Háannatími valinn fyrir árásirnar 7. júlí 2005 00:01 Á tæpri klukkustund tókst hryðjuverkamönnum að valda meiri glundroða í Lundúnum en dæmi eru um síðan frá stríðslokum. Sprengjur sprungu á fjórum stöðum og í það minnsta 38 manns týndu lífi. Fyrsta sprengjan sprakk í neðanjarðarlest á háannatíma á milli Aldgate og Liverpool neðanjarðarlestarstöðvanna klukkan 8.51 að staðartíma í gærmorgun og barst lögreglu tilkynning nær um leið. Lestin var umsvifalaust rýmd og slökkviliðsmenn og lögreglumenn fóru strax á vettvang til að kanna aðstæður. Lögregluyfirvöld höfðu í gærkvöld staðfest sjö dauðsföll í sprengingunni. Auk þess særðust ríflega eitt hundrað manns, þar af tíu alvarlega. Einungis fimm mínútum síðar sprakk svo önnur sprengja í neðanjarðarlest á Piccadilly-sporinu milli Russell Square og Kings Cross lestarstöðvanna. Sú sprengja var öllu öflugri en sú fyrri. Farþegar þustu út úr lestinni í örvinglan og ótta og þegar slökkviliðs- og lögreglumenn komu á vettvang var aðkoman hryllileg. Í það minnsta 21 lá í valnum og tugir manna voru alvarlega særðir. Bráðabirgðalíkhúsum var komið upp í nálægum hótelum og strætisvagnar nýttir til að flytja særða á spítala. Rúmum tuttugu mínútum síðar eða klukkan 9.17 sprakk þriðja sprengjan í lest við lestarstöðina Edgware Road skömmu eftir að hún tók af stað á leið í átt til Paddington-stöðvarinnar. Lestin fylltist af reyk og öll ljós slokknuðu áður en farþegar gátu komið sér út. Seinna kom í ljós að sprengingin hafði rofið vegg í lestinni og valdið skemmdum á annarri lest á næsta spori. Að minnsta kosti sjö létust við Edgware Road. Fjórða og síðasta sprengjan sprakk svo á efri hæð tveggja hæða strætisvagns við Tavistock-torg klukkan 9.47. Þakið rifnaði af strætisvagninum og bílar í grenndinni skemmdust einnig. Lögregla hefur ekki útilokað að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Að minnsta kosti þrír létust í þessari sprengingu og óttast lögregluyfirvöld að sú tala komi til með að hækka. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Á tæpri klukkustund tókst hryðjuverkamönnum að valda meiri glundroða í Lundúnum en dæmi eru um síðan frá stríðslokum. Sprengjur sprungu á fjórum stöðum og í það minnsta 38 manns týndu lífi. Fyrsta sprengjan sprakk í neðanjarðarlest á háannatíma á milli Aldgate og Liverpool neðanjarðarlestarstöðvanna klukkan 8.51 að staðartíma í gærmorgun og barst lögreglu tilkynning nær um leið. Lestin var umsvifalaust rýmd og slökkviliðsmenn og lögreglumenn fóru strax á vettvang til að kanna aðstæður. Lögregluyfirvöld höfðu í gærkvöld staðfest sjö dauðsföll í sprengingunni. Auk þess særðust ríflega eitt hundrað manns, þar af tíu alvarlega. Einungis fimm mínútum síðar sprakk svo önnur sprengja í neðanjarðarlest á Piccadilly-sporinu milli Russell Square og Kings Cross lestarstöðvanna. Sú sprengja var öllu öflugri en sú fyrri. Farþegar þustu út úr lestinni í örvinglan og ótta og þegar slökkviliðs- og lögreglumenn komu á vettvang var aðkoman hryllileg. Í það minnsta 21 lá í valnum og tugir manna voru alvarlega særðir. Bráðabirgðalíkhúsum var komið upp í nálægum hótelum og strætisvagnar nýttir til að flytja særða á spítala. Rúmum tuttugu mínútum síðar eða klukkan 9.17 sprakk þriðja sprengjan í lest við lestarstöðina Edgware Road skömmu eftir að hún tók af stað á leið í átt til Paddington-stöðvarinnar. Lestin fylltist af reyk og öll ljós slokknuðu áður en farþegar gátu komið sér út. Seinna kom í ljós að sprengingin hafði rofið vegg í lestinni og valdið skemmdum á annarri lest á næsta spori. Að minnsta kosti sjö létust við Edgware Road. Fjórða og síðasta sprengjan sprakk svo á efri hæð tveggja hæða strætisvagns við Tavistock-torg klukkan 9.47. Þakið rifnaði af strætisvagninum og bílar í grenndinni skemmdust einnig. Lögregla hefur ekki útilokað að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Að minnsta kosti þrír létust í þessari sprengingu og óttast lögregluyfirvöld að sú tala komi til með að hækka.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira