Blair segir Breta hvergi hvika 26. júlí 2005 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu ekki "hvika svo mikið sem þumlung" fyrir hryðjuverkamönnum og ekki láta þá hafa nein áhrif á stjórnarstefnuna, svo sem í Írak eða Miðausturlöndum. Bresk lögregluyfirvöld upplýstu að tveir mannanna sem eftirlýstir eru fyrir að hafa staðið að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í Lundúnum í síðustu viku séu löglegir innflytjendur sem fluttu á barnsaldri til Bretlands frá Sómalíu og Erítreu. Blair sagði þetta eftir fund með forystumönnum stjórnarandstöðunnar þar sem hann ræddi ný hryðjuverkavarnalög sem hafa það að markmiði að hindra að sjálfsmorðssprengjuárásir á borð við þær sem framdar voru þann 7. júlí gætu endurtekið sig, en þær kostuðu 52 manns lífið auk árásarmannanna fjögurra. Á mánaðarlegum blaðamannafundi sínum sagði Blair að viðbrögð Lundúnabúa við árásunum 7. og 21. júlí hefðu verið "undraverð". "Lundúnabúar sæta mikilli prófraun en standa keikir," sagði hann. Spurður hvort virk þátttaka Breta í innrásinni í Írak hefði kynt undir hryðjuverkaárásum víða um heim og í Lundúnum sagði Blair að það væri engin afsökun til fyrir verkum sprengjumannanna. "Hvaða afsökun eða réttlætingu þessir menn finna sér tel ég ekki að við eigum að gefa svo mikið sem þumlung eftir, ekki í þessu landi (...) né í Írak né Afganistan, né hvað varðar stuðning okkar við Ísrael og Palestínu, né í stuðningi okkar við þá bandamenn sem við kjósum okkur, þar á meðal Bandaríkin. Við eigum ekki að gefa þessu liði einn einasta þumlung eftir," sagði Blair. Breska innanríkisráðuneytið upplýsti að tveir mannanna fjögurra sem eftirlýstir eru vegna misheppnuðu sprengjuárásanna sl. fimmtudag hafi flutst til Bretlands á barnsaldri, en fjölskyldur þeirra komu þangað sem flóttamenn frá A-Afríku. Annar heitir Yasin Hassan Omar, en hann var 11 ára er hann kom til Bretlands frá Sómalíu árið 1992. Hann reyndi að sprengja sprengju í jarðlest við Warren Street-stöðina. Hinn heitir Muktar Said Ibrahim, einnig þekktur sem Muktar Mohammed Said, en hann kom til landsins tólf ára að aldri árið 1990, fékk dvalarleyfi árið 1992 og breskan ríkisborgararétt árið 2004. Sprengjusérfræðingar rannsökuðu grunsamlegt efni sem fannst í íbúð í Norður-Lundúnum sem Said er sagður hafa komið í nýlega. Bíll sem fannst þar nálægt var einnig rannsakaður. Alls eru nú fimm manns í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu ekki "hvika svo mikið sem þumlung" fyrir hryðjuverkamönnum og ekki láta þá hafa nein áhrif á stjórnarstefnuna, svo sem í Írak eða Miðausturlöndum. Bresk lögregluyfirvöld upplýstu að tveir mannanna sem eftirlýstir eru fyrir að hafa staðið að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í Lundúnum í síðustu viku séu löglegir innflytjendur sem fluttu á barnsaldri til Bretlands frá Sómalíu og Erítreu. Blair sagði þetta eftir fund með forystumönnum stjórnarandstöðunnar þar sem hann ræddi ný hryðjuverkavarnalög sem hafa það að markmiði að hindra að sjálfsmorðssprengjuárásir á borð við þær sem framdar voru þann 7. júlí gætu endurtekið sig, en þær kostuðu 52 manns lífið auk árásarmannanna fjögurra. Á mánaðarlegum blaðamannafundi sínum sagði Blair að viðbrögð Lundúnabúa við árásunum 7. og 21. júlí hefðu verið "undraverð". "Lundúnabúar sæta mikilli prófraun en standa keikir," sagði hann. Spurður hvort virk þátttaka Breta í innrásinni í Írak hefði kynt undir hryðjuverkaárásum víða um heim og í Lundúnum sagði Blair að það væri engin afsökun til fyrir verkum sprengjumannanna. "Hvaða afsökun eða réttlætingu þessir menn finna sér tel ég ekki að við eigum að gefa svo mikið sem þumlung eftir, ekki í þessu landi (...) né í Írak né Afganistan, né hvað varðar stuðning okkar við Ísrael og Palestínu, né í stuðningi okkar við þá bandamenn sem við kjósum okkur, þar á meðal Bandaríkin. Við eigum ekki að gefa þessu liði einn einasta þumlung eftir," sagði Blair. Breska innanríkisráðuneytið upplýsti að tveir mannanna fjögurra sem eftirlýstir eru vegna misheppnuðu sprengjuárásanna sl. fimmtudag hafi flutst til Bretlands á barnsaldri, en fjölskyldur þeirra komu þangað sem flóttamenn frá A-Afríku. Annar heitir Yasin Hassan Omar, en hann var 11 ára er hann kom til Bretlands frá Sómalíu árið 1992. Hann reyndi að sprengja sprengju í jarðlest við Warren Street-stöðina. Hinn heitir Muktar Said Ibrahim, einnig þekktur sem Muktar Mohammed Said, en hann kom til landsins tólf ára að aldri árið 1990, fékk dvalarleyfi árið 1992 og breskan ríkisborgararétt árið 2004. Sprengjusérfræðingar rannsökuðu grunsamlegt efni sem fannst í íbúð í Norður-Lundúnum sem Said er sagður hafa komið í nýlega. Bíll sem fannst þar nálægt var einnig rannsakaður. Alls eru nú fimm manns í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira