Eldsneytisskortur líklega ástæðan 28. júlí 2005 00:01 Eldsneytisskortur er langlíklegasta ástæða þess að flugvélinn TF-GTI fórst í Skerjafirði þann 7. ágúst árið 2000 með þeim afleiðingum að sex létust, flugmaður og sex ungmenni. Í skýrslu rannsóknarnefndar sem skipuð var til að rannsaka orsakir flugslyssins eru gerðar ýmsar athugasemdir við flugástand vélarinnar og eldsneytisskorturinn tiltekinn sem líklegasta ástæða slyssins. Afleiðing aflmissis vegna eldsneytisskorts ásamt því að þyngdarmiðja vélarinnar var nær aftari mörkum og því að flugmaðurinn hafði ekki hlotið nægilega þjálfun til að bregðast við slíkum aðstæðum, auk þess sem hann var þreyttur, olli því að flugvélin ofreis og hann missti stjórn á henni. Auk þess kemur fram í skýrslunni að Flugmálastjórn hefði hvorki átt að skrá flugvélina né gefa út lofthæfiskírteini fyrir hana vegna óljósrar sögu hennar og ófullkominna gagna sem fylgdu henni. Flugvélin sem var í eigu Leiguflugs Ísleifs Ottesen var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur að kvöldi 7. ágúst þegar hreyfill hennar varð eldsneytislaus í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli og vélin fórst með öllum sem í henni voru. Björgunarmönnum tókst að bjarga tveimur piltum úr vélinni en þeir létust báðir af þeim meiðslum sem þeir hlutu í slysinu, sá seinni nær hálfu ári eftir slysið. Rannsóknarnefnd flugslysa skilaði lokaskýrslu sinni um slysið í mars árið 2001 en feður tveggja þeirra sem létust í slysinu fengu tvo breska flugrannsakendur til að veita umsögn um framkvæmd rannsóknarinnar og höfðu þeir sitthvað um framkvæmdina að athuga. Rannsóknarnefnd flugslysa fékk álit bresku rannsakendanna til umsagnar og fór í kjölfarið fram á við samgönguráðherra að skipuð yrði óháð nefnd til að rannsaka slysið. Sú nefnd hóf störf í nóvember 2002 og skilaði í gær lokaskýrslu sinni. Sigurður Líndal lagaprófessor var formaður nefndarinnar sem skipuð var bæði íslenskum og erlendum sérfræðingum. Innlent Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Eldsneytisskortur er langlíklegasta ástæða þess að flugvélinn TF-GTI fórst í Skerjafirði þann 7. ágúst árið 2000 með þeim afleiðingum að sex létust, flugmaður og sex ungmenni. Í skýrslu rannsóknarnefndar sem skipuð var til að rannsaka orsakir flugslyssins eru gerðar ýmsar athugasemdir við flugástand vélarinnar og eldsneytisskorturinn tiltekinn sem líklegasta ástæða slyssins. Afleiðing aflmissis vegna eldsneytisskorts ásamt því að þyngdarmiðja vélarinnar var nær aftari mörkum og því að flugmaðurinn hafði ekki hlotið nægilega þjálfun til að bregðast við slíkum aðstæðum, auk þess sem hann var þreyttur, olli því að flugvélin ofreis og hann missti stjórn á henni. Auk þess kemur fram í skýrslunni að Flugmálastjórn hefði hvorki átt að skrá flugvélina né gefa út lofthæfiskírteini fyrir hana vegna óljósrar sögu hennar og ófullkominna gagna sem fylgdu henni. Flugvélin sem var í eigu Leiguflugs Ísleifs Ottesen var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur að kvöldi 7. ágúst þegar hreyfill hennar varð eldsneytislaus í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli og vélin fórst með öllum sem í henni voru. Björgunarmönnum tókst að bjarga tveimur piltum úr vélinni en þeir létust báðir af þeim meiðslum sem þeir hlutu í slysinu, sá seinni nær hálfu ári eftir slysið. Rannsóknarnefnd flugslysa skilaði lokaskýrslu sinni um slysið í mars árið 2001 en feður tveggja þeirra sem létust í slysinu fengu tvo breska flugrannsakendur til að veita umsögn um framkvæmd rannsóknarinnar og höfðu þeir sitthvað um framkvæmdina að athuga. Rannsóknarnefnd flugslysa fékk álit bresku rannsakendanna til umsagnar og fór í kjölfarið fram á við samgönguráðherra að skipuð yrði óháð nefnd til að rannsaka slysið. Sú nefnd hóf störf í nóvember 2002 og skilaði í gær lokaskýrslu sinni. Sigurður Líndal lagaprófessor var formaður nefndarinnar sem skipuð var bæði íslenskum og erlendum sérfræðingum.
Innlent Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira