Ofbeldisverkum í miðborg fækkar 25. ágúst 2005 00:01 Ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 40 prósent frá árinu 2000 samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti skýringarinnar er eftirlitsmyndavélar, frjáls afgreiðslutími skemmtistaða og það að ferðir næturvagna SVR voru aflagðar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á dreifingu ofbeldisbrota á svæði 101 í Reykjavík sem kynnt var í dag. Þar kemur fram að árið 2000 voru um 62 prósent ofbeldisbrota framin í miðborginni en árið 2004 var hlutfallið komið niður í um 38 prósent, voru 181. Bogi Ragnarsson sem gerði rannsóknina fyrir embætti Lögreglustjórans í Reykjavík telur að lengdur opnunartími veitingastaða sem tekinn var upp árið 2001 hafi haft sitt að segja. Á tímabilinu dró úr tíðni afbrota hjá fólki yngri en átján ára og telur Bogi að þegar almenningsvagnar hættu að ganga á næturna hafi dregið úr fjölda þess aldurshóps í miðbænum og brotun í kjölfarið. Þótt efni úr öryggismyndavélum hafi einungis verið notað til að upplýsa fimm ofbeldisbrot á síðasta ári telur Bogi að vélarnar hafi sitt að segja. Þær hafi ákveðið forvarnagildi. Spurður hvort dregin hafi verið upp dökk mynd af miðbænum af ósekju segir Bogi að ofbeldisbrot hafi verið framin þar og þau hafi verið birt bæði árið 2000 og 2004. Hann telji sjálfur að fjölmiðlar nærist frekar á neikvæðum fréttum en jákvæðum þannig að þetta sé ekki óeðlilegt miðað við hvað neytandinn vill sjá. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar er að finna í skýrslunni, eins og þær að 89 prósent gerenda eða þolenda voru ölvaðir. Í 92 prósentum tilfellanna voru það karlmenn sem frömdu ofbeldisverk í miðborginni og 82 prósent þolenda voru einnig karlar. Þá fjölgar brotunum þegar nýtt kreditkortatímabil gengur í garð og tilefnið er af ýmsum toga, 17 prósent tilfellanna verða í kjölfar orðaskaks, fjórtán prósent í kjölfar þess að fólki var vísað út af skemmtistað, þrettán prósent vegna skuldar og í ellefu prósentum tilfellanna voru brotin framin vegna stúlku. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 40 prósent frá árinu 2000 samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti skýringarinnar er eftirlitsmyndavélar, frjáls afgreiðslutími skemmtistaða og það að ferðir næturvagna SVR voru aflagðar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á dreifingu ofbeldisbrota á svæði 101 í Reykjavík sem kynnt var í dag. Þar kemur fram að árið 2000 voru um 62 prósent ofbeldisbrota framin í miðborginni en árið 2004 var hlutfallið komið niður í um 38 prósent, voru 181. Bogi Ragnarsson sem gerði rannsóknina fyrir embætti Lögreglustjórans í Reykjavík telur að lengdur opnunartími veitingastaða sem tekinn var upp árið 2001 hafi haft sitt að segja. Á tímabilinu dró úr tíðni afbrota hjá fólki yngri en átján ára og telur Bogi að þegar almenningsvagnar hættu að ganga á næturna hafi dregið úr fjölda þess aldurshóps í miðbænum og brotun í kjölfarið. Þótt efni úr öryggismyndavélum hafi einungis verið notað til að upplýsa fimm ofbeldisbrot á síðasta ári telur Bogi að vélarnar hafi sitt að segja. Þær hafi ákveðið forvarnagildi. Spurður hvort dregin hafi verið upp dökk mynd af miðbænum af ósekju segir Bogi að ofbeldisbrot hafi verið framin þar og þau hafi verið birt bæði árið 2000 og 2004. Hann telji sjálfur að fjölmiðlar nærist frekar á neikvæðum fréttum en jákvæðum þannig að þetta sé ekki óeðlilegt miðað við hvað neytandinn vill sjá. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar er að finna í skýrslunni, eins og þær að 89 prósent gerenda eða þolenda voru ölvaðir. Í 92 prósentum tilfellanna voru það karlmenn sem frömdu ofbeldisverk í miðborginni og 82 prósent þolenda voru einnig karlar. Þá fjölgar brotunum þegar nýtt kreditkortatímabil gengur í garð og tilefnið er af ýmsum toga, 17 prósent tilfellanna verða í kjölfar orðaskaks, fjórtán prósent í kjölfar þess að fólki var vísað út af skemmtistað, þrettán prósent vegna skuldar og í ellefu prósentum tilfellanna voru brotin framin vegna stúlku.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira