Ofbeldisverkum í miðborg fækkar 25. ágúst 2005 00:01 Ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 40 prósent frá árinu 2000 samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti skýringarinnar er eftirlitsmyndavélar, frjáls afgreiðslutími skemmtistaða og það að ferðir næturvagna SVR voru aflagðar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á dreifingu ofbeldisbrota á svæði 101 í Reykjavík sem kynnt var í dag. Þar kemur fram að árið 2000 voru um 62 prósent ofbeldisbrota framin í miðborginni en árið 2004 var hlutfallið komið niður í um 38 prósent, voru 181. Bogi Ragnarsson sem gerði rannsóknina fyrir embætti Lögreglustjórans í Reykjavík telur að lengdur opnunartími veitingastaða sem tekinn var upp árið 2001 hafi haft sitt að segja. Á tímabilinu dró úr tíðni afbrota hjá fólki yngri en átján ára og telur Bogi að þegar almenningsvagnar hættu að ganga á næturna hafi dregið úr fjölda þess aldurshóps í miðbænum og brotun í kjölfarið. Þótt efni úr öryggismyndavélum hafi einungis verið notað til að upplýsa fimm ofbeldisbrot á síðasta ári telur Bogi að vélarnar hafi sitt að segja. Þær hafi ákveðið forvarnagildi. Spurður hvort dregin hafi verið upp dökk mynd af miðbænum af ósekju segir Bogi að ofbeldisbrot hafi verið framin þar og þau hafi verið birt bæði árið 2000 og 2004. Hann telji sjálfur að fjölmiðlar nærist frekar á neikvæðum fréttum en jákvæðum þannig að þetta sé ekki óeðlilegt miðað við hvað neytandinn vill sjá. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar er að finna í skýrslunni, eins og þær að 89 prósent gerenda eða þolenda voru ölvaðir. Í 92 prósentum tilfellanna voru það karlmenn sem frömdu ofbeldisverk í miðborginni og 82 prósent þolenda voru einnig karlar. Þá fjölgar brotunum þegar nýtt kreditkortatímabil gengur í garð og tilefnið er af ýmsum toga, 17 prósent tilfellanna verða í kjölfar orðaskaks, fjórtán prósent í kjölfar þess að fólki var vísað út af skemmtistað, þrettán prósent vegna skuldar og í ellefu prósentum tilfellanna voru brotin framin vegna stúlku. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 40 prósent frá árinu 2000 samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti skýringarinnar er eftirlitsmyndavélar, frjáls afgreiðslutími skemmtistaða og það að ferðir næturvagna SVR voru aflagðar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á dreifingu ofbeldisbrota á svæði 101 í Reykjavík sem kynnt var í dag. Þar kemur fram að árið 2000 voru um 62 prósent ofbeldisbrota framin í miðborginni en árið 2004 var hlutfallið komið niður í um 38 prósent, voru 181. Bogi Ragnarsson sem gerði rannsóknina fyrir embætti Lögreglustjórans í Reykjavík telur að lengdur opnunartími veitingastaða sem tekinn var upp árið 2001 hafi haft sitt að segja. Á tímabilinu dró úr tíðni afbrota hjá fólki yngri en átján ára og telur Bogi að þegar almenningsvagnar hættu að ganga á næturna hafi dregið úr fjölda þess aldurshóps í miðbænum og brotun í kjölfarið. Þótt efni úr öryggismyndavélum hafi einungis verið notað til að upplýsa fimm ofbeldisbrot á síðasta ári telur Bogi að vélarnar hafi sitt að segja. Þær hafi ákveðið forvarnagildi. Spurður hvort dregin hafi verið upp dökk mynd af miðbænum af ósekju segir Bogi að ofbeldisbrot hafi verið framin þar og þau hafi verið birt bæði árið 2000 og 2004. Hann telji sjálfur að fjölmiðlar nærist frekar á neikvæðum fréttum en jákvæðum þannig að þetta sé ekki óeðlilegt miðað við hvað neytandinn vill sjá. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar er að finna í skýrslunni, eins og þær að 89 prósent gerenda eða þolenda voru ölvaðir. Í 92 prósentum tilfellanna voru það karlmenn sem frömdu ofbeldisverk í miðborginni og 82 prósent þolenda voru einnig karlar. Þá fjölgar brotunum þegar nýtt kreditkortatímabil gengur í garð og tilefnið er af ýmsum toga, 17 prósent tilfellanna verða í kjölfar orðaskaks, fjórtán prósent í kjölfar þess að fólki var vísað út af skemmtistað, þrettán prósent vegna skuldar og í ellefu prósentum tilfellanna voru brotin framin vegna stúlku.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira