Áhyggjur móður hjálpuðu rannsókn 13. júlí 2005 00:01 Símhringing örvæntingarfullrar móður kom bresku lögreglunni á sporið í leitinni að þeim sem frömdu sprengjutilræðin í Lundúnum fyrir viku. Svarið við eftirgrennslan hennar reyndist annað og verra en hún átti von á - sonur hennar er einn þeirra fjögurra manna sem grunaðir eru um að hafa sprengt sprengjur í jarðlestum og strætisvagni og banað að minnsta kosti 52 manns. Lýsing móðurinnar á fötum sonarins kom heim og saman við þau sem voru á líki sem var svo illa farið að talið er að það sé af manninum sem sprengdi sjálfan sig í loft upp í tveggja hæða strætisvagni við Tavistock-torg, að því er dagblaðið The Times greindi frá í gær. Þrettán manns fórust í þeirri sprengingu. Maðurinn, sem var 19 ára og hét Hasib Hussain, sást ásamt þremur öðrum mönnum á upptöku öryggismyndavélar á Kings Cross-lestarstöðinni, en upptakan var frá því kl. 8:30 á fimmtudagsmorguninn, um 20 mínútum áður en sprengjurnar sprungu. Mennirnir eru allir af pakistönskum uppruna en fæddir og uppaldir í Bretlandi. Lögreglan vissi að rannsóknin var keppni við tímann, þar sem á reið að finna hverjir staðið hefðu að tilræðunum; annars væri hætta á að þeir létu aftur til skarar skríða. Þótt sprengjumennirnir hafi sjálfir farist í árásunum er talið líklegt að samverkamenn þeirra eða hugsanlegur forsprakki gangi enn lausir. Sá forsprakki gæti verið tengdur alþjóðlegu hryðjuverkaneti eins og al-Kaída og að sögn sérfræðinga er vel hugsanlegt að hann hafi komið til Bretlands til að leita nýrra liðsmanna í hinu "heilaga stríði" og útvega þeim sprengiefni. "Ég trúi því einfaldlega ekki að verknaður eins og þessi geti hafa verið einkaframtak þessara fjögurra ungu manna," hefur AP eftir Paul Wilkinson, sem starfar við hryðjuverkarannsóknamiðstöð St Andrews-háskóla í Skotlandi. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Símhringing örvæntingarfullrar móður kom bresku lögreglunni á sporið í leitinni að þeim sem frömdu sprengjutilræðin í Lundúnum fyrir viku. Svarið við eftirgrennslan hennar reyndist annað og verra en hún átti von á - sonur hennar er einn þeirra fjögurra manna sem grunaðir eru um að hafa sprengt sprengjur í jarðlestum og strætisvagni og banað að minnsta kosti 52 manns. Lýsing móðurinnar á fötum sonarins kom heim og saman við þau sem voru á líki sem var svo illa farið að talið er að það sé af manninum sem sprengdi sjálfan sig í loft upp í tveggja hæða strætisvagni við Tavistock-torg, að því er dagblaðið The Times greindi frá í gær. Þrettán manns fórust í þeirri sprengingu. Maðurinn, sem var 19 ára og hét Hasib Hussain, sást ásamt þremur öðrum mönnum á upptöku öryggismyndavélar á Kings Cross-lestarstöðinni, en upptakan var frá því kl. 8:30 á fimmtudagsmorguninn, um 20 mínútum áður en sprengjurnar sprungu. Mennirnir eru allir af pakistönskum uppruna en fæddir og uppaldir í Bretlandi. Lögreglan vissi að rannsóknin var keppni við tímann, þar sem á reið að finna hverjir staðið hefðu að tilræðunum; annars væri hætta á að þeir létu aftur til skarar skríða. Þótt sprengjumennirnir hafi sjálfir farist í árásunum er talið líklegt að samverkamenn þeirra eða hugsanlegur forsprakki gangi enn lausir. Sá forsprakki gæti verið tengdur alþjóðlegu hryðjuverkaneti eins og al-Kaída og að sögn sérfræðinga er vel hugsanlegt að hann hafi komið til Bretlands til að leita nýrra liðsmanna í hinu "heilaga stríði" og útvega þeim sprengiefni. "Ég trúi því einfaldlega ekki að verknaður eins og þessi geti hafa verið einkaframtak þessara fjögurra ungu manna," hefur AP eftir Paul Wilkinson, sem starfar við hryðjuverkarannsóknamiðstöð St Andrews-háskóla í Skotlandi.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira