Vísbendingar um hermikrákuárásir 13. október 2005 19:33 Fjórar hryðjuverkaárásir eða tilraunir til árása voru gerðar í Lundúnum um hádegisbilið í dag og fyrir nokkrum mínútum girtu lögreglumenn University College sjúkrahúsið af. Vopnaðir lögreglumenn fóru inn í sjúkrahúsið en þar liggur töluverður fjöldi þeirra sem slösuðust í hryðjuverkaárásunum fyrir hálfum mánuði. Ekki er ljóst af hverju vopnaðir lögreglumenn eru á sjúkrahúsinu. Lögreglustjórinn í Lundúnum segir óvíst hvort að sprengjurnar sprungu, en hafi þær gert það hafi þær verið mun minni en þær sem notaðar voru í árásunum fyrir hálfum mánuði. Getgátur eru um að árásirnar hafi í raun mistekist og óljósar fregnir barast af því að sprengjan í Warren Street hafi verið naglasprengja. Heimildarmenn Sky innan Scotland Yard segja ýmislegt benda til þess að hvellhettur hafi sprungið í eða við neðanjarðarlestar á þremur stöðvum í borginni: Shephard´s Bush, Oval-stöðina og Warren Street. Öðrum lestarstöðvum hefur verið lokað: Westminster, Waterloo, King´s Cross, St. Paul og Oxford Circus. AP greinir ennfremur frá því að menn í eiturefnagöllum séu við það að fara inn í Warren Street lestarstöðina, þaðan sem fregnir bárust af sprengingu fyrr í dag. BBC segir að engar vísbendingar um eiturefna- eða sýklavopn hafi fundist. Þar mun einnig einn hafa slasast, en hvorki er ljóst hver það er né hversu alvarleg meiðslin kunna að vera. Götum í nánd við Warren Street neðanjarðarlestarstöðina í London hefur verið lokað og lögregla segir fólki að yfirgefa svæðið. Sömu sögu er að segja í nánd við Oval-stöðina og þar hafa byggingar í grennd einnig verið rýmdar, og svo Shephard´s Bush. BBC segir reyk sjáanlegan við tvær stöðvanna. Auk þess varð sprenging í strætisvagni númer 26 í Hackney og segja talsmenn fyrirtækisins sem rekur vagninn að rúðurnar úr honum hafi þeyst út. Sjónarvottar segja þetta rangt, að vagninn virðist óskemmdur. Enginn slasaðist í honum og hefur lögregla girt hann af sem er túlkað sem svo að óttast sé að sprengja kunni enn að vera um borð. Fréttastofur og fréttastöðvar á Bretlandi hafa rætt við fjölda sjónarvotta en lögregla er dugleg við að biðja fólk um að slökkva á farsímum þar sem óttast er að rafbylgjur frá símunum geti sett aðrar sprengjur af stað. Ýmislegt bendir til þess að hermikrákur hafi verið á ferð, fólk sem vildi fylgja fordæmi hryðjuverkamannanna sem gerðu sjálfsmorðsárásir fyrir hálfum mánuði. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Fjórar hryðjuverkaárásir eða tilraunir til árása voru gerðar í Lundúnum um hádegisbilið í dag og fyrir nokkrum mínútum girtu lögreglumenn University College sjúkrahúsið af. Vopnaðir lögreglumenn fóru inn í sjúkrahúsið en þar liggur töluverður fjöldi þeirra sem slösuðust í hryðjuverkaárásunum fyrir hálfum mánuði. Ekki er ljóst af hverju vopnaðir lögreglumenn eru á sjúkrahúsinu. Lögreglustjórinn í Lundúnum segir óvíst hvort að sprengjurnar sprungu, en hafi þær gert það hafi þær verið mun minni en þær sem notaðar voru í árásunum fyrir hálfum mánuði. Getgátur eru um að árásirnar hafi í raun mistekist og óljósar fregnir barast af því að sprengjan í Warren Street hafi verið naglasprengja. Heimildarmenn Sky innan Scotland Yard segja ýmislegt benda til þess að hvellhettur hafi sprungið í eða við neðanjarðarlestar á þremur stöðvum í borginni: Shephard´s Bush, Oval-stöðina og Warren Street. Öðrum lestarstöðvum hefur verið lokað: Westminster, Waterloo, King´s Cross, St. Paul og Oxford Circus. AP greinir ennfremur frá því að menn í eiturefnagöllum séu við það að fara inn í Warren Street lestarstöðina, þaðan sem fregnir bárust af sprengingu fyrr í dag. BBC segir að engar vísbendingar um eiturefna- eða sýklavopn hafi fundist. Þar mun einnig einn hafa slasast, en hvorki er ljóst hver það er né hversu alvarleg meiðslin kunna að vera. Götum í nánd við Warren Street neðanjarðarlestarstöðina í London hefur verið lokað og lögregla segir fólki að yfirgefa svæðið. Sömu sögu er að segja í nánd við Oval-stöðina og þar hafa byggingar í grennd einnig verið rýmdar, og svo Shephard´s Bush. BBC segir reyk sjáanlegan við tvær stöðvanna. Auk þess varð sprenging í strætisvagni númer 26 í Hackney og segja talsmenn fyrirtækisins sem rekur vagninn að rúðurnar úr honum hafi þeyst út. Sjónarvottar segja þetta rangt, að vagninn virðist óskemmdur. Enginn slasaðist í honum og hefur lögregla girt hann af sem er túlkað sem svo að óttast sé að sprengja kunni enn að vera um borð. Fréttastofur og fréttastöðvar á Bretlandi hafa rætt við fjölda sjónarvotta en lögregla er dugleg við að biðja fólk um að slökkva á farsímum þar sem óttast er að rafbylgjur frá símunum geti sett aðrar sprengjur af stað. Ýmislegt bendir til þess að hermikrákur hafi verið á ferð, fólk sem vildi fylgja fordæmi hryðjuverkamannanna sem gerðu sjálfsmorðsárásir fyrir hálfum mánuði.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira