Enn hætta á frekari árásum 30. júlí 2005 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun, en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum fyrir rúmri viku. Enn er talin hætta á frekari árásum og að hrina standi yfir. Talsmenn bresku lögreglunnar segja aðgerðir gærdagsins ekki marka endalok lögreglurannsóknarinnar heldur sé um að ræða viðtæka og umfangsmikla aðgerð sem muni ekki fara fram hjá almenningi á næstu dögum. Einnig sé mikilvægt að almenningur sé á verði. Megináherslan er lögð á að rekja netið sem hryðjuverkamennirnir tilheyra og komast að því hvort að frekari árásir voru eða eru fyrirhugaðar. Hryðjuverkasérfræðingar segja allt benda til þess að árásirnar sjöunda júlí og svo þær misheppnuðu hálfum mánuði síðar marki upphaf árásahrinu. Auk mannanna þriggja sem handteknir voru í Lundúnum í gær og eins sem lögreglan í Róm handsamaði greinir SKY-fréttastöðin frá því að einn maður til viðbótar hafi verið handtekinn í gærdag en það mun hafa verið bróðir eins tilræðismannsins. Óljóst er hvort að hann átti að vera fimmti tilræðismaðurinn en fimm sprengjur hafa fundist sem hefur verið túlkað sem svo að alls hafi átt að gera fimm árásir. Í kjölfar handtökunnar í Róm hefur lögregla á Ítalíu gert leit á í það minnsta fimmtán stöðum sem flestir tengjast innflytjendum frá Erítreu og Eþíópíu. Innflytjendur frá þeim löndum eru taldir hafa aðstoðað, Osman Hussain sem var handtekinn í Róm, við að fela spor sín. Það berast sífellt fleiri vísbendingar um að sá hryðjuverkahópur sem gerði árásirnar tuttugasta og fyrsta júlí í London eigi rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Tengsl eins hryðjuverkamannsins við Ítalíu beinir einnig athyglinni að hryðjuverkastarfsemi þar en í yfirlýsingum hryðjuverkahópa á Netinu, þar sem gengist er við árásunum í London, er öðrum ríkjum hótað, meðal annars Ítalíu. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun, en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum fyrir rúmri viku. Enn er talin hætta á frekari árásum og að hrina standi yfir. Talsmenn bresku lögreglunnar segja aðgerðir gærdagsins ekki marka endalok lögreglurannsóknarinnar heldur sé um að ræða viðtæka og umfangsmikla aðgerð sem muni ekki fara fram hjá almenningi á næstu dögum. Einnig sé mikilvægt að almenningur sé á verði. Megináherslan er lögð á að rekja netið sem hryðjuverkamennirnir tilheyra og komast að því hvort að frekari árásir voru eða eru fyrirhugaðar. Hryðjuverkasérfræðingar segja allt benda til þess að árásirnar sjöunda júlí og svo þær misheppnuðu hálfum mánuði síðar marki upphaf árásahrinu. Auk mannanna þriggja sem handteknir voru í Lundúnum í gær og eins sem lögreglan í Róm handsamaði greinir SKY-fréttastöðin frá því að einn maður til viðbótar hafi verið handtekinn í gærdag en það mun hafa verið bróðir eins tilræðismannsins. Óljóst er hvort að hann átti að vera fimmti tilræðismaðurinn en fimm sprengjur hafa fundist sem hefur verið túlkað sem svo að alls hafi átt að gera fimm árásir. Í kjölfar handtökunnar í Róm hefur lögregla á Ítalíu gert leit á í það minnsta fimmtán stöðum sem flestir tengjast innflytjendum frá Erítreu og Eþíópíu. Innflytjendur frá þeim löndum eru taldir hafa aðstoðað, Osman Hussain sem var handtekinn í Róm, við að fela spor sín. Það berast sífellt fleiri vísbendingar um að sá hryðjuverkahópur sem gerði árásirnar tuttugasta og fyrsta júlí í London eigi rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Tengsl eins hryðjuverkamannsins við Ítalíu beinir einnig athyglinni að hryðjuverkastarfsemi þar en í yfirlýsingum hryðjuverkahópa á Netinu, þar sem gengist er við árásunum í London, er öðrum ríkjum hótað, meðal annars Ítalíu.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira