst á við í rólegheitum eins og ég á að gera," bætti hún við og undirstrikaði að þar sem málið væri nú komið af opinberum vettvangi myndi hún ekki tjá sig frekar um það. Lilja sótti um forsamþykki til ættleiðingar til dómsmálaráðuneytis. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti eindregið með því að forsamþykki til ættleiðingarinnar yrði veitt. Þá leitaði ráðuneytið til ættleiðingarnefndar með vísan til þess að þyngd umsækjanda væri yfir kjörþyngd. Nefndin mælti ekki með leyfi til ættleiðingar þrátt fyrir að fyrirliggjandi væru ítarleg læknisvottorð um heilbrigði Lilju. Ráðuneytið synjaði ættleiðingarumsókninni. Lilja höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann felldi í dómsniðurstöðu sinni synjunarúrskurð dómsmálaráðuneytisins úr gildi. Hins vegar vísaði dómurinn frá viðurkenningarkröfu Lilju um að hún uppfyllti skilyrði til forsamþykkis, þar sem það væri í verkahring stjórnvalda en ekki dómstóla að kveða á um slíkt. Lögmaður Lilju, Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. kærði síðarnefnda atriðið til Hæstaréttar. Jafnframt fór Ragnar Aðalsteinsson hrl. fram á endurupptöku umsóknar Lilju ráðuneytinu. Nú fékk hún samþykki. Kæran til Hæstaréttar er þar með niður fallin. "Ég hlýt að fagna því að ráðuneytið skuli hafa ákveðið að viðhafa réttar aðferðir til að komast að niðurstöðu," sagði Sigríður Rut, lögmaður Lilju. "Með því er að sjálfsögðu ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að veita forsamþykki. Hér eftir geri ég ráð fyrir að ráðuneytið muni fara að lögum þegar það er að taka afstöðu til umsókna um ættleiðingar, en ómálefnaleg sjónarmið verði ekki látin ráða för." Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Lilja Sæmundsdóttir sem barist hefur fyrir því fyrir dómstólum að fá að ættleiða barn frá Kína hefur unnið sigur. Hún hefur fengið erindi þess efnis frá dómsmálaráðuneytinu að það hafi veitt henni forsamþykki til að ættleiða barn frá Kína. "Ég er sérstaklega ánægð með að réttlætið skyldi ná fram að ganga, þannig að jafnt gangi yfir alla" sagði Lilja við Fréttablaðið í gær. "Þess vegna ákvað ég að fara með þetta alla leið. Svo er ég afar glöð yfir þessum málalokum, en það er hlutur sem ég tekst á við í rólegheitum eins og ég á að gera," bætti hún við og undirstrikaði að þar sem málið væri nú komið af opinberum vettvangi myndi hún ekki tjá sig frekar um það. Lilja sótti um forsamþykki til ættleiðingar til dómsmálaráðuneytis. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti eindregið með því að forsamþykki til ættleiðingarinnar yrði veitt. Þá leitaði ráðuneytið til ættleiðingarnefndar með vísan til þess að þyngd umsækjanda væri yfir kjörþyngd. Nefndin mælti ekki með leyfi til ættleiðingar þrátt fyrir að fyrirliggjandi væru ítarleg læknisvottorð um heilbrigði Lilju. Ráðuneytið synjaði ættleiðingarumsókninni. Lilja höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann felldi í dómsniðurstöðu sinni synjunarúrskurð dómsmálaráðuneytisins úr gildi. Hins vegar vísaði dómurinn frá viðurkenningarkröfu Lilju um að hún uppfyllti skilyrði til forsamþykkis, þar sem það væri í verkahring stjórnvalda en ekki dómstóla að kveða á um slíkt. Lögmaður Lilju, Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. kærði síðarnefnda atriðið til Hæstaréttar. Jafnframt fór Ragnar Aðalsteinsson hrl. fram á endurupptöku umsóknar Lilju ráðuneytinu. Nú fékk hún samþykki. Kæran til Hæstaréttar er þar með niður fallin. "Ég hlýt að fagna því að ráðuneytið skuli hafa ákveðið að viðhafa réttar aðferðir til að komast að niðurstöðu," sagði Sigríður Rut, lögmaður Lilju. "Með því er að sjálfsögðu ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að veita forsamþykki. Hér eftir geri ég ráð fyrir að ráðuneytið muni fara að lögum þegar það er að taka afstöðu til umsókna um ættleiðingar, en ómálefnaleg sjónarmið verði ekki látin ráða för."
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira