Íraksstríðið ástæðan 31. júlí 2005 00:01 Stríðið í Írak var ástæða seinni bylgju hryðjuverka í Lundúnum en ekki trúarbrögð, segir Osman Hussain, sá tilræðismannanna sem handtekinn var í Róm á föstudag. Ítalskir fjölmiðlar hafa komist yfir skýrslu byggða á yfirheyrslum yfir Osman Hussain og þar segir meðal annars að hópurinn hafi engin tengsl við al-Qaida, Osama bin Laden eða þá sem gerðu fyrri bylgju árása í London þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Árásir þess hóps hafi verið tilræðismönnunum í seinni hópnum fyrirmynd. Í aðdraganda árásanna ræddu tilræðismennirnir vinnuna sína, stjórnmál og stríðið í Írak, en báðu aldrei saman. Þeir horfðu á kvikmyndir, einkum heimildar- og fréttamyndir frá Írak, þar sem sjá mátti konur og börn falla fyrir hendi vestrænna hermanna og svo ekkjur, mæður og dætur sem grétu. Allt styrkti þetta tilræðismenninna í þeirri trú að þeir yrðu að grípa til aðgerða. Fregnir ítalskra fjölmiðla eru þó nokkuð misvísandi. Corriere della Sera greinir til dæmis frá því að Osman hafi sagt yfirheyrendunum að hann hafi ekki vitað hvað var í bakpokanum sem hann var með en hafi síðan breytt þeirri frásögn sinni og haldið því fram að tilræðin hafi aðeins átt að vera mótmæli. Sprengjurnar sem þeir settu saman hafi ekki átt að særa eða granda neinum. Il Messaggero segir Osman hins vegar hafa sagt að tilræðismennirnir hafi átt að sprengja sig í loft upp. Osman berst nú af krafti gegn því að verða framseldur til Bretlands. Verjandi hans segir hugsanlegt að málið geti tekið allt að tvo mánuði. Bróðir Osmans var handtekinn í morgun. Osman var handtekinn í íbúð bróðursins en ekki er vitað hvað honum er gefið að sök. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Stríðið í Írak var ástæða seinni bylgju hryðjuverka í Lundúnum en ekki trúarbrögð, segir Osman Hussain, sá tilræðismannanna sem handtekinn var í Róm á föstudag. Ítalskir fjölmiðlar hafa komist yfir skýrslu byggða á yfirheyrslum yfir Osman Hussain og þar segir meðal annars að hópurinn hafi engin tengsl við al-Qaida, Osama bin Laden eða þá sem gerðu fyrri bylgju árása í London þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Árásir þess hóps hafi verið tilræðismönnunum í seinni hópnum fyrirmynd. Í aðdraganda árásanna ræddu tilræðismennirnir vinnuna sína, stjórnmál og stríðið í Írak, en báðu aldrei saman. Þeir horfðu á kvikmyndir, einkum heimildar- og fréttamyndir frá Írak, þar sem sjá mátti konur og börn falla fyrir hendi vestrænna hermanna og svo ekkjur, mæður og dætur sem grétu. Allt styrkti þetta tilræðismenninna í þeirri trú að þeir yrðu að grípa til aðgerða. Fregnir ítalskra fjölmiðla eru þó nokkuð misvísandi. Corriere della Sera greinir til dæmis frá því að Osman hafi sagt yfirheyrendunum að hann hafi ekki vitað hvað var í bakpokanum sem hann var með en hafi síðan breytt þeirri frásögn sinni og haldið því fram að tilræðin hafi aðeins átt að vera mótmæli. Sprengjurnar sem þeir settu saman hafi ekki átt að særa eða granda neinum. Il Messaggero segir Osman hins vegar hafa sagt að tilræðismennirnir hafi átt að sprengja sig í loft upp. Osman berst nú af krafti gegn því að verða framseldur til Bretlands. Verjandi hans segir hugsanlegt að málið geti tekið allt að tvo mánuði. Bróðir Osmans var handtekinn í morgun. Osman var handtekinn í íbúð bróðursins en ekki er vitað hvað honum er gefið að sök.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira