Fúskarar að verki í London 1. ágúst 2005 00:01 Fúskarar voru að verki þegar misheppnaðar hryðjuverkaárásir voru gerðar í Lundúnum fyrir rúmri viku. Ítalska lögreglan segir engar vísbendingar um að maður í haldi hennar hafi nein tengsl við hryðjuverkasamtök af nokkru tagi. Þetta er niðurstaða ítalskra lögreglumanna og hryðjuverkasérfræðinga sem hafa yfirheyrt Osman Hussain, þann tilræðismannanna frá tuttugasta og fyrsta júlí sem gómaður var í Róm fyrir helgi. Carlo De Stefano, yfirmaður hryðjuverkasérsveitar ítölsku lögreglunnar, sagði rannsóknir benda til þess að Hussain tengdist hvorki glæpa- né hryðjuverkasamtökum á Ítalíu. Raunar bendi flest til þess að hann tengist engum hryðjuverkasamtökum og ekki heldur samtökum harðlínuíslamista. De Stefano segir að hegðun Hussain eftir árásirnar misheppnuðu renni stöðum undir þetta: í stað þess að flýja í fang hryðjuverkamanna hafi hann komið sér til vina og vandamanna á Ítalíu, þar sem hann fannst í íbúð bróður síns. Hann sagði enn fremur að Hussain væri samvinnuþýður. Hann var svo ákærður í dag fyrir tilraun til alþjóðlegra hryðjuverka og fyrir skilríkjafals, en þetta gætti þýtt að framsal hans til Bretlands gæti dregist mjög. Niðurstaða ítölsku lögreglunnar er sú að hópurinn sem stóð fyrir annarri hrinu hryðjuverkaárása í Lundúnum hafi verið hópur fúskara sem varð til af þessu tilefni, en að ekki hafi verið þjálfaðir harðlínumenn að verki. Breska lögreglan heldur rannsóknum sínum áfram en athyglin beinist nú í vaxandi mæli að hópi breskra múslíma af pakistönskum ættum sem talið er að leggi á ráðin um sjálfsmorðsárásir á fimmtudaginn kemur. Þessi hópur er einnig sagður tengjast hópnum sem gerði fyrstu hrinu árásanna, en sá hópur kom frá Leeds. Allir eru mennirnir taldir tengjast mosku í Finsbury Park í Lundúnum, hefur dagblaðið Times eftir bandarískum heimildarmönnum. Til að koma í veg fyrir þessar árásir eru þúsundir lögreglumanna á aukavöktum og leyniskyttur og sérsveitarmenn á húsþökum um alla borg. Yfirmenn lögreglunnar vona að aukavaktir og yfirvinna bugi ekki lögregluliðið áður en tekst að uppræta hryðjuverkahópana sem eru taldir að verki í landinu. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Fúskarar voru að verki þegar misheppnaðar hryðjuverkaárásir voru gerðar í Lundúnum fyrir rúmri viku. Ítalska lögreglan segir engar vísbendingar um að maður í haldi hennar hafi nein tengsl við hryðjuverkasamtök af nokkru tagi. Þetta er niðurstaða ítalskra lögreglumanna og hryðjuverkasérfræðinga sem hafa yfirheyrt Osman Hussain, þann tilræðismannanna frá tuttugasta og fyrsta júlí sem gómaður var í Róm fyrir helgi. Carlo De Stefano, yfirmaður hryðjuverkasérsveitar ítölsku lögreglunnar, sagði rannsóknir benda til þess að Hussain tengdist hvorki glæpa- né hryðjuverkasamtökum á Ítalíu. Raunar bendi flest til þess að hann tengist engum hryðjuverkasamtökum og ekki heldur samtökum harðlínuíslamista. De Stefano segir að hegðun Hussain eftir árásirnar misheppnuðu renni stöðum undir þetta: í stað þess að flýja í fang hryðjuverkamanna hafi hann komið sér til vina og vandamanna á Ítalíu, þar sem hann fannst í íbúð bróður síns. Hann sagði enn fremur að Hussain væri samvinnuþýður. Hann var svo ákærður í dag fyrir tilraun til alþjóðlegra hryðjuverka og fyrir skilríkjafals, en þetta gætti þýtt að framsal hans til Bretlands gæti dregist mjög. Niðurstaða ítölsku lögreglunnar er sú að hópurinn sem stóð fyrir annarri hrinu hryðjuverkaárása í Lundúnum hafi verið hópur fúskara sem varð til af þessu tilefni, en að ekki hafi verið þjálfaðir harðlínumenn að verki. Breska lögreglan heldur rannsóknum sínum áfram en athyglin beinist nú í vaxandi mæli að hópi breskra múslíma af pakistönskum ættum sem talið er að leggi á ráðin um sjálfsmorðsárásir á fimmtudaginn kemur. Þessi hópur er einnig sagður tengjast hópnum sem gerði fyrstu hrinu árásanna, en sá hópur kom frá Leeds. Allir eru mennirnir taldir tengjast mosku í Finsbury Park í Lundúnum, hefur dagblaðið Times eftir bandarískum heimildarmönnum. Til að koma í veg fyrir þessar árásir eru þúsundir lögreglumanna á aukavöktum og leyniskyttur og sérsveitarmenn á húsþökum um alla borg. Yfirmenn lögreglunnar vona að aukavaktir og yfirvinna bugi ekki lögregluliðið áður en tekst að uppræta hryðjuverkahópana sem eru taldir að verki í landinu.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira