Minningin er aldrei langt undan 10. júlí 2005 00:01 Sveinn Guðmarsson skrifar frá London Eftir drungann síðustu daga var eins og veðurguðirnir hefðu ákveðið að létta lund Lundúnabúa með því að láta sólargeislana fossa yfir þá. Borgin skartaði sínu fegursta í góða veðrinu í gær og íbúar hennar nýttu daginn í samræmi við það. Fjölmargir lögðu leið sína í almenningsgarðana og búðirnar í Oxford Street voru venju samkvæmt sneisafullar. Lundúnabúar eru greinilega staðráðnir í að láta lífið hafa sinn gang þrátt fyrir að hörmungar hafi dunið yfir þá. Marglitt blómahafAtburðirnir á fimmtudaginn eru samt aldrei langt undan. Stjórar jarðlestanna minna farþega stöðugt á að gera viðvart sjái þeir grunsamlega pakka í lestunum á milli þess sem þeir upplýsa um raskanir á leiðakerfinu vegna "neyðarástandsins sem skapaðist" í vikunni. Hryðjuverkin eru ekki nefnd berum orðum en ekki fer á milli mála hvað átt er við. Á þriðja tug manna beið bana í sprengingunni á Piccadilly-línunni á milli King's Cross og Russell Square stöðvanna, þrjátíu metra ofan í jörðinni. King's Cross neðanjarðarlestarstöðin er ennþá að mestu lokuð og verður það um óákveðinn tíma. Engu að síður er þar ys og þys enda ganga hefðbundnu lestirnar eins og vanalega. Margir eru þó komnir hingað í öðrum erindagjörðum. Við aðalinngang stöðvarinnar hefur verið komið upp litlum reit til minningar um þá sem létust í sprengjuárásunum og þangað er stöðugur straumur fólks með blómvendi í öllum regnbogans litum. "Við þekkjum engan sem dó eða slasaðist í tilræðunum," segja Peter og Jane, Nýsjálendingar sem eru búsettir í vesturhluta borgarinnar. "Hins vegar er eins landa okkar saknað og því vildum við koma hingað og votta virðingu okkar og samúð." Eins og svo margir sem ég hef talað við er þeim tíðrætt um þann styrk sem Lundúnabúar hafa sýnt á þessum erfiðum tímum, þeir reyna einfaldlega að halda áfram að lifa sínu lífi eins og þeir frekast geta. Inni í garðinum leggur Samm Taylor bleikan rósavönd í blómahafið sem þar er fyrir. Rétt eins og Nýsjálendingarnir þekkir hún engin fórnarlömb árásanna en hún varð samt atburðanna óþægilega vör. "Ég bý steinsnar frá stöðinni og þegar ég fór á fætur á fimmtudagsmorguninn var lögreglan búin að girða svæðið af. Ég varð því að halda mig innandyra stærstan hluta dagsins." Samm segir að innst inni hafi hún alltaf búist við því að King's Cross stöðin yrði einhvern tímann fyrir árás þar sem hún er svo stór. "Samt brá mér ofboðslega þegar ég heyrði hvað hafði gerst, maður getur aldrei búið sig undir slíkt áfall. Ég hef reynt að bíta á jaxlinn og halda áfram að fara á milli staða með lestunum eða strætó en samt hefur mér liðið afar illa meðan á ferðunum hefur staðið. Við eigum eflaust öll eftir að vera hrædd í langan tíma." Hógværar hetjurAlveg eins og í New York í september 2001 þá virðast nær allir hér í Bretlandi vera sammála um að hinar raunverulegu hetjur þessa hildarleiks séu starfsmenn slökkviliðs og lögreglu. Flestir þeirra sem lögðu sig í stórhættu við að bjarga fólki úr lestunum og strætisvagninum fengu hins vegar frí um helgina og aðrir komnir í þeirra stað. Þrír slökkviliðsmenn slaka á fyrir utan Euston-stöðina og segja af stóískri ró þegar ég spyr þá hvernig félagar þeirra sem voru í eldlínunni á fimmtudaginn hafi það: "Þeir hafa það fínt, þetta er nú bara starfið okkar." Á King's Cross stöðinni er krökkt af lögreglumönnum en aðalverkefni þeirra er ekki að fylgjast með grunsamlegum mönnum. "Nei, við erum einfaldlega hér til að fólkinu líði betur og finni til öryggis,"" segir Mark sem stendur vaktina með Steve, félaga sínum. Þeir eru ekki í Lundúnalögreglunni heldur voru þeir sendir frá Midland-svæðinu norðar í landinu svo að félagar þeirra í höfuðborginni geti hvílt sig aðeins. Mark og Steve eru sammála um að andrúmsloftið í borginni sé annað og betra í dag en í gær. Hins vegar búast þeir við að þegar mánudagsumferðin brestur á muni margir finna til ónota og ótta í stútfullum lestunum. Á meðan ég ræði við þá kumpána kemur kona aðvífandi og spyr þá út í leiðarkerfið. "Þetta er alvanalegt," segja þeir brosandi á eftir. "Við erum frekar eins og lestarverðir hérna en löggur." Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Sveinn Guðmarsson skrifar frá London Eftir drungann síðustu daga var eins og veðurguðirnir hefðu ákveðið að létta lund Lundúnabúa með því að láta sólargeislana fossa yfir þá. Borgin skartaði sínu fegursta í góða veðrinu í gær og íbúar hennar nýttu daginn í samræmi við það. Fjölmargir lögðu leið sína í almenningsgarðana og búðirnar í Oxford Street voru venju samkvæmt sneisafullar. Lundúnabúar eru greinilega staðráðnir í að láta lífið hafa sinn gang þrátt fyrir að hörmungar hafi dunið yfir þá. Marglitt blómahafAtburðirnir á fimmtudaginn eru samt aldrei langt undan. Stjórar jarðlestanna minna farþega stöðugt á að gera viðvart sjái þeir grunsamlega pakka í lestunum á milli þess sem þeir upplýsa um raskanir á leiðakerfinu vegna "neyðarástandsins sem skapaðist" í vikunni. Hryðjuverkin eru ekki nefnd berum orðum en ekki fer á milli mála hvað átt er við. Á þriðja tug manna beið bana í sprengingunni á Piccadilly-línunni á milli King's Cross og Russell Square stöðvanna, þrjátíu metra ofan í jörðinni. King's Cross neðanjarðarlestarstöðin er ennþá að mestu lokuð og verður það um óákveðinn tíma. Engu að síður er þar ys og þys enda ganga hefðbundnu lestirnar eins og vanalega. Margir eru þó komnir hingað í öðrum erindagjörðum. Við aðalinngang stöðvarinnar hefur verið komið upp litlum reit til minningar um þá sem létust í sprengjuárásunum og þangað er stöðugur straumur fólks með blómvendi í öllum regnbogans litum. "Við þekkjum engan sem dó eða slasaðist í tilræðunum," segja Peter og Jane, Nýsjálendingar sem eru búsettir í vesturhluta borgarinnar. "Hins vegar er eins landa okkar saknað og því vildum við koma hingað og votta virðingu okkar og samúð." Eins og svo margir sem ég hef talað við er þeim tíðrætt um þann styrk sem Lundúnabúar hafa sýnt á þessum erfiðum tímum, þeir reyna einfaldlega að halda áfram að lifa sínu lífi eins og þeir frekast geta. Inni í garðinum leggur Samm Taylor bleikan rósavönd í blómahafið sem þar er fyrir. Rétt eins og Nýsjálendingarnir þekkir hún engin fórnarlömb árásanna en hún varð samt atburðanna óþægilega vör. "Ég bý steinsnar frá stöðinni og þegar ég fór á fætur á fimmtudagsmorguninn var lögreglan búin að girða svæðið af. Ég varð því að halda mig innandyra stærstan hluta dagsins." Samm segir að innst inni hafi hún alltaf búist við því að King's Cross stöðin yrði einhvern tímann fyrir árás þar sem hún er svo stór. "Samt brá mér ofboðslega þegar ég heyrði hvað hafði gerst, maður getur aldrei búið sig undir slíkt áfall. Ég hef reynt að bíta á jaxlinn og halda áfram að fara á milli staða með lestunum eða strætó en samt hefur mér liðið afar illa meðan á ferðunum hefur staðið. Við eigum eflaust öll eftir að vera hrædd í langan tíma." Hógværar hetjurAlveg eins og í New York í september 2001 þá virðast nær allir hér í Bretlandi vera sammála um að hinar raunverulegu hetjur þessa hildarleiks séu starfsmenn slökkviliðs og lögreglu. Flestir þeirra sem lögðu sig í stórhættu við að bjarga fólki úr lestunum og strætisvagninum fengu hins vegar frí um helgina og aðrir komnir í þeirra stað. Þrír slökkviliðsmenn slaka á fyrir utan Euston-stöðina og segja af stóískri ró þegar ég spyr þá hvernig félagar þeirra sem voru í eldlínunni á fimmtudaginn hafi það: "Þeir hafa það fínt, þetta er nú bara starfið okkar." Á King's Cross stöðinni er krökkt af lögreglumönnum en aðalverkefni þeirra er ekki að fylgjast með grunsamlegum mönnum. "Nei, við erum einfaldlega hér til að fólkinu líði betur og finni til öryggis,"" segir Mark sem stendur vaktina með Steve, félaga sínum. Þeir eru ekki í Lundúnalögreglunni heldur voru þeir sendir frá Midland-svæðinu norðar í landinu svo að félagar þeirra í höfuðborginni geti hvílt sig aðeins. Mark og Steve eru sammála um að andrúmsloftið í borginni sé annað og betra í dag en í gær. Hins vegar búast þeir við að þegar mánudagsumferðin brestur á muni margir finna til ónota og ótta í stútfullum lestunum. Á meðan ég ræði við þá kumpána kemur kona aðvífandi og spyr þá út í leiðarkerfið. "Þetta er alvanalegt," segja þeir brosandi á eftir. "Við erum frekar eins og lestarverðir hérna en löggur."
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira