Minningin er aldrei langt undan 10. júlí 2005 00:01 Sveinn Guðmarsson skrifar frá London Eftir drungann síðustu daga var eins og veðurguðirnir hefðu ákveðið að létta lund Lundúnabúa með því að láta sólargeislana fossa yfir þá. Borgin skartaði sínu fegursta í góða veðrinu í gær og íbúar hennar nýttu daginn í samræmi við það. Fjölmargir lögðu leið sína í almenningsgarðana og búðirnar í Oxford Street voru venju samkvæmt sneisafullar. Lundúnabúar eru greinilega staðráðnir í að láta lífið hafa sinn gang þrátt fyrir að hörmungar hafi dunið yfir þá. Marglitt blómahafAtburðirnir á fimmtudaginn eru samt aldrei langt undan. Stjórar jarðlestanna minna farþega stöðugt á að gera viðvart sjái þeir grunsamlega pakka í lestunum á milli þess sem þeir upplýsa um raskanir á leiðakerfinu vegna "neyðarástandsins sem skapaðist" í vikunni. Hryðjuverkin eru ekki nefnd berum orðum en ekki fer á milli mála hvað átt er við. Á þriðja tug manna beið bana í sprengingunni á Piccadilly-línunni á milli King's Cross og Russell Square stöðvanna, þrjátíu metra ofan í jörðinni. King's Cross neðanjarðarlestarstöðin er ennþá að mestu lokuð og verður það um óákveðinn tíma. Engu að síður er þar ys og þys enda ganga hefðbundnu lestirnar eins og vanalega. Margir eru þó komnir hingað í öðrum erindagjörðum. Við aðalinngang stöðvarinnar hefur verið komið upp litlum reit til minningar um þá sem létust í sprengjuárásunum og þangað er stöðugur straumur fólks með blómvendi í öllum regnbogans litum. "Við þekkjum engan sem dó eða slasaðist í tilræðunum," segja Peter og Jane, Nýsjálendingar sem eru búsettir í vesturhluta borgarinnar. "Hins vegar er eins landa okkar saknað og því vildum við koma hingað og votta virðingu okkar og samúð." Eins og svo margir sem ég hef talað við er þeim tíðrætt um þann styrk sem Lundúnabúar hafa sýnt á þessum erfiðum tímum, þeir reyna einfaldlega að halda áfram að lifa sínu lífi eins og þeir frekast geta. Inni í garðinum leggur Samm Taylor bleikan rósavönd í blómahafið sem þar er fyrir. Rétt eins og Nýsjálendingarnir þekkir hún engin fórnarlömb árásanna en hún varð samt atburðanna óþægilega vör. "Ég bý steinsnar frá stöðinni og þegar ég fór á fætur á fimmtudagsmorguninn var lögreglan búin að girða svæðið af. Ég varð því að halda mig innandyra stærstan hluta dagsins." Samm segir að innst inni hafi hún alltaf búist við því að King's Cross stöðin yrði einhvern tímann fyrir árás þar sem hún er svo stór. "Samt brá mér ofboðslega þegar ég heyrði hvað hafði gerst, maður getur aldrei búið sig undir slíkt áfall. Ég hef reynt að bíta á jaxlinn og halda áfram að fara á milli staða með lestunum eða strætó en samt hefur mér liðið afar illa meðan á ferðunum hefur staðið. Við eigum eflaust öll eftir að vera hrædd í langan tíma." Hógværar hetjurAlveg eins og í New York í september 2001 þá virðast nær allir hér í Bretlandi vera sammála um að hinar raunverulegu hetjur þessa hildarleiks séu starfsmenn slökkviliðs og lögreglu. Flestir þeirra sem lögðu sig í stórhættu við að bjarga fólki úr lestunum og strætisvagninum fengu hins vegar frí um helgina og aðrir komnir í þeirra stað. Þrír slökkviliðsmenn slaka á fyrir utan Euston-stöðina og segja af stóískri ró þegar ég spyr þá hvernig félagar þeirra sem voru í eldlínunni á fimmtudaginn hafi það: "Þeir hafa það fínt, þetta er nú bara starfið okkar." Á King's Cross stöðinni er krökkt af lögreglumönnum en aðalverkefni þeirra er ekki að fylgjast með grunsamlegum mönnum. "Nei, við erum einfaldlega hér til að fólkinu líði betur og finni til öryggis,"" segir Mark sem stendur vaktina með Steve, félaga sínum. Þeir eru ekki í Lundúnalögreglunni heldur voru þeir sendir frá Midland-svæðinu norðar í landinu svo að félagar þeirra í höfuðborginni geti hvílt sig aðeins. Mark og Steve eru sammála um að andrúmsloftið í borginni sé annað og betra í dag en í gær. Hins vegar búast þeir við að þegar mánudagsumferðin brestur á muni margir finna til ónota og ótta í stútfullum lestunum. Á meðan ég ræði við þá kumpána kemur kona aðvífandi og spyr þá út í leiðarkerfið. "Þetta er alvanalegt," segja þeir brosandi á eftir. "Við erum frekar eins og lestarverðir hérna en löggur." Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Sveinn Guðmarsson skrifar frá London Eftir drungann síðustu daga var eins og veðurguðirnir hefðu ákveðið að létta lund Lundúnabúa með því að láta sólargeislana fossa yfir þá. Borgin skartaði sínu fegursta í góða veðrinu í gær og íbúar hennar nýttu daginn í samræmi við það. Fjölmargir lögðu leið sína í almenningsgarðana og búðirnar í Oxford Street voru venju samkvæmt sneisafullar. Lundúnabúar eru greinilega staðráðnir í að láta lífið hafa sinn gang þrátt fyrir að hörmungar hafi dunið yfir þá. Marglitt blómahafAtburðirnir á fimmtudaginn eru samt aldrei langt undan. Stjórar jarðlestanna minna farþega stöðugt á að gera viðvart sjái þeir grunsamlega pakka í lestunum á milli þess sem þeir upplýsa um raskanir á leiðakerfinu vegna "neyðarástandsins sem skapaðist" í vikunni. Hryðjuverkin eru ekki nefnd berum orðum en ekki fer á milli mála hvað átt er við. Á þriðja tug manna beið bana í sprengingunni á Piccadilly-línunni á milli King's Cross og Russell Square stöðvanna, þrjátíu metra ofan í jörðinni. King's Cross neðanjarðarlestarstöðin er ennþá að mestu lokuð og verður það um óákveðinn tíma. Engu að síður er þar ys og þys enda ganga hefðbundnu lestirnar eins og vanalega. Margir eru þó komnir hingað í öðrum erindagjörðum. Við aðalinngang stöðvarinnar hefur verið komið upp litlum reit til minningar um þá sem létust í sprengjuárásunum og þangað er stöðugur straumur fólks með blómvendi í öllum regnbogans litum. "Við þekkjum engan sem dó eða slasaðist í tilræðunum," segja Peter og Jane, Nýsjálendingar sem eru búsettir í vesturhluta borgarinnar. "Hins vegar er eins landa okkar saknað og því vildum við koma hingað og votta virðingu okkar og samúð." Eins og svo margir sem ég hef talað við er þeim tíðrætt um þann styrk sem Lundúnabúar hafa sýnt á þessum erfiðum tímum, þeir reyna einfaldlega að halda áfram að lifa sínu lífi eins og þeir frekast geta. Inni í garðinum leggur Samm Taylor bleikan rósavönd í blómahafið sem þar er fyrir. Rétt eins og Nýsjálendingarnir þekkir hún engin fórnarlömb árásanna en hún varð samt atburðanna óþægilega vör. "Ég bý steinsnar frá stöðinni og þegar ég fór á fætur á fimmtudagsmorguninn var lögreglan búin að girða svæðið af. Ég varð því að halda mig innandyra stærstan hluta dagsins." Samm segir að innst inni hafi hún alltaf búist við því að King's Cross stöðin yrði einhvern tímann fyrir árás þar sem hún er svo stór. "Samt brá mér ofboðslega þegar ég heyrði hvað hafði gerst, maður getur aldrei búið sig undir slíkt áfall. Ég hef reynt að bíta á jaxlinn og halda áfram að fara á milli staða með lestunum eða strætó en samt hefur mér liðið afar illa meðan á ferðunum hefur staðið. Við eigum eflaust öll eftir að vera hrædd í langan tíma." Hógværar hetjurAlveg eins og í New York í september 2001 þá virðast nær allir hér í Bretlandi vera sammála um að hinar raunverulegu hetjur þessa hildarleiks séu starfsmenn slökkviliðs og lögreglu. Flestir þeirra sem lögðu sig í stórhættu við að bjarga fólki úr lestunum og strætisvagninum fengu hins vegar frí um helgina og aðrir komnir í þeirra stað. Þrír slökkviliðsmenn slaka á fyrir utan Euston-stöðina og segja af stóískri ró þegar ég spyr þá hvernig félagar þeirra sem voru í eldlínunni á fimmtudaginn hafi það: "Þeir hafa það fínt, þetta er nú bara starfið okkar." Á King's Cross stöðinni er krökkt af lögreglumönnum en aðalverkefni þeirra er ekki að fylgjast með grunsamlegum mönnum. "Nei, við erum einfaldlega hér til að fólkinu líði betur og finni til öryggis,"" segir Mark sem stendur vaktina með Steve, félaga sínum. Þeir eru ekki í Lundúnalögreglunni heldur voru þeir sendir frá Midland-svæðinu norðar í landinu svo að félagar þeirra í höfuðborginni geti hvílt sig aðeins. Mark og Steve eru sammála um að andrúmsloftið í borginni sé annað og betra í dag en í gær. Hins vegar búast þeir við að þegar mánudagsumferðin brestur á muni margir finna til ónota og ótta í stútfullum lestunum. Á meðan ég ræði við þá kumpána kemur kona aðvífandi og spyr þá út í leiðarkerfið. "Þetta er alvanalegt," segja þeir brosandi á eftir. "Við erum frekar eins og lestarverðir hérna en löggur."
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira