Ásakanir um andvaraleysi MI5 18. júlí 2005 00:01 Vangaveltur um hvort bresk yfirvöld hefðu sofið á verðinum færðust í aukana í gær, eftir að sagt var frá því í fjölmiðlum að innanríkisleyniþjónustan MI5 hefði tekið til athugunar að minnsta kosti einn mannanna fjögurra sem frömdu sprengjutilræðin í London þann 7. júlí. Liðsmenn MI5 eru sagðir hafa komist að þeirri niðurstöðu að Mohammed Sidique Khan ógnaði ekki þjóðaröryggi og ákváðu að láta ekki fylgjast með honum. Leyniþjónustan beindi sjónum að Khan í tengslum við rannsókn á meintum áformum um að sprengja bílsprengju í Lundúnum. Þá var einnig sagt frá því að bandaríska leyniþjónustan hefði bent breskum bandamönnum sínum á að Germaine Lindsay, sem var fæddur á Jamaíku, væri á eftirlitslista yfir hugsanlega hryðjuverkamenn, en MI5 hafi ákveðið að láta ekki fylgjast með honum. Talsmaður innanríkisráðuneytisins, sem svarar fyrir MI5, neitaði að láta hafa neitt eftir sér um orðróm þess efnis að leyniþjónustan hefði látið hjá líða að nýta mikilvægar vísbendingar sem henni bárust. Né heldur vildu þeir tjá sig um þann orðróm að Breti af pakistönskum uppruna, grunaður um tengsl við al-Kaída, hefði komið til landsins tveimur til þremur vikum fyrir tilræðin í London, og farið úr landi daginn áður en þau voru framin. Komið hefur fram að þrír af sprengjumönnunum fjórum höfðu nýlega farið til Pakistans. Staðfest dauðsföll af völdum tilræðanna eru nú komin í 56. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Vangaveltur um hvort bresk yfirvöld hefðu sofið á verðinum færðust í aukana í gær, eftir að sagt var frá því í fjölmiðlum að innanríkisleyniþjónustan MI5 hefði tekið til athugunar að minnsta kosti einn mannanna fjögurra sem frömdu sprengjutilræðin í London þann 7. júlí. Liðsmenn MI5 eru sagðir hafa komist að þeirri niðurstöðu að Mohammed Sidique Khan ógnaði ekki þjóðaröryggi og ákváðu að láta ekki fylgjast með honum. Leyniþjónustan beindi sjónum að Khan í tengslum við rannsókn á meintum áformum um að sprengja bílsprengju í Lundúnum. Þá var einnig sagt frá því að bandaríska leyniþjónustan hefði bent breskum bandamönnum sínum á að Germaine Lindsay, sem var fæddur á Jamaíku, væri á eftirlitslista yfir hugsanlega hryðjuverkamenn, en MI5 hafi ákveðið að láta ekki fylgjast með honum. Talsmaður innanríkisráðuneytisins, sem svarar fyrir MI5, neitaði að láta hafa neitt eftir sér um orðróm þess efnis að leyniþjónustan hefði látið hjá líða að nýta mikilvægar vísbendingar sem henni bárust. Né heldur vildu þeir tjá sig um þann orðróm að Breti af pakistönskum uppruna, grunaður um tengsl við al-Kaída, hefði komið til landsins tveimur til þremur vikum fyrir tilræðin í London, og farið úr landi daginn áður en þau voru framin. Komið hefur fram að þrír af sprengjumönnunum fjórum höfðu nýlega farið til Pakistans. Staðfest dauðsföll af völdum tilræðanna eru nú komin í 56.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira