Enginn gróði af lágu verði 16. ágúst 2005 00:01 Aurasálin hefur velt mikið því fyrir sér hvernig Bónusfeðgar urðu jafn ríkir og raun ber vitni. Þar sem Aurasálin er svo rík að eiga stóran hóp barna sem öll hafa erft dugnað og útsjónarsemi foreldra sinna, ber hún nokkurn hlýhug til þeirra feðga. Þeir lækkuðu matarreikning fjölskyldunnar svo um munaði og vandséð að Aurasálin hefði nokkurn tímann tekið sér sumarfrí ef Bónus hefði ekki verið stofnað. Hitt er gjörsamlega óskiljanlegt að þeir sem seldu vörurnar ódýrara en hinir hafi orðið svona ríkir. Eða öllu heldur er það gjörsamlega hulin ráðgáta hvers vegna þeir sem seldu sömu vöruna á mun hærra verði skuli ekki vera í dag miklu ríkari en þeir feðgar. Manni finnst nú ekki ofrausn að einhverjir af þessum fræðingum sem Aurasálin hefur kostað til náms með skattpeningum sínum, skýri þetta fyrir íslenskum almenningi í eitt skipti fyrir öll. Aurasálin vill þó ekki draga þá ályktun að það hafi verið með svindli, enda verður að viðurkennast að tilraunir til þess að lesa ákærur á hendur Baugsmönnum mistókust. Það þyrfti nú að senda lögfræðinga á námskeið í því að segja það sem þeir eru að hugsa á máli sem einhverjir aðrir skilja. Nú er það svo að Aurasálin telur það almennt siðlaust að fólk græði meira en sem nemur sanngjörnum launum fyrir atorku sína og dugnað. Þau laun þarf svo sem ekkert að skera við nögl, en það er auðvitað í meira lagi undarlegt að menn verði milljarðamæringar af þessu öllu saman. Annars var frændi Aurasálarinnar sem er býsna glúrinn og hefur verið að græða eitthvað á því að gera ekki neitt að þetta væri pappírshagnaður. Hann skýrði þetta ekki mikið nánar, en Aurasálin er sannfærð um að pappírshagnaður geti ekki verið mjög góður hagnaður. Pappír er mjög forgengilegt efni og þolir hvorki vætu né sól. Aurasálin dregur því þá ályktun að þetta muni allt hrynja. Líka hjá Bónusfeðgum sem geta augljóslega ekki hafa grætt á því að selja vöruna ódýrar en hinir. Það bara gengur ekki upp. Hvað hina varðar sem seldu vörurnar dýrar en Bónus, þá er tími til kominn að einhver atorkusamur rannsóknarblaðamaður eða yfirvöld sjálf fletti ofan af því hvort þessir menn hafi ekki komið fúlgum fjár undan og eigi þá nú í svissneskum bönkum. Aurasálin verslaði stundum við Kaupfélagið sem seldi vörur á hærra verði en Bónus. Sambandi fór á hausinn og Aurasálin er viss um að þar hljóti peningar að hafa horfið til útlanda með dularfullum hætti. Útilokað er annað en að þeir hafi verið að græða, því vöruverðið var hátt og menn græða á því að kaupa ódýrt og selja dýrt. Ekki satt! Aurasálin Á gráa svæðinu Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Aurasálin hefur velt mikið því fyrir sér hvernig Bónusfeðgar urðu jafn ríkir og raun ber vitni. Þar sem Aurasálin er svo rík að eiga stóran hóp barna sem öll hafa erft dugnað og útsjónarsemi foreldra sinna, ber hún nokkurn hlýhug til þeirra feðga. Þeir lækkuðu matarreikning fjölskyldunnar svo um munaði og vandséð að Aurasálin hefði nokkurn tímann tekið sér sumarfrí ef Bónus hefði ekki verið stofnað. Hitt er gjörsamlega óskiljanlegt að þeir sem seldu vörurnar ódýrara en hinir hafi orðið svona ríkir. Eða öllu heldur er það gjörsamlega hulin ráðgáta hvers vegna þeir sem seldu sömu vöruna á mun hærra verði skuli ekki vera í dag miklu ríkari en þeir feðgar. Manni finnst nú ekki ofrausn að einhverjir af þessum fræðingum sem Aurasálin hefur kostað til náms með skattpeningum sínum, skýri þetta fyrir íslenskum almenningi í eitt skipti fyrir öll. Aurasálin vill þó ekki draga þá ályktun að það hafi verið með svindli, enda verður að viðurkennast að tilraunir til þess að lesa ákærur á hendur Baugsmönnum mistókust. Það þyrfti nú að senda lögfræðinga á námskeið í því að segja það sem þeir eru að hugsa á máli sem einhverjir aðrir skilja. Nú er það svo að Aurasálin telur það almennt siðlaust að fólk græði meira en sem nemur sanngjörnum launum fyrir atorku sína og dugnað. Þau laun þarf svo sem ekkert að skera við nögl, en það er auðvitað í meira lagi undarlegt að menn verði milljarðamæringar af þessu öllu saman. Annars var frændi Aurasálarinnar sem er býsna glúrinn og hefur verið að græða eitthvað á því að gera ekki neitt að þetta væri pappírshagnaður. Hann skýrði þetta ekki mikið nánar, en Aurasálin er sannfærð um að pappírshagnaður geti ekki verið mjög góður hagnaður. Pappír er mjög forgengilegt efni og þolir hvorki vætu né sól. Aurasálin dregur því þá ályktun að þetta muni allt hrynja. Líka hjá Bónusfeðgum sem geta augljóslega ekki hafa grætt á því að selja vöruna ódýrar en hinir. Það bara gengur ekki upp. Hvað hina varðar sem seldu vörurnar dýrar en Bónus, þá er tími til kominn að einhver atorkusamur rannsóknarblaðamaður eða yfirvöld sjálf fletti ofan af því hvort þessir menn hafi ekki komið fúlgum fjár undan og eigi þá nú í svissneskum bönkum. Aurasálin verslaði stundum við Kaupfélagið sem seldi vörur á hærra verði en Bónus. Sambandi fór á hausinn og Aurasálin er viss um að þar hljóti peningar að hafa horfið til útlanda með dularfullum hætti. Útilokað er annað en að þeir hafi verið að græða, því vöruverðið var hátt og menn græða á því að kaupa ódýrt og selja dýrt. Ekki satt!
Aurasálin Á gráa svæðinu Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira