Lögreglan í kappi við tímann 25. júlí 2005 00:01 Breska lögreglan er nú í kappi við tímann en fjögurra tilræðismanna, sem gerðu misheppnaðar tilraunir til hryðjuverka á fimmtudaginn, er nú leitað. Óttast er að þeir leggi á ráðin um frekari árásir í London og að borgin sé orðin meginskotmark alþjóðlegra hryðjuverkamanna. Lögregla vill ekki staðfesta að fimmta mannsins sé leitað en um helgina fannst ósprungin sprengja í norðvesturhluta Lundúnaborgar sem grunur leikur á að hafi átt að vera hluti fimmtu árásarinnar. Mikil áhersla er hins vegar lögð á að ná þeim fjórum tilræðismönnum sem leika lausum hala þar sem þeir þykja líklegir til að reyna aftur hryðjuverk. Því sé þetta kapphlaup við tímann. Hins vegar er talið líklegt að þeir láti lítið fyrir sér fara í augnablikinu eftir að myndir af þeim úr öryggismyndavélum voru birtar um helgina. Talsmenn lögreglu segja ólíklegt að þeir hafi flúið land en að margt bendi til þess að þeir feli sig í skálkaskjóli. Önnur ástæða þess að lögreglan gerir mikið út leitinni að tilræðismönnunum er atvik helgarinnar, þegar lögreglumenn skutu Braselíumann á þrítugsaldri. Honum hafði verið fylgt eftir úr húsi sem hafði verið undir eftirliti og þegar hann stökk af stað þegar lögregla skipaði honum að stansa var hann skotinn fimm sinnum í höfuðið. Braselíumenn í London sem og yfirvöld í Braselíu gagnrýna framgang lögreglunnar og krefjast rannsóknar, en könnun, sem birt var í dag, sýnir að nærri þrír af hverjum fjórum Bretum telja starfsaðferðir lögreglunnar réttlætanlegar. Lögreglunni hefur verið skipað að skjóta grunsamlega menn í höfuðið og drepa í stað þess að skjóta í brjósti og stöðva þá þannig. Ástæðan er sú að hryðjuverkamenn geta kveikt á sprengju þó að þeir liggi helsærðir á götunni. Talsmenn lögreglunnar segja ljóst að fleiri saklausir borgarar gætu verið drepnir vegna þessarar stefnu. Fleiri kannanir hafa verið birtar í dag, til að mynda ein í Daily Mirror. Þar kemur í ljós að nærri fjórðungur allra Breta er á því að Íraksstríðið sé meginástæða árásanna á Lundúnir undanfarið, og sextíu og tvö prósent segja það í það minnsta eina ástæðuna. Tony Blair hefur þvertekið fyrir nokkurt samhengi, en almenningur virðist miðað við þetta ekki vera honum sammála. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Breska lögreglan er nú í kappi við tímann en fjögurra tilræðismanna, sem gerðu misheppnaðar tilraunir til hryðjuverka á fimmtudaginn, er nú leitað. Óttast er að þeir leggi á ráðin um frekari árásir í London og að borgin sé orðin meginskotmark alþjóðlegra hryðjuverkamanna. Lögregla vill ekki staðfesta að fimmta mannsins sé leitað en um helgina fannst ósprungin sprengja í norðvesturhluta Lundúnaborgar sem grunur leikur á að hafi átt að vera hluti fimmtu árásarinnar. Mikil áhersla er hins vegar lögð á að ná þeim fjórum tilræðismönnum sem leika lausum hala þar sem þeir þykja líklegir til að reyna aftur hryðjuverk. Því sé þetta kapphlaup við tímann. Hins vegar er talið líklegt að þeir láti lítið fyrir sér fara í augnablikinu eftir að myndir af þeim úr öryggismyndavélum voru birtar um helgina. Talsmenn lögreglu segja ólíklegt að þeir hafi flúið land en að margt bendi til þess að þeir feli sig í skálkaskjóli. Önnur ástæða þess að lögreglan gerir mikið út leitinni að tilræðismönnunum er atvik helgarinnar, þegar lögreglumenn skutu Braselíumann á þrítugsaldri. Honum hafði verið fylgt eftir úr húsi sem hafði verið undir eftirliti og þegar hann stökk af stað þegar lögregla skipaði honum að stansa var hann skotinn fimm sinnum í höfuðið. Braselíumenn í London sem og yfirvöld í Braselíu gagnrýna framgang lögreglunnar og krefjast rannsóknar, en könnun, sem birt var í dag, sýnir að nærri þrír af hverjum fjórum Bretum telja starfsaðferðir lögreglunnar réttlætanlegar. Lögreglunni hefur verið skipað að skjóta grunsamlega menn í höfuðið og drepa í stað þess að skjóta í brjósti og stöðva þá þannig. Ástæðan er sú að hryðjuverkamenn geta kveikt á sprengju þó að þeir liggi helsærðir á götunni. Talsmenn lögreglunnar segja ljóst að fleiri saklausir borgarar gætu verið drepnir vegna þessarar stefnu. Fleiri kannanir hafa verið birtar í dag, til að mynda ein í Daily Mirror. Þar kemur í ljós að nærri fjórðungur allra Breta er á því að Íraksstríðið sé meginástæða árásanna á Lundúnir undanfarið, og sextíu og tvö prósent segja það í það minnsta eina ástæðuna. Tony Blair hefur þvertekið fyrir nokkurt samhengi, en almenningur virðist miðað við þetta ekki vera honum sammála.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira