Háannatími valinn fyrir árásirnar 7. júlí 2005 00:01 Á tæpri klukkustund tókst hryðjuverkamönnum að valda meiri glundroða í Lundúnum en dæmi eru um síðan frá stríðslokum. Sprengjur sprungu á fjórum stöðum og í það minnsta 38 manns týndu lífi. Fyrsta sprengjan sprakk í neðanjarðarlest á háannatíma á milli Aldgate og Liverpool neðanjarðarlestarstöðvanna klukkan 8.51 að staðartíma í gærmorgun og barst lögreglu tilkynning nær um leið. Lestin var umsvifalaust rýmd og slökkviliðsmenn og lögreglumenn fóru strax á vettvang til að kanna aðstæður. Lögregluyfirvöld höfðu í gærkvöld staðfest sjö dauðsföll í sprengingunni. Auk þess særðust ríflega eitt hundrað manns, þar af tíu alvarlega. Einungis fimm mínútum síðar sprakk svo önnur sprengja í neðanjarðarlest á Piccadilly-sporinu milli Russell Square og Kings Cross lestarstöðvanna. Sú sprengja var öllu öflugri en sú fyrri. Farþegar þustu út úr lestinni í örvinglan og ótta og þegar slökkviliðs- og lögreglumenn komu á vettvang var aðkoman hryllileg. Í það minnsta 21 lá í valnum og tugir manna voru alvarlega særðir. Bráðabirgðalíkhúsum var komið upp í nálægum hótelum og strætisvagnar nýttir til að flytja særða á spítala. Rúmum tuttugu mínútum síðar eða klukkan 9.17 sprakk þriðja sprengjan í lest við lestarstöðina Edgware Road skömmu eftir að hún tók af stað á leið í átt til Paddington-stöðvarinnar. Lestin fylltist af reyk og öll ljós slokknuðu áður en farþegar gátu komið sér út. Seinna kom í ljós að sprengingin hafði rofið vegg í lestinni og valdið skemmdum á annarri lest á næsta spori. Að minnsta kosti sjö létust við Edgware Road. Fjórða og síðasta sprengjan sprakk svo á efri hæð tveggja hæða strætisvagns við Tavistock-torg klukkan 9.47. Þakið rifnaði af strætisvagninum og bílar í grenndinni skemmdust einnig. Lögregla hefur ekki útilokað að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Að minnsta kosti þrír létust í þessari sprengingu og óttast lögregluyfirvöld að sú tala komi til með að hækka. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Á tæpri klukkustund tókst hryðjuverkamönnum að valda meiri glundroða í Lundúnum en dæmi eru um síðan frá stríðslokum. Sprengjur sprungu á fjórum stöðum og í það minnsta 38 manns týndu lífi. Fyrsta sprengjan sprakk í neðanjarðarlest á háannatíma á milli Aldgate og Liverpool neðanjarðarlestarstöðvanna klukkan 8.51 að staðartíma í gærmorgun og barst lögreglu tilkynning nær um leið. Lestin var umsvifalaust rýmd og slökkviliðsmenn og lögreglumenn fóru strax á vettvang til að kanna aðstæður. Lögregluyfirvöld höfðu í gærkvöld staðfest sjö dauðsföll í sprengingunni. Auk þess særðust ríflega eitt hundrað manns, þar af tíu alvarlega. Einungis fimm mínútum síðar sprakk svo önnur sprengja í neðanjarðarlest á Piccadilly-sporinu milli Russell Square og Kings Cross lestarstöðvanna. Sú sprengja var öllu öflugri en sú fyrri. Farþegar þustu út úr lestinni í örvinglan og ótta og þegar slökkviliðs- og lögreglumenn komu á vettvang var aðkoman hryllileg. Í það minnsta 21 lá í valnum og tugir manna voru alvarlega særðir. Bráðabirgðalíkhúsum var komið upp í nálægum hótelum og strætisvagnar nýttir til að flytja særða á spítala. Rúmum tuttugu mínútum síðar eða klukkan 9.17 sprakk þriðja sprengjan í lest við lestarstöðina Edgware Road skömmu eftir að hún tók af stað á leið í átt til Paddington-stöðvarinnar. Lestin fylltist af reyk og öll ljós slokknuðu áður en farþegar gátu komið sér út. Seinna kom í ljós að sprengingin hafði rofið vegg í lestinni og valdið skemmdum á annarri lest á næsta spori. Að minnsta kosti sjö létust við Edgware Road. Fjórða og síðasta sprengjan sprakk svo á efri hæð tveggja hæða strætisvagns við Tavistock-torg klukkan 9.47. Þakið rifnaði af strætisvagninum og bílar í grenndinni skemmdust einnig. Lögregla hefur ekki útilokað að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Að minnsta kosti þrír létust í þessari sprengingu og óttast lögregluyfirvöld að sú tala komi til með að hækka.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira