Atburðarás dagsins 7. júlí 2005 00:01 Skelfing og ringulreið setti mark sitt á morguninn í London þar sem lengi vel var óljóst hvað væri um að vera. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2, rekur atburðarásina. Fyrsta vísbending um að eitthvað væri á seyði barst klukkan ellefu mínútur fyrir níu að staðartíma þegar samgöngulögreglunni var greint frá vanda í neðanjarðarlest á milli Liverpool Street og Aldgate-stöðvarinnar. Hálftími leið þangað til fregnir bárust af því að lögregla hefði verið kölluð á staðinn og rétt fyrir hálf tíu greindi samgöngulögreglan frá því að svo virtist sem tvær lestir hefðu rekist saman. Skömmu síðar voru ferðir neðanjarðalesta stöðvaðar, og nánast á sömu mínútu fréttist af atviki á Edgware Road stöðinni. Tíu mínútum síðar höfðu borist fregnir af rafmagnsvandræðum á Aldgate, Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum. Korter yfir tíu segja sjónarvottar frá öflugri sprengingu í strætisvagni í miðborg Lundúna. Fimm mínútum síðar staðfestir Scotland Yard fjölda sprenginga í borginni. Í kjölfarið er greint frá tveimur strætisvögnum sem sprengingar urðu í: annar við Russel Square og hinn við Tavistock Square. Klukkutíma síðar, upp úr ellefu, kveðst lögreglustjóri Lundúna hafa fregnir af um það bil sex sprengingum. Umferðarskilti við borgina skipa fólki að forðast hana, svæðið sé lokað og að það eigi að kveikja á útvarpinu. Farsímakerfið hrynur nánast undan álagi auk þess sem björgunarliði er veittur forgangsaðgangur að því. Upp úr hádeginu finnur BBC vefsíðu sem tengist al-Qaida þar sem árásunum er lýst á hendur samtökunum. Á henni segir meðal annars að Bretland brenni nú af ótta og skelfingu í norðri, suðri, austri og vestri. Rétt fyrir eitt segir innanríkisráðherrann Charles Clarke að fjórar sprengingar hafi fengist staðfestar; á sama tíma greinir Scotland Yard frá sjö sprengingum á fjórum stöðum. Upp úr klukkan þrjú kom Tony Blair til baka frá Gleneagles og í kjölfarið tóku að streyma inn upplýsingar um fjölda þeirra sem fórust. Talan hefur farið stighækkandi eftir því sem leið á daginn. Þó að lögregluyfirvöld hafi hvatt Lundúnabúa til að vera á verði þótti óhætt að opna á ný hluta neðanjarðarlestakerfisins síðdegis, enda fjöldi fólks sem vildi komast heim eftir vinnu.MYND/APMYND/APMYND/APMYND/AP Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira
Skelfing og ringulreið setti mark sitt á morguninn í London þar sem lengi vel var óljóst hvað væri um að vera. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2, rekur atburðarásina. Fyrsta vísbending um að eitthvað væri á seyði barst klukkan ellefu mínútur fyrir níu að staðartíma þegar samgöngulögreglunni var greint frá vanda í neðanjarðarlest á milli Liverpool Street og Aldgate-stöðvarinnar. Hálftími leið þangað til fregnir bárust af því að lögregla hefði verið kölluð á staðinn og rétt fyrir hálf tíu greindi samgöngulögreglan frá því að svo virtist sem tvær lestir hefðu rekist saman. Skömmu síðar voru ferðir neðanjarðalesta stöðvaðar, og nánast á sömu mínútu fréttist af atviki á Edgware Road stöðinni. Tíu mínútum síðar höfðu borist fregnir af rafmagnsvandræðum á Aldgate, Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum. Korter yfir tíu segja sjónarvottar frá öflugri sprengingu í strætisvagni í miðborg Lundúna. Fimm mínútum síðar staðfestir Scotland Yard fjölda sprenginga í borginni. Í kjölfarið er greint frá tveimur strætisvögnum sem sprengingar urðu í: annar við Russel Square og hinn við Tavistock Square. Klukkutíma síðar, upp úr ellefu, kveðst lögreglustjóri Lundúna hafa fregnir af um það bil sex sprengingum. Umferðarskilti við borgina skipa fólki að forðast hana, svæðið sé lokað og að það eigi að kveikja á útvarpinu. Farsímakerfið hrynur nánast undan álagi auk þess sem björgunarliði er veittur forgangsaðgangur að því. Upp úr hádeginu finnur BBC vefsíðu sem tengist al-Qaida þar sem árásunum er lýst á hendur samtökunum. Á henni segir meðal annars að Bretland brenni nú af ótta og skelfingu í norðri, suðri, austri og vestri. Rétt fyrir eitt segir innanríkisráðherrann Charles Clarke að fjórar sprengingar hafi fengist staðfestar; á sama tíma greinir Scotland Yard frá sjö sprengingum á fjórum stöðum. Upp úr klukkan þrjú kom Tony Blair til baka frá Gleneagles og í kjölfarið tóku að streyma inn upplýsingar um fjölda þeirra sem fórust. Talan hefur farið stighækkandi eftir því sem leið á daginn. Þó að lögregluyfirvöld hafi hvatt Lundúnabúa til að vera á verði þótti óhætt að opna á ný hluta neðanjarðarlestakerfisins síðdegis, enda fjöldi fólks sem vildi komast heim eftir vinnu.MYND/APMYND/APMYND/APMYND/AP
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira