Áhyggjur móður hjálpuðu rannsókn 13. júlí 2005 00:01 Símhringing örvæntingarfullrar móður kom bresku lögreglunni á sporið í leitinni að þeim sem frömdu sprengjutilræðin í Lundúnum fyrir viku. Svarið við eftirgrennslan hennar reyndist annað og verra en hún átti von á - sonur hennar er einn þeirra fjögurra manna sem grunaðir eru um að hafa sprengt sprengjur í jarðlestum og strætisvagni og banað að minnsta kosti 52 manns. Lýsing móðurinnar á fötum sonarins kom heim og saman við þau sem voru á líki sem var svo illa farið að talið er að það sé af manninum sem sprengdi sjálfan sig í loft upp í tveggja hæða strætisvagni við Tavistock-torg, að því er dagblaðið The Times greindi frá í gær. Þrettán manns fórust í þeirri sprengingu. Maðurinn, sem var 19 ára og hét Hasib Hussain, sást ásamt þremur öðrum mönnum á upptöku öryggismyndavélar á Kings Cross-lestarstöðinni, en upptakan var frá því kl. 8:30 á fimmtudagsmorguninn, um 20 mínútum áður en sprengjurnar sprungu. Mennirnir eru allir af pakistönskum uppruna en fæddir og uppaldir í Bretlandi. Lögreglan vissi að rannsóknin var keppni við tímann, þar sem á reið að finna hverjir staðið hefðu að tilræðunum; annars væri hætta á að þeir létu aftur til skarar skríða. Þótt sprengjumennirnir hafi sjálfir farist í árásunum er talið líklegt að samverkamenn þeirra eða hugsanlegur forsprakki gangi enn lausir. Sá forsprakki gæti verið tengdur alþjóðlegu hryðjuverkaneti eins og al-Kaída og að sögn sérfræðinga er vel hugsanlegt að hann hafi komið til Bretlands til að leita nýrra liðsmanna í hinu "heilaga stríði" og útvega þeim sprengiefni. "Ég trúi því einfaldlega ekki að verknaður eins og þessi geti hafa verið einkaframtak þessara fjögurra ungu manna," hefur AP eftir Paul Wilkinson, sem starfar við hryðjuverkarannsóknamiðstöð St Andrews-háskóla í Skotlandi. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Símhringing örvæntingarfullrar móður kom bresku lögreglunni á sporið í leitinni að þeim sem frömdu sprengjutilræðin í Lundúnum fyrir viku. Svarið við eftirgrennslan hennar reyndist annað og verra en hún átti von á - sonur hennar er einn þeirra fjögurra manna sem grunaðir eru um að hafa sprengt sprengjur í jarðlestum og strætisvagni og banað að minnsta kosti 52 manns. Lýsing móðurinnar á fötum sonarins kom heim og saman við þau sem voru á líki sem var svo illa farið að talið er að það sé af manninum sem sprengdi sjálfan sig í loft upp í tveggja hæða strætisvagni við Tavistock-torg, að því er dagblaðið The Times greindi frá í gær. Þrettán manns fórust í þeirri sprengingu. Maðurinn, sem var 19 ára og hét Hasib Hussain, sást ásamt þremur öðrum mönnum á upptöku öryggismyndavélar á Kings Cross-lestarstöðinni, en upptakan var frá því kl. 8:30 á fimmtudagsmorguninn, um 20 mínútum áður en sprengjurnar sprungu. Mennirnir eru allir af pakistönskum uppruna en fæddir og uppaldir í Bretlandi. Lögreglan vissi að rannsóknin var keppni við tímann, þar sem á reið að finna hverjir staðið hefðu að tilræðunum; annars væri hætta á að þeir létu aftur til skarar skríða. Þótt sprengjumennirnir hafi sjálfir farist í árásunum er talið líklegt að samverkamenn þeirra eða hugsanlegur forsprakki gangi enn lausir. Sá forsprakki gæti verið tengdur alþjóðlegu hryðjuverkaneti eins og al-Kaída og að sögn sérfræðinga er vel hugsanlegt að hann hafi komið til Bretlands til að leita nýrra liðsmanna í hinu "heilaga stríði" og útvega þeim sprengiefni. "Ég trúi því einfaldlega ekki að verknaður eins og þessi geti hafa verið einkaframtak þessara fjögurra ungu manna," hefur AP eftir Paul Wilkinson, sem starfar við hryðjuverkarannsóknamiðstöð St Andrews-háskóla í Skotlandi.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira