Blair segir Breta hvergi hvika 26. júlí 2005 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu ekki "hvika svo mikið sem þumlung" fyrir hryðjuverkamönnum og ekki láta þá hafa nein áhrif á stjórnarstefnuna, svo sem í Írak eða Miðausturlöndum. Bresk lögregluyfirvöld upplýstu að tveir mannanna sem eftirlýstir eru fyrir að hafa staðið að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í Lundúnum í síðustu viku séu löglegir innflytjendur sem fluttu á barnsaldri til Bretlands frá Sómalíu og Erítreu. Blair sagði þetta eftir fund með forystumönnum stjórnarandstöðunnar þar sem hann ræddi ný hryðjuverkavarnalög sem hafa það að markmiði að hindra að sjálfsmorðssprengjuárásir á borð við þær sem framdar voru þann 7. júlí gætu endurtekið sig, en þær kostuðu 52 manns lífið auk árásarmannanna fjögurra. Á mánaðarlegum blaðamannafundi sínum sagði Blair að viðbrögð Lundúnabúa við árásunum 7. og 21. júlí hefðu verið "undraverð". "Lundúnabúar sæta mikilli prófraun en standa keikir," sagði hann. Spurður hvort virk þátttaka Breta í innrásinni í Írak hefði kynt undir hryðjuverkaárásum víða um heim og í Lundúnum sagði Blair að það væri engin afsökun til fyrir verkum sprengjumannanna. "Hvaða afsökun eða réttlætingu þessir menn finna sér tel ég ekki að við eigum að gefa svo mikið sem þumlung eftir, ekki í þessu landi (...) né í Írak né Afganistan, né hvað varðar stuðning okkar við Ísrael og Palestínu, né í stuðningi okkar við þá bandamenn sem við kjósum okkur, þar á meðal Bandaríkin. Við eigum ekki að gefa þessu liði einn einasta þumlung eftir," sagði Blair. Breska innanríkisráðuneytið upplýsti að tveir mannanna fjögurra sem eftirlýstir eru vegna misheppnuðu sprengjuárásanna sl. fimmtudag hafi flutst til Bretlands á barnsaldri, en fjölskyldur þeirra komu þangað sem flóttamenn frá A-Afríku. Annar heitir Yasin Hassan Omar, en hann var 11 ára er hann kom til Bretlands frá Sómalíu árið 1992. Hann reyndi að sprengja sprengju í jarðlest við Warren Street-stöðina. Hinn heitir Muktar Said Ibrahim, einnig þekktur sem Muktar Mohammed Said, en hann kom til landsins tólf ára að aldri árið 1990, fékk dvalarleyfi árið 1992 og breskan ríkisborgararétt árið 2004. Sprengjusérfræðingar rannsökuðu grunsamlegt efni sem fannst í íbúð í Norður-Lundúnum sem Said er sagður hafa komið í nýlega. Bíll sem fannst þar nálægt var einnig rannsakaður. Alls eru nú fimm manns í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu ekki "hvika svo mikið sem þumlung" fyrir hryðjuverkamönnum og ekki láta þá hafa nein áhrif á stjórnarstefnuna, svo sem í Írak eða Miðausturlöndum. Bresk lögregluyfirvöld upplýstu að tveir mannanna sem eftirlýstir eru fyrir að hafa staðið að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í Lundúnum í síðustu viku séu löglegir innflytjendur sem fluttu á barnsaldri til Bretlands frá Sómalíu og Erítreu. Blair sagði þetta eftir fund með forystumönnum stjórnarandstöðunnar þar sem hann ræddi ný hryðjuverkavarnalög sem hafa það að markmiði að hindra að sjálfsmorðssprengjuárásir á borð við þær sem framdar voru þann 7. júlí gætu endurtekið sig, en þær kostuðu 52 manns lífið auk árásarmannanna fjögurra. Á mánaðarlegum blaðamannafundi sínum sagði Blair að viðbrögð Lundúnabúa við árásunum 7. og 21. júlí hefðu verið "undraverð". "Lundúnabúar sæta mikilli prófraun en standa keikir," sagði hann. Spurður hvort virk þátttaka Breta í innrásinni í Írak hefði kynt undir hryðjuverkaárásum víða um heim og í Lundúnum sagði Blair að það væri engin afsökun til fyrir verkum sprengjumannanna. "Hvaða afsökun eða réttlætingu þessir menn finna sér tel ég ekki að við eigum að gefa svo mikið sem þumlung eftir, ekki í þessu landi (...) né í Írak né Afganistan, né hvað varðar stuðning okkar við Ísrael og Palestínu, né í stuðningi okkar við þá bandamenn sem við kjósum okkur, þar á meðal Bandaríkin. Við eigum ekki að gefa þessu liði einn einasta þumlung eftir," sagði Blair. Breska innanríkisráðuneytið upplýsti að tveir mannanna fjögurra sem eftirlýstir eru vegna misheppnuðu sprengjuárásanna sl. fimmtudag hafi flutst til Bretlands á barnsaldri, en fjölskyldur þeirra komu þangað sem flóttamenn frá A-Afríku. Annar heitir Yasin Hassan Omar, en hann var 11 ára er hann kom til Bretlands frá Sómalíu árið 1992. Hann reyndi að sprengja sprengju í jarðlest við Warren Street-stöðina. Hinn heitir Muktar Said Ibrahim, einnig þekktur sem Muktar Mohammed Said, en hann kom til landsins tólf ára að aldri árið 1990, fékk dvalarleyfi árið 1992 og breskan ríkisborgararétt árið 2004. Sprengjusérfræðingar rannsökuðu grunsamlegt efni sem fannst í íbúð í Norður-Lundúnum sem Said er sagður hafa komið í nýlega. Bíll sem fannst þar nálægt var einnig rannsakaður. Alls eru nú fimm manns í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira