Tengja árásir stríðsrekstri 19. júlí 2005 00:01 Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverkaárásunum á Lundúnir, samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian sem birt var í morgun. Í skýrslu breskrar rannsóknarstofnunar frá í gær var komist að sömu niðurstöðu, en breskir ráðamenn vísa þessu með öllu á bug og benda á að árásirnar ellefta september 2001 hafi verið gerðar áður en nokkur stríðsrekstur hófst. Almenningur virðist líta málið öðrum augum. Þá sýnir könnun Guardian að þrír af hverjum fjórum telja líklegt að fleiri árásir af þessum toga verði gerðar á Bretland í nánustu framtíð. Í skýrslu Chatham House stofnunarinnar í gær voru yfirvöld gagnrýnd fyrir að hafa sofið á verðinum gagnvart íslömskum hryðjuverkamönnum þar til seint á síðasta áratug, en uppljóstranir New York Times í dag benda til þess að blundað hafi verið þar til fyrir nokkrum vikum. Í blaðinu er fullyrt að breska leyniþjónustan hafi komist að þeirri niðurstöðu aðeins mánuði fyrir árásirnar í London að enginn hópur hefði bæði getu og vilja til að gera stóra hryðjuverkaárás á Bretland. Í kjölfarið var hættuástand lækkað um eitt þrep. New York Times vitnar í trúnaðarskýrslu leyniþjónustunnar máli sínu til stuðnings. Yfirmenn leyniþjónustunnar neita að tjá sig um málið. Leitin að sökudólgunum og höfuðpaurum hryðjuverkahópsins í London heldur áfram. Tuttugu og fimm voru handteknir í Pakistan í nótt í tengslum við rannsókn á aðild pakistanskra borgara að hryðjuverkunum. Flestir voru mennirnir handteknir í Punjab og eru þeir sagðir tilheyra bönnuðum hópum harðlínu-íslamista. Hryðjuverkamennirnir í London höfðu flestir dvalið í Pakistan einhvern tíma undanfarin tvö ár og er talið víst að þeir hafi þar átt samskipti við þekkta öfgamenn. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretands hefur ákveðið að verja röskum tveim milljörðum króna aukalega í baráttuna gegn hryðjuverkum. Helmingur peninganna fer beint til fórnarlamba árásanna, en hinn helmingurinn fer í að efla löggæslu. Þá hefur náðst samkomulag milli Verkamannaflokksins og stjórnarandstöðu flokkanna í Bretlandi um aðgerðir gegn hryðjuverkum í framtíðinni og vonast er til að ný lög um hryðjuverk fari í gegnum breska þingið í desember. Almenningur virðist vera á því að taka eigi hart á öfgamönnum sem hvetja til illra verka. Í könnun Guardian voru yfir sjötíu prósent á því að vísa ætti múslímum, sem stunda haturssáróður, úr landi. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverkaárásunum á Lundúnir, samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian sem birt var í morgun. Í skýrslu breskrar rannsóknarstofnunar frá í gær var komist að sömu niðurstöðu, en breskir ráðamenn vísa þessu með öllu á bug og benda á að árásirnar ellefta september 2001 hafi verið gerðar áður en nokkur stríðsrekstur hófst. Almenningur virðist líta málið öðrum augum. Þá sýnir könnun Guardian að þrír af hverjum fjórum telja líklegt að fleiri árásir af þessum toga verði gerðar á Bretland í nánustu framtíð. Í skýrslu Chatham House stofnunarinnar í gær voru yfirvöld gagnrýnd fyrir að hafa sofið á verðinum gagnvart íslömskum hryðjuverkamönnum þar til seint á síðasta áratug, en uppljóstranir New York Times í dag benda til þess að blundað hafi verið þar til fyrir nokkrum vikum. Í blaðinu er fullyrt að breska leyniþjónustan hafi komist að þeirri niðurstöðu aðeins mánuði fyrir árásirnar í London að enginn hópur hefði bæði getu og vilja til að gera stóra hryðjuverkaárás á Bretland. Í kjölfarið var hættuástand lækkað um eitt þrep. New York Times vitnar í trúnaðarskýrslu leyniþjónustunnar máli sínu til stuðnings. Yfirmenn leyniþjónustunnar neita að tjá sig um málið. Leitin að sökudólgunum og höfuðpaurum hryðjuverkahópsins í London heldur áfram. Tuttugu og fimm voru handteknir í Pakistan í nótt í tengslum við rannsókn á aðild pakistanskra borgara að hryðjuverkunum. Flestir voru mennirnir handteknir í Punjab og eru þeir sagðir tilheyra bönnuðum hópum harðlínu-íslamista. Hryðjuverkamennirnir í London höfðu flestir dvalið í Pakistan einhvern tíma undanfarin tvö ár og er talið víst að þeir hafi þar átt samskipti við þekkta öfgamenn. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretands hefur ákveðið að verja röskum tveim milljörðum króna aukalega í baráttuna gegn hryðjuverkum. Helmingur peninganna fer beint til fórnarlamba árásanna, en hinn helmingurinn fer í að efla löggæslu. Þá hefur náðst samkomulag milli Verkamannaflokksins og stjórnarandstöðu flokkanna í Bretlandi um aðgerðir gegn hryðjuverkum í framtíðinni og vonast er til að ný lög um hryðjuverk fari í gegnum breska þingið í desember. Almenningur virðist vera á því að taka eigi hart á öfgamönnum sem hvetja til illra verka. Í könnun Guardian voru yfir sjötíu prósent á því að vísa ætti múslímum, sem stunda haturssáróður, úr landi.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira