Breska lögregla bæði harmar og ver 13. október 2005 19:34 Breska lögreglan hefur upplýst að maðurinn sem var skotinn til bana í gær, hafi ekki tengst sprengjutilræðunum síðastliðinn fimmtudag. Ekki var hins vegar sagt hver maðurinn var, eða hvers vegna hann var undir eftirliti. Breska lögreglan ver eftir sem áður þá stefnu að það skuli skotið til að drepa, þegar fengist er við hugsanlegan sjálfsmorðssprengjumann. Breska lögreglan beitir örsjaldan skotvopnum, enda eru það aðeins sérsveitir hennar sem að jafnaði bera vopn. Lögreglumönnum er líka uppálagt að ef þeir neyðist til þess að grípa til vopna eigi þeir að reyna að gera andstæðinginn óvirkan með því að skjóta í líkama hans. Það hrukku því margir við þegar maður var skotinn til bana, af ásettu ráði, á Stockwell brautarstöðinni, í gær. Lögreglumenn skutu manninn að minnsta kosti fimm skotum, meðal annars í höfuðið, þar sem hann lá á brautarpallinum. Mannréttindasamtök múslima, í Bretlandi, hafa lýst áhyggjum sínum af þessari þróun og ýmsir andstæðingar stríðsins í Írak hafa fordæmt hana. Breska lögreglan ver hinsvegar gerðir sínar og yfirvöld standa með henni. Lögð er áhersla á að það sé ennþá regla að beita ekki skotvopnum nema í ítrustu neyð. Í tilfelli mannsins sem var skotinn í gær, er sagt að hann hafi komið út húsi sem var undir eftirliti vegna þess að þar voru hryðjuverkamenn taldir halda til. Þegar lögreglumennirnir reyndu að stöðva hann lagði hann á flótta og stökk yfir grindverk og girðingar. Maðurinn var bæði í þykkum vetrarjakka, í sumarhitanum, og með bakpoka. Þegar hann stökk inn á Stockwell brautarstöðina, þar sem mikill mannfjöldi var fyrir, töldu lögreglumennirnir svo mikla hættu á að hann væri með sprengju, að þeir skutu hann til bana. Opinber rannsókn mun að sjálfsögðu fara fram á þessum atburði. Ef kemur í ljós að maðurinn var alsaklaus, mun það líklega draga dilk á eftir sér. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Breska lögreglan hefur upplýst að maðurinn sem var skotinn til bana í gær, hafi ekki tengst sprengjutilræðunum síðastliðinn fimmtudag. Ekki var hins vegar sagt hver maðurinn var, eða hvers vegna hann var undir eftirliti. Breska lögreglan ver eftir sem áður þá stefnu að það skuli skotið til að drepa, þegar fengist er við hugsanlegan sjálfsmorðssprengjumann. Breska lögreglan beitir örsjaldan skotvopnum, enda eru það aðeins sérsveitir hennar sem að jafnaði bera vopn. Lögreglumönnum er líka uppálagt að ef þeir neyðist til þess að grípa til vopna eigi þeir að reyna að gera andstæðinginn óvirkan með því að skjóta í líkama hans. Það hrukku því margir við þegar maður var skotinn til bana, af ásettu ráði, á Stockwell brautarstöðinni, í gær. Lögreglumenn skutu manninn að minnsta kosti fimm skotum, meðal annars í höfuðið, þar sem hann lá á brautarpallinum. Mannréttindasamtök múslima, í Bretlandi, hafa lýst áhyggjum sínum af þessari þróun og ýmsir andstæðingar stríðsins í Írak hafa fordæmt hana. Breska lögreglan ver hinsvegar gerðir sínar og yfirvöld standa með henni. Lögð er áhersla á að það sé ennþá regla að beita ekki skotvopnum nema í ítrustu neyð. Í tilfelli mannsins sem var skotinn í gær, er sagt að hann hafi komið út húsi sem var undir eftirliti vegna þess að þar voru hryðjuverkamenn taldir halda til. Þegar lögreglumennirnir reyndu að stöðva hann lagði hann á flótta og stökk yfir grindverk og girðingar. Maðurinn var bæði í þykkum vetrarjakka, í sumarhitanum, og með bakpoka. Þegar hann stökk inn á Stockwell brautarstöðina, þar sem mikill mannfjöldi var fyrir, töldu lögreglumennirnir svo mikla hættu á að hann væri með sprengju, að þeir skutu hann til bana. Opinber rannsókn mun að sjálfsögðu fara fram á þessum atburði. Ef kemur í ljós að maðurinn var alsaklaus, mun það líklega draga dilk á eftir sér.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira