Leit hafin að grunuðum 9. júlí 2005 00:01 Breska lögreglan Scotland Yard og leyniþjónustan MI5 hafa beðið kollega sína um alla Evrópu að hafa uppi á Mohamed Guerbouzi, fjörutíu og fjögurra ára gömlum íslömskum fræðimanni með breskan og marokkóskan ríkisborgararétt. Talið er að hann geti verið leiðtogi hópsins sem skipulagði hryðjuverkin á fimmtudaginn. Guerbouzi hefur búið í Bretlandi frá því 1974 en hvarf af sjónarsviðinu skömmu eftir hryðjuverkaárásirnar í Madríd 2004. Fjölskylda hans hefur þegar neitað því að hann tengist hryðjuverkum og segir sögusagnirnar ofsóknir. Vísbendingarnar eru nokkuð afgerandi og vilja frönsk og marokkósk yfirvöld fá hann framseldan fyrir þátt í hryðjuverkaárásunum í Casablanda 2003, þar sem fjörutíu og fjórir voru myrtir. Times greinir frá því að Ósama bin Laden eigi sjálfur að hafa valið Guerbouzi til að stýra þeirri árás og Independent segir Guerbouzi sendiherra bin Ladens í Evrópu. Leyniþjónustur Frakklands og Þýskalands munu jafnframt hafa vissu fyrir því að hann hafi verið í sambandi við Abu Musab al-Zarqawi, leiðtoga al-Qaida í Írak, sem var fyrirferðarmikill í Evrópu áður en hann sneri sér að Írak. Yfirlýsing hins svokallaða leynihóps heilags stríðs al-Qaida í Evrópu er einnig tekin alvarlega og þykir renna stoðum undir þær kenningar, að tengsl Ósama bin Ladens séu hugsanlega meiri en í fyrstu var talið. Vefsíðunni, sem yfirlýsingin birtist á, er haldið úti af írökskum lækni í London, sem er sakaðir um að hafa látið bin Laden hafa gervihnattasíma fyrir einhverjum árum. Tvær aðrar yfirlýsingar hafa hins vegar borist, þar af ein frá Abu Hafs al-Masri hersveitunum, sem lýstu á sínum tíma hryðjuverkunum í Madríd á hendur sér. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Breska lögreglan Scotland Yard og leyniþjónustan MI5 hafa beðið kollega sína um alla Evrópu að hafa uppi á Mohamed Guerbouzi, fjörutíu og fjögurra ára gömlum íslömskum fræðimanni með breskan og marokkóskan ríkisborgararétt. Talið er að hann geti verið leiðtogi hópsins sem skipulagði hryðjuverkin á fimmtudaginn. Guerbouzi hefur búið í Bretlandi frá því 1974 en hvarf af sjónarsviðinu skömmu eftir hryðjuverkaárásirnar í Madríd 2004. Fjölskylda hans hefur þegar neitað því að hann tengist hryðjuverkum og segir sögusagnirnar ofsóknir. Vísbendingarnar eru nokkuð afgerandi og vilja frönsk og marokkósk yfirvöld fá hann framseldan fyrir þátt í hryðjuverkaárásunum í Casablanda 2003, þar sem fjörutíu og fjórir voru myrtir. Times greinir frá því að Ósama bin Laden eigi sjálfur að hafa valið Guerbouzi til að stýra þeirri árás og Independent segir Guerbouzi sendiherra bin Ladens í Evrópu. Leyniþjónustur Frakklands og Þýskalands munu jafnframt hafa vissu fyrir því að hann hafi verið í sambandi við Abu Musab al-Zarqawi, leiðtoga al-Qaida í Írak, sem var fyrirferðarmikill í Evrópu áður en hann sneri sér að Írak. Yfirlýsing hins svokallaða leynihóps heilags stríðs al-Qaida í Evrópu er einnig tekin alvarlega og þykir renna stoðum undir þær kenningar, að tengsl Ósama bin Ladens séu hugsanlega meiri en í fyrstu var talið. Vefsíðunni, sem yfirlýsingin birtist á, er haldið úti af írökskum lækni í London, sem er sakaðir um að hafa látið bin Laden hafa gervihnattasíma fyrir einhverjum árum. Tvær aðrar yfirlýsingar hafa hins vegar borist, þar af ein frá Abu Hafs al-Masri hersveitunum, sem lýstu á sínum tíma hryðjuverkunum í Madríd á hendur sér.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira