Nýtt samskiptatæki fyrir farsíma 5. september 2005 00:01 Og Vodafone og Research in Motion (RIM) hafa ákveðið að bjóða farsímanotendum Og Vodafone á Íslandi samskiptatækið BlackBerry frá Vodafone. Og Vodafone, sem er samstarfsaðili Vodafone Group Plc., hefur einkarétt á Blackberry Vodafone vörumerkinu hér á landi og mun bjóða viðskiptavinum sínum BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v. BlackBerry er fremsta þráðlausa lausnin á markaðnum og miðar að því að tryggja aðgang að upplýsingum á skilvirkan og þægilegan hátt. Og Vodafone getur með BlackBerry viðskiptalausn sinni (BlackBerry Enterprise Solution) boðið viðskiptavinum aðgang að tölvupósti (þ.m.t. viðhengjum) sem er öruggur, stöðugur, þráðlaus og byggir á snertilausn. Þá getur tækið samþætt þjónustu fyrir síma, vafra, dagbók og aðrar upplýsingar. „Samningur okkar við RIM færir þessa heimsþekktu samskiptalausn til viðskiptavina Og Vodafone,” segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. „BlackBerry tæknin frá Vodafone hefur þótt heppnast óhemju vel þar sem henni hefur verið hleypt af stokkunum og bæði fyrirtækin hlakka til að bjóða þessa lausn á Íslandi.” Mark Guilbert, varaformaður, markaðsdeildar Research in Motion segir að BlackBerry sé þrautreynd og eftirsótt lausn sem bjóði upp á þá allra bestu upplifun sem völ sé á fyrir notendur sem vilja hafa aðgang að talþjónustu, tölvupósti og upplýsingaþjónustu um eitt þráðlaust tæki. „Okkur er mikil ánægja að því að auka samstarf okkar við Vodafone og færa þessa alþjóðlegu og árangursríku lausn til viðskiptavina Og Vodafone á Íslandi,” segir Guilbert. BlackBerry Enterprise Server hugbúnaðurinn fléttar saman Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og Novell GroupWise og vinnur með þeim kerfum fyrirtækja sem fyrir eru. Slíkt tryggir öruggan, þráðlausan aðgang að tölvupósti og öðrum gögnum fyrirtækisins um einn snertiflöt. Hvað viðkemur einstaklingum og minni fyrirtækjum þá veitir BlackBerry Internet Service notendum aðgang að allt að 10 áskriftum að tölvupósti (fyrir fyrirtæki og/eða einstaklinga) með fullri þjónustu (þ.m.t. Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og margar vinsælar netþjónustur). BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v, sem RIM hefur þróað, eru bæði „quad band“ farsímatæki (850, 900, 1800 og 1900 MHz sem samræma allar helstu GSM tíðnir og net) og veita þráðlaust aðgengi að tölvupósti, síma, dagbók, internet vafra, SMS skilaboðum og öðrum upplýsingum sem tengjast fyrirtækinu. Bæði tækin byggja á þráðlausri blátannartækni (Bluetooth) með heyrnartólum eða bílaútbúnaði. BlackBerry 7290 notar QWERTY lyklaborð en BlackBerry 7100v byggir á SureType lyklaborði sem sameinar á áhrifaríkan hátt talnaborð og QWERTY lyklaborð svo það hæfi hefðbundinni hönnun á farsímum. Í báðum tækjunum er lögð áhersla á einfaldleika svo öll notkun sé auðveld og notendavæn. Innlent Tækni Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Sjá meira
Og Vodafone og Research in Motion (RIM) hafa ákveðið að bjóða farsímanotendum Og Vodafone á Íslandi samskiptatækið BlackBerry frá Vodafone. Og Vodafone, sem er samstarfsaðili Vodafone Group Plc., hefur einkarétt á Blackberry Vodafone vörumerkinu hér á landi og mun bjóða viðskiptavinum sínum BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v. BlackBerry er fremsta þráðlausa lausnin á markaðnum og miðar að því að tryggja aðgang að upplýsingum á skilvirkan og þægilegan hátt. Og Vodafone getur með BlackBerry viðskiptalausn sinni (BlackBerry Enterprise Solution) boðið viðskiptavinum aðgang að tölvupósti (þ.m.t. viðhengjum) sem er öruggur, stöðugur, þráðlaus og byggir á snertilausn. Þá getur tækið samþætt þjónustu fyrir síma, vafra, dagbók og aðrar upplýsingar. „Samningur okkar við RIM færir þessa heimsþekktu samskiptalausn til viðskiptavina Og Vodafone,” segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. „BlackBerry tæknin frá Vodafone hefur þótt heppnast óhemju vel þar sem henni hefur verið hleypt af stokkunum og bæði fyrirtækin hlakka til að bjóða þessa lausn á Íslandi.” Mark Guilbert, varaformaður, markaðsdeildar Research in Motion segir að BlackBerry sé þrautreynd og eftirsótt lausn sem bjóði upp á þá allra bestu upplifun sem völ sé á fyrir notendur sem vilja hafa aðgang að talþjónustu, tölvupósti og upplýsingaþjónustu um eitt þráðlaust tæki. „Okkur er mikil ánægja að því að auka samstarf okkar við Vodafone og færa þessa alþjóðlegu og árangursríku lausn til viðskiptavina Og Vodafone á Íslandi,” segir Guilbert. BlackBerry Enterprise Server hugbúnaðurinn fléttar saman Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og Novell GroupWise og vinnur með þeim kerfum fyrirtækja sem fyrir eru. Slíkt tryggir öruggan, þráðlausan aðgang að tölvupósti og öðrum gögnum fyrirtækisins um einn snertiflöt. Hvað viðkemur einstaklingum og minni fyrirtækjum þá veitir BlackBerry Internet Service notendum aðgang að allt að 10 áskriftum að tölvupósti (fyrir fyrirtæki og/eða einstaklinga) með fullri þjónustu (þ.m.t. Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og margar vinsælar netþjónustur). BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v, sem RIM hefur þróað, eru bæði „quad band“ farsímatæki (850, 900, 1800 og 1900 MHz sem samræma allar helstu GSM tíðnir og net) og veita þráðlaust aðgengi að tölvupósti, síma, dagbók, internet vafra, SMS skilaboðum og öðrum upplýsingum sem tengjast fyrirtækinu. Bæði tækin byggja á þráðlausri blátannartækni (Bluetooth) með heyrnartólum eða bílaútbúnaði. BlackBerry 7290 notar QWERTY lyklaborð en BlackBerry 7100v byggir á SureType lyklaborði sem sameinar á áhrifaríkan hátt talnaborð og QWERTY lyklaborð svo það hæfi hefðbundinni hönnun á farsímum. Í báðum tækjunum er lögð áhersla á einfaldleika svo öll notkun sé auðveld og notendavæn.
Innlent Tækni Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Sjá meira