Lundúnalögreglan biðst afsökunar 24. júlí 2005 00:01 Lögreglustjórinn í Lundúnum, Ian Blair, baðst í gær opinberlega afsökunar á því að lögregla skyldi hafa skotið til bana brasilískan rafvirkja, sem ekki tengdist hryðjuverkaárásunum í borginni á nokkurn hátt. Blair varði engu að síður þá stefnu lögreglunnar að hika ekki við að skjóta menn ef ástæða væri til að gruna þá um að bera á sér sprengju. Lundúnalögreglan tilkynnti í gærkvöld að hún hefði handtekið þriðja manninn í tengslum við rannsókn misheppnuðu tilræðanna síðasta fimmtudag. Upplýsti hún að maðurinn hefði verið handtekinn í nafni hryðjuverkavarnalaga, í sama hverfi í suðurhluta borgarinnar og Brasilíumaðurinn bjó í. Blair lögreglustjóri sagði enn fremur á blaðamannafundi að sprengiefninu sem notað var við hin misheppnuðu sprengjutilræði á fimmtudaginn svipaði mjög til þess sem notað var við hin mannskæðu tilræði tveimur vikum fyrr. Verið væri að rannsaka vísbendingar um viss tengsl milli tilræðismannanna 7. og 21. júlí. Engar sannanir væru þó enn fyrir tengslum milli tilræðanna, að sögn lögreglustjórans. Hann sagði rannsóknarina nú helst beinast að mönnunum fjórum sem eftirlitsmyndavélamyndir voru birtar af á föstudag. Blair skoraði á breska múslimasamfélagið að leggja lögreglunni lið í rannsókninni. Allar ábendingar væru líka vel þegnar, hefði einhver séð einhvern fjórmenningana sem lýst hefur verið eftir. Loft var ennþá lævi blandið í borginni í gær og lögregla beitti sprengiefni til að eyða grunsamlegum pakka sem fannst í garði í norðausturhluta Lundúna. Að sögn talsmanna lögreglunnar lék grunur á að pakkinn kynni að hafa tengst hlutum sem notaðir voru í misheppnuðu tilræðunum á fimmtudaginn. Nánari upplýsingar var ekki að fá að svo stöddu. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Lögreglustjórinn í Lundúnum, Ian Blair, baðst í gær opinberlega afsökunar á því að lögregla skyldi hafa skotið til bana brasilískan rafvirkja, sem ekki tengdist hryðjuverkaárásunum í borginni á nokkurn hátt. Blair varði engu að síður þá stefnu lögreglunnar að hika ekki við að skjóta menn ef ástæða væri til að gruna þá um að bera á sér sprengju. Lundúnalögreglan tilkynnti í gærkvöld að hún hefði handtekið þriðja manninn í tengslum við rannsókn misheppnuðu tilræðanna síðasta fimmtudag. Upplýsti hún að maðurinn hefði verið handtekinn í nafni hryðjuverkavarnalaga, í sama hverfi í suðurhluta borgarinnar og Brasilíumaðurinn bjó í. Blair lögreglustjóri sagði enn fremur á blaðamannafundi að sprengiefninu sem notað var við hin misheppnuðu sprengjutilræði á fimmtudaginn svipaði mjög til þess sem notað var við hin mannskæðu tilræði tveimur vikum fyrr. Verið væri að rannsaka vísbendingar um viss tengsl milli tilræðismannanna 7. og 21. júlí. Engar sannanir væru þó enn fyrir tengslum milli tilræðanna, að sögn lögreglustjórans. Hann sagði rannsóknarina nú helst beinast að mönnunum fjórum sem eftirlitsmyndavélamyndir voru birtar af á föstudag. Blair skoraði á breska múslimasamfélagið að leggja lögreglunni lið í rannsókninni. Allar ábendingar væru líka vel þegnar, hefði einhver séð einhvern fjórmenningana sem lýst hefur verið eftir. Loft var ennþá lævi blandið í borginni í gær og lögregla beitti sprengiefni til að eyða grunsamlegum pakka sem fannst í garði í norðausturhluta Lundúna. Að sögn talsmanna lögreglunnar lék grunur á að pakkinn kynni að hafa tengst hlutum sem notaðir voru í misheppnuðu tilræðunum á fimmtudaginn. Nánari upplýsingar var ekki að fá að svo stöddu.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira