Foreldrarnir vilja áfrýjun 12. júlí 2005 00:01 Foreldrar stúlku sem beið bana þegar ekið var á hana við Bíldudal í fyrra vilja að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur Vestfjarða vísaði bótakröfu þeirra frá þar sem ekki hafi verið um stórfellt gáleysi að ræða. Umferðarstofa segir að dómstólar verði að gæta að því hvaða skilaboð sé verið að senda út í samfélagið í svona málum. Þar gæti ekki þeirra forvarnarsjónarmiða sem Umferðarstofa vill halda á lofti. Stúlkan, sem var á fimmtánda ári, var á gangi á Bíldudalsvegi ásamt yngri stúlku og hundi. Hundurinn hljóp út á veginn og stökk stúlkan á eftir honum og varð þá fyrir bílnum sem ekið var á miklum hraða eftir veginum. Ökumaðurinn kveðst sjálfur hafa verið á 150 kílómetra hraða skömmu áður, en þegar hann sá stúlkurnar á gangi hafi hann hægt ferðina og beygt til vinstri. Sérfræðingur sem kallaður var til telur að bíllinn hafi verið á 112 kílómetra hraða þegar stúlkan lenti á honum en hún kastaðist 25 metra við höggið. Ökumaðurinn var dæmdur í mánaðar fangelsi, skilorðsbundið, og til sex mánaða ökuleyfissviptingar. Foreldrar stúlkunnar kröfðust miskabóta en Héraðsdómur Vestfjarða vísaði þeirri kröfu frá dómi. Skilyrði til greiðslu bóta þurfi að vera ásetningur eða stórfellt gáleysi og taldi dómarinn að ökumaðurinn hafi ekki sýnt svo stórfellt gáleysi að lagaskilyrði séu til bótagreiðslu. Að sögn réttargæslumanns foreldranna hafa þeir falið honum að skrifa ríkissaksóknara bréf þar sem farið er fram á að dómi héraðsdóms verði áfrýjað og að Hæstiréttur fjalli um þetta mat héraðsdómarans. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu vildi ekki tjá sig um þennan einstaka dóm en sagði að dómstólar þurfi að gæta að því hvaða skilaboð sé verið að senda út í samfélagið. Þau séu ekki alltaf í samræmi við þau forvarnarsjónarmið sem Umferðarstofa vilji að haldið sé á lofti. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Foreldrar stúlku sem beið bana þegar ekið var á hana við Bíldudal í fyrra vilja að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur Vestfjarða vísaði bótakröfu þeirra frá þar sem ekki hafi verið um stórfellt gáleysi að ræða. Umferðarstofa segir að dómstólar verði að gæta að því hvaða skilaboð sé verið að senda út í samfélagið í svona málum. Þar gæti ekki þeirra forvarnarsjónarmiða sem Umferðarstofa vill halda á lofti. Stúlkan, sem var á fimmtánda ári, var á gangi á Bíldudalsvegi ásamt yngri stúlku og hundi. Hundurinn hljóp út á veginn og stökk stúlkan á eftir honum og varð þá fyrir bílnum sem ekið var á miklum hraða eftir veginum. Ökumaðurinn kveðst sjálfur hafa verið á 150 kílómetra hraða skömmu áður, en þegar hann sá stúlkurnar á gangi hafi hann hægt ferðina og beygt til vinstri. Sérfræðingur sem kallaður var til telur að bíllinn hafi verið á 112 kílómetra hraða þegar stúlkan lenti á honum en hún kastaðist 25 metra við höggið. Ökumaðurinn var dæmdur í mánaðar fangelsi, skilorðsbundið, og til sex mánaða ökuleyfissviptingar. Foreldrar stúlkunnar kröfðust miskabóta en Héraðsdómur Vestfjarða vísaði þeirri kröfu frá dómi. Skilyrði til greiðslu bóta þurfi að vera ásetningur eða stórfellt gáleysi og taldi dómarinn að ökumaðurinn hafi ekki sýnt svo stórfellt gáleysi að lagaskilyrði séu til bótagreiðslu. Að sögn réttargæslumanns foreldranna hafa þeir falið honum að skrifa ríkissaksóknara bréf þar sem farið er fram á að dómi héraðsdóms verði áfrýjað og að Hæstiréttur fjalli um þetta mat héraðsdómarans. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu vildi ekki tjá sig um þennan einstaka dóm en sagði að dómstólar þurfi að gæta að því hvaða skilaboð sé verið að senda út í samfélagið. Þau séu ekki alltaf í samræmi við þau forvarnarsjónarmið sem Umferðarstofa vilji að haldið sé á lofti.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira