Menn verða að þekkja sín takmörk 16. ágúst 2005 00:01 Georg vann á alþjóðlegu móti á Spáni og öðru sæti í keppninni Sterkasta lið í heimi sem hann mætti í Ungverjalandi, ásamt Grétari "Big G" Guðmundssyni. "Þetta veit bara á betra og meira," segir Georg og kveðst vera rétt að byrja. Hann stundaði körfubolta á árum áður og kveðst hafa gutlað við lyftingar með þeim en ekkert byrjað að "rífa í járnin fyrir alvöru" fyrr en fyrir fjórum árum. Ekki skortir hann aðstöðuna þar sem hann á líkamsræktarstöðina Orkuverið í Egilshöll og svo er hann sjúkraþjálfari að mennt þannig að hann kann þetta líka. "Maður reynir að stunda æfingarnar vel og vera eins hrikalegur og hægt er þegar á þarf að halda," segir hann hlæjandi. Hann kveðst fá ráð hjá sér reyndari mönnum um hvernig best sé að haga æfingum og segir Magnús Ver mikinn fróðleiksbrunn. "Magnús er rosalega duglegur að miðla sínum fróðleik og maður er ekki á flæðiskeri staddur hvað það varðar," segir hann. Er ekki hætta á að menn ofgeri líkamanum í svona aflraunum? "Sem sjúkraþjálfari get ég sagt að um leið og íþróttir eru orðnar að keppni þá eru þær varasamar fyrir stoðkerfið. Í keppni vill hver og einn vera bestur og því eru menn alltaf í hættu á að ofgera sjálfum sér. Menn verða því að þekkja sín takmörk," segir Georg. Sjálfur er hann nýkominn af ströngu Norðurlandamóti og kveðst vera með mjaðmaverki og stingi í hnjánum sem hann reiknar með að finna fyrir í einhverja daga enn. "Maður fer eins nálægt þessari óheilbrigðu línu og hægt er en verður þó að halda sig réttu megin við hana." Heilsa Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Georg vann á alþjóðlegu móti á Spáni og öðru sæti í keppninni Sterkasta lið í heimi sem hann mætti í Ungverjalandi, ásamt Grétari "Big G" Guðmundssyni. "Þetta veit bara á betra og meira," segir Georg og kveðst vera rétt að byrja. Hann stundaði körfubolta á árum áður og kveðst hafa gutlað við lyftingar með þeim en ekkert byrjað að "rífa í járnin fyrir alvöru" fyrr en fyrir fjórum árum. Ekki skortir hann aðstöðuna þar sem hann á líkamsræktarstöðina Orkuverið í Egilshöll og svo er hann sjúkraþjálfari að mennt þannig að hann kann þetta líka. "Maður reynir að stunda æfingarnar vel og vera eins hrikalegur og hægt er þegar á þarf að halda," segir hann hlæjandi. Hann kveðst fá ráð hjá sér reyndari mönnum um hvernig best sé að haga æfingum og segir Magnús Ver mikinn fróðleiksbrunn. "Magnús er rosalega duglegur að miðla sínum fróðleik og maður er ekki á flæðiskeri staddur hvað það varðar," segir hann. Er ekki hætta á að menn ofgeri líkamanum í svona aflraunum? "Sem sjúkraþjálfari get ég sagt að um leið og íþróttir eru orðnar að keppni þá eru þær varasamar fyrir stoðkerfið. Í keppni vill hver og einn vera bestur og því eru menn alltaf í hættu á að ofgera sjálfum sér. Menn verða því að þekkja sín takmörk," segir Georg. Sjálfur er hann nýkominn af ströngu Norðurlandamóti og kveðst vera með mjaðmaverki og stingi í hnjánum sem hann reiknar með að finna fyrir í einhverja daga enn. "Maður fer eins nálægt þessari óheilbrigðu línu og hægt er en verður þó að halda sig réttu megin við hana."
Heilsa Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira