Óttast árás á fimmtudag 31. júlí 2005 00:01 Breska lögreglan óttast að hryðjuverkamenn hyggi á árásir á ný á fimmtudaginn kemur. Hátt setts al-Qaida manns er nú leitað á Bretlandi þar sem talið er að hann hafi safnað liði til árásanna undanfarið. Hafi lögreglan rétt fyrir sér þykir það benda til þess að fleiri hópar hryðjuverkamanna séu að störfum í Bretlandi og undirbúi árásir. Ian Blair, lögreglustjóri í Lundúnum, varaði í gærkvöldi við hættunni á frekari árásum. Sunnudagsblaðið Observer hefur eftir heimildarmönnum að talið sé að í það minnsta einn hátt settur stjórnandi í al-Qaida sé í Bretlandi. Sá er talinn hafa tekið þátt í siglingu í Wales með nokkrum af hryðjuverkamönnunum í byrjun júní á þessu ári. Talið er að hann hafi safnað liði í nokkra sjálfstætt starfandi hópa sem þekkist ekki endilega innbyrðis. Hátt settir lögreglumenn hafa af því miklar áhyggjur að á fimmtudaginn kemur, hálfum mánuði eftir síðustu hrinu árása, verði á ný gerðar árásir á almenningssamgöngur í Lundúnum. Bent er á að það samrýmist aðferðafræði al-Qaida: ráðist hafi verið á tvíburaturnana í tvígang, sama gildi um sendiráð í Egyptalandi. Sunday Times hefur fyrir því heimildir að hópur herskárra íslamista leggi á ráðin um fjölda sjálfsmorðsárása á svokölluð mjúk skotmörk í Lundúnum en almenningssamgöngur eru dæmi um slík skotmörk. Raunar átti þessi árás að fara fram síðasta fimmtudag samkvæmt upplýsingum Lundúnalögreglunnar og því var gripið til öryggisráðstafana: sex þúsund lögreglumenn voru á varðbergi og var aðgerðin sú stærsta síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Hópurinn ku hafa aðgang að miklu magni sprengiefnis og er sagður lauslega tengdur mönnunum sem gerðu tilraunir til hryðjuverka fyrir rúmri viku. Heimildarmaður Sunday Times innan lögreglunnar segir að handtökurnar á föstudaginn séu aðeins toppurinn á ísjakanum og að eftir standi net hryðjuverkamanna sem verði að uppræta. Á næstu mánuðum sé mikilla tíðinda að vænta. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Breska lögreglan óttast að hryðjuverkamenn hyggi á árásir á ný á fimmtudaginn kemur. Hátt setts al-Qaida manns er nú leitað á Bretlandi þar sem talið er að hann hafi safnað liði til árásanna undanfarið. Hafi lögreglan rétt fyrir sér þykir það benda til þess að fleiri hópar hryðjuverkamanna séu að störfum í Bretlandi og undirbúi árásir. Ian Blair, lögreglustjóri í Lundúnum, varaði í gærkvöldi við hættunni á frekari árásum. Sunnudagsblaðið Observer hefur eftir heimildarmönnum að talið sé að í það minnsta einn hátt settur stjórnandi í al-Qaida sé í Bretlandi. Sá er talinn hafa tekið þátt í siglingu í Wales með nokkrum af hryðjuverkamönnunum í byrjun júní á þessu ári. Talið er að hann hafi safnað liði í nokkra sjálfstætt starfandi hópa sem þekkist ekki endilega innbyrðis. Hátt settir lögreglumenn hafa af því miklar áhyggjur að á fimmtudaginn kemur, hálfum mánuði eftir síðustu hrinu árása, verði á ný gerðar árásir á almenningssamgöngur í Lundúnum. Bent er á að það samrýmist aðferðafræði al-Qaida: ráðist hafi verið á tvíburaturnana í tvígang, sama gildi um sendiráð í Egyptalandi. Sunday Times hefur fyrir því heimildir að hópur herskárra íslamista leggi á ráðin um fjölda sjálfsmorðsárása á svokölluð mjúk skotmörk í Lundúnum en almenningssamgöngur eru dæmi um slík skotmörk. Raunar átti þessi árás að fara fram síðasta fimmtudag samkvæmt upplýsingum Lundúnalögreglunnar og því var gripið til öryggisráðstafana: sex þúsund lögreglumenn voru á varðbergi og var aðgerðin sú stærsta síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Hópurinn ku hafa aðgang að miklu magni sprengiefnis og er sagður lauslega tengdur mönnunum sem gerðu tilraunir til hryðjuverka fyrir rúmri viku. Heimildarmaður Sunday Times innan lögreglunnar segir að handtökurnar á föstudaginn séu aðeins toppurinn á ísjakanum og að eftir standi net hryðjuverkamanna sem verði að uppræta. Á næstu mánuðum sé mikilla tíðinda að vænta.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira