Hótar frekari hryðjuverkum 5. ágúst 2005 00:01 Síðdegis var birt myndbandsupptaka frá næstráðanda al-Qaida, Ayman al-Zawahri, þar sem hann hótar frekari hryðjuverkum í Lundúnum. Hann sagði líka Bandaríkjamenn verða að búa sig undir tugþúsunda mannfall í Írak kalli þeir ekki sveitir sínar þaðan þegar í stað. Al-Zawahri er hvítklæddur með svartan höfuðklút og Kalashnikov-riffil við hlið sér á myndbandsupptökunni. Hann er næstur Osama bin Laden í valdaröðinni hjá al-Qaida og margir telja hann í raun og veru þann sem ræður. Hann hótaði í dag öllu illu, sagði m.a. að Tony Blair hefði fært eyðileggingu yfir miðborg Lundúna og hann muni valda meiru af slíku, með guðs hjálp. Þjóðum „krossfarabandalagsins“ hafi verið boðið vopnahlé ef þær yfirgefi land íslams og að bin Laden hafi sagt að þær muni ekki búa við öryggi fyrr en Palestínumenn búi við öryggi. „En þið hafið látið blóðið streyma eins og fljót í löndum okkar og við höfum sprengt eldfjöll reiðinnar í löndum ykkar. Skilaboð okkar eru skýr: Þið njótið ekki öryggis fyrr en þið farið úr landi okkar, hættið að stela olíu okkar og auði og hættið að styðja spillta stjórnendur,“ sagði al-Zawahri. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vildi ekki einu sinni ræða þennan boðskap á blaðamannafundi í dag þegar blaðamaður óskaði eftir því. Al-Zawahri virtist lítinn greinarmun gera á Bandaríkjamönnum og Bretum því hinir fyrrnefndu fengu líka sinn skerf af hótunum. Hann sagði að ef þeir héldu áfram sömu árásarstefnu gegn múslimum myndu þeir sjá nokkuð sem fái þá „til að gleyma hinum hræðilegu atburðum í Víetnam og Afganistan“ og sem árásirnar á New York og Washington hafi aðeins verið smjörþefurinn af. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Síðdegis var birt myndbandsupptaka frá næstráðanda al-Qaida, Ayman al-Zawahri, þar sem hann hótar frekari hryðjuverkum í Lundúnum. Hann sagði líka Bandaríkjamenn verða að búa sig undir tugþúsunda mannfall í Írak kalli þeir ekki sveitir sínar þaðan þegar í stað. Al-Zawahri er hvítklæddur með svartan höfuðklút og Kalashnikov-riffil við hlið sér á myndbandsupptökunni. Hann er næstur Osama bin Laden í valdaröðinni hjá al-Qaida og margir telja hann í raun og veru þann sem ræður. Hann hótaði í dag öllu illu, sagði m.a. að Tony Blair hefði fært eyðileggingu yfir miðborg Lundúna og hann muni valda meiru af slíku, með guðs hjálp. Þjóðum „krossfarabandalagsins“ hafi verið boðið vopnahlé ef þær yfirgefi land íslams og að bin Laden hafi sagt að þær muni ekki búa við öryggi fyrr en Palestínumenn búi við öryggi. „En þið hafið látið blóðið streyma eins og fljót í löndum okkar og við höfum sprengt eldfjöll reiðinnar í löndum ykkar. Skilaboð okkar eru skýr: Þið njótið ekki öryggis fyrr en þið farið úr landi okkar, hættið að stela olíu okkar og auði og hættið að styðja spillta stjórnendur,“ sagði al-Zawahri. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vildi ekki einu sinni ræða þennan boðskap á blaðamannafundi í dag þegar blaðamaður óskaði eftir því. Al-Zawahri virtist lítinn greinarmun gera á Bandaríkjamönnum og Bretum því hinir fyrrnefndu fengu líka sinn skerf af hótunum. Hann sagði að ef þeir héldu áfram sömu árásarstefnu gegn múslimum myndu þeir sjá nokkuð sem fái þá „til að gleyma hinum hræðilegu atburðum í Víetnam og Afganistan“ og sem árásirnar á New York og Washington hafi aðeins verið smjörþefurinn af.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira