Sprengingar skelfa Lundúnabúa 13. október 2005 19:33 Sprengingar urðu í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum um hádegisbil í gær, en þær voru mun minni en þær sem bönuðu 56 manns fyrir hálfum mánuði. Aðeins einn maður særðist í sprengingunum í gær, að því er fregnir hermdu. Lögreglustjóri borgarinnar sagði að mikið af sönnunargögnum hefðu fundist sem líkleg væru til að vísa lögreglunni á þá sem að tilræðunum stóðu. Sprengingarnar urðu nærri samtímis í þremur jarðlestum og einum strætisvagni, sú fyrsta klukkan 12:38 að staðartíma og hinar innan næsta hálftíma. Þeim svipaði þannig mjög til mannskæðu sjálfsmorðssprengjutilræðanna 7. júlí, nema hvað aflið í sprengingunum var að þessu sinni mun minna en þá. Eins og gefur að skilja voru Lundúnabúar slegnir en borgarlífið var þó fljótt að komast aftur í sinn vanagang. Sir Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, vildi ekki segja af eða á um það hvort einhver hefði verið handtekinn vegna málsins strax í gær. En hann sagði augsýnilegt að tilgangur tilræðismannanna hefði verið að valda dauðsföllum. Hann sagði ennfremur að ekki væri ljóst hvort nokkur bein tengsl væru milli þessara nýjustu og 7. júlí-tilræðanna. Fólk sem var statt í jarðlestarstöðvunum þremur, Warren Street, Oval og Shepherd's Bush, flúði þaðan í skelfingu er sprengingarnar urðu. Lögregla girti stöðvarnar og nágrenni þeirra af og umferð stöðvaðist um þær þrjár jarðlestaleiðir sem lágu um þessar stöðvar. Sprengingin í strætisvagninum varð á Hackney Road í austurhluta borgarinnar, en hún þeytti rúðum úr honum. Vopnuð lögreglusveit stormaði inn í University College-sjúkrahúsið, sem er rétt við Warren Street-stöðina, skömmu eftir að særður maður var borinn þangað inn. Sky-fréttasjónvarpsstöðin sagði frá því að lögreglan leitaði manns í blárri skyrtu sem vírar hefðu sést standa út úr. Sérfræðingar í hryðjuverkamálum voru hikandi við að fullyrða að tengsl væru milli hryðjuverkanna nú og fyrir hálfum mánuði. Að sögn AP-fréttastofunnar segja sumir að hermikrákur gætu hafa verið að verki í gær, en aðrir að hópur tengdur þeim sem framdi fyrra hryðjuverkið bæri ábyrgð á þessu nýjasta. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Sprengingar urðu í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum um hádegisbil í gær, en þær voru mun minni en þær sem bönuðu 56 manns fyrir hálfum mánuði. Aðeins einn maður særðist í sprengingunum í gær, að því er fregnir hermdu. Lögreglustjóri borgarinnar sagði að mikið af sönnunargögnum hefðu fundist sem líkleg væru til að vísa lögreglunni á þá sem að tilræðunum stóðu. Sprengingarnar urðu nærri samtímis í þremur jarðlestum og einum strætisvagni, sú fyrsta klukkan 12:38 að staðartíma og hinar innan næsta hálftíma. Þeim svipaði þannig mjög til mannskæðu sjálfsmorðssprengjutilræðanna 7. júlí, nema hvað aflið í sprengingunum var að þessu sinni mun minna en þá. Eins og gefur að skilja voru Lundúnabúar slegnir en borgarlífið var þó fljótt að komast aftur í sinn vanagang. Sir Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, vildi ekki segja af eða á um það hvort einhver hefði verið handtekinn vegna málsins strax í gær. En hann sagði augsýnilegt að tilgangur tilræðismannanna hefði verið að valda dauðsföllum. Hann sagði ennfremur að ekki væri ljóst hvort nokkur bein tengsl væru milli þessara nýjustu og 7. júlí-tilræðanna. Fólk sem var statt í jarðlestarstöðvunum þremur, Warren Street, Oval og Shepherd's Bush, flúði þaðan í skelfingu er sprengingarnar urðu. Lögregla girti stöðvarnar og nágrenni þeirra af og umferð stöðvaðist um þær þrjár jarðlestaleiðir sem lágu um þessar stöðvar. Sprengingin í strætisvagninum varð á Hackney Road í austurhluta borgarinnar, en hún þeytti rúðum úr honum. Vopnuð lögreglusveit stormaði inn í University College-sjúkrahúsið, sem er rétt við Warren Street-stöðina, skömmu eftir að særður maður var borinn þangað inn. Sky-fréttasjónvarpsstöðin sagði frá því að lögreglan leitaði manns í blárri skyrtu sem vírar hefðu sést standa út úr. Sérfræðingar í hryðjuverkamálum voru hikandi við að fullyrða að tengsl væru milli hryðjuverkanna nú og fyrir hálfum mánuði. Að sögn AP-fréttastofunnar segja sumir að hermikrákur gætu hafa verið að verki í gær, en aðrir að hópur tengdur þeim sem framdi fyrra hryðjuverkið bæri ábyrgð á þessu nýjasta.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira