Lundúnalögreglan í viðbragðsstöðu 1. ágúst 2005 00:01 Skyttur og sérsveitarmenn í bresku lögreglunni eru á húsþökum og götum í Lundúnum í dag, tilbúnir að bregðast við nýrri hrinu hryðjuverkaárása. Breska lögreglan telur sig nú vita að þriðji hópur hryðjuverkamanna undirbýr sjálfsmorðsárásir á almenningsfarartæki í Lundúnum. Mennirnir eru allir sagðir Pakistanar en fæddir og uppaldir í Bretlandi, líkt og þeir sem gerðu árásirnar sjöunda júlí þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Þessi hópur er einnig sagður tengjast hópnum sem gerði fyrstu hrinu árásanna en sá hópur kom frá Leeds. Times hefur eftir bandarískum heimildamönnum að mennirnir tengist mosku í Finsbury Park í Lundúnum. Lögreglumenn segja Guardian þó að allir geri sér grein fyrir því að hryðjuverkamenn, hvort sem þeir eru herskáir íslamistar eða ekki, geta komið hvaðan sem er og verið hvernig sem er á litinn. Yfirmenn Lundúnalögreglunnar hafa einnig af því vaxandi áhyggjur að erfitt verði að halda því öryggis- og viðbúnaðarstigi sem nú er í borginni en þúsundir viðbótarlögreglumanna eru á götum borgarinnar, öll leyfi hafa verið afturkölluð og unnið er myrkranna á milli. Ian Blair, lögreglustjóri, dregur ekki dul á að menn hans eru orðnir örþreyttir. Sjö voru handteknir í Brighton í gær grunaðir um tengsl við hryðjuverkin, en ekki er vitað meira um það fólk. Bresk yfirvöld fóru formlega fram á það í dag að Osman Hussain, sem handtekinn var í Róm á föstudag, yrði framseldur. Það gæti þó tekið dágóðan tíma og jafnvel verið hafnað. Ítalskir saksóknarar hafa farið fram á rannsókn á hugsanlegum tengslum Osmans Hussain við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi og komi til réttarhalda væri í fyrsta lagi hægt að framselja hann af þeim loknum - sem gæti tekið meira en ár. Fái hann fangelsisdóm tæki það ennþá lengri tíma. Bresk öryggismálayfirvöld berjast með öllum ráðum við al-Qaeda, að því er virðist. Ísraelskir sérfræðingar hafa tekið eftir því í hálfan mánuð að vefsíður tengdar al-Qaeda og íslömskum öfgamönnum hafa horfið hver af annarri. Tugir vefsíðna þar sem gefnar eru leiðbeiningar um hvernig má setja saman vopn og sprengjur af öllum gerðum finnast ekki lengur og þykjast ísraelsku sérfræðingarnir sjá fingrafar bresku leyniþjónustunnar á þessu dularfulla hvarfi. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Skyttur og sérsveitarmenn í bresku lögreglunni eru á húsþökum og götum í Lundúnum í dag, tilbúnir að bregðast við nýrri hrinu hryðjuverkaárása. Breska lögreglan telur sig nú vita að þriðji hópur hryðjuverkamanna undirbýr sjálfsmorðsárásir á almenningsfarartæki í Lundúnum. Mennirnir eru allir sagðir Pakistanar en fæddir og uppaldir í Bretlandi, líkt og þeir sem gerðu árásirnar sjöunda júlí þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Þessi hópur er einnig sagður tengjast hópnum sem gerði fyrstu hrinu árásanna en sá hópur kom frá Leeds. Times hefur eftir bandarískum heimildamönnum að mennirnir tengist mosku í Finsbury Park í Lundúnum. Lögreglumenn segja Guardian þó að allir geri sér grein fyrir því að hryðjuverkamenn, hvort sem þeir eru herskáir íslamistar eða ekki, geta komið hvaðan sem er og verið hvernig sem er á litinn. Yfirmenn Lundúnalögreglunnar hafa einnig af því vaxandi áhyggjur að erfitt verði að halda því öryggis- og viðbúnaðarstigi sem nú er í borginni en þúsundir viðbótarlögreglumanna eru á götum borgarinnar, öll leyfi hafa verið afturkölluð og unnið er myrkranna á milli. Ian Blair, lögreglustjóri, dregur ekki dul á að menn hans eru orðnir örþreyttir. Sjö voru handteknir í Brighton í gær grunaðir um tengsl við hryðjuverkin, en ekki er vitað meira um það fólk. Bresk yfirvöld fóru formlega fram á það í dag að Osman Hussain, sem handtekinn var í Róm á föstudag, yrði framseldur. Það gæti þó tekið dágóðan tíma og jafnvel verið hafnað. Ítalskir saksóknarar hafa farið fram á rannsókn á hugsanlegum tengslum Osmans Hussain við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi og komi til réttarhalda væri í fyrsta lagi hægt að framselja hann af þeim loknum - sem gæti tekið meira en ár. Fái hann fangelsisdóm tæki það ennþá lengri tíma. Bresk öryggismálayfirvöld berjast með öllum ráðum við al-Qaeda, að því er virðist. Ísraelskir sérfræðingar hafa tekið eftir því í hálfan mánuð að vefsíður tengdar al-Qaeda og íslömskum öfgamönnum hafa horfið hver af annarri. Tugir vefsíðna þar sem gefnar eru leiðbeiningar um hvernig má setja saman vopn og sprengjur af öllum gerðum finnast ekki lengur og þykjast ísraelsku sérfræðingarnir sjá fingrafar bresku leyniþjónustunnar á þessu dularfulla hvarfi.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira