Múslimar harma árásirnar 7. júlí 2005 00:01 Ahmed Sheikh, forseti félags múslima í London fordæmir árásirnar í London og segist óttast að múslimar þurfi að gjalda fyrir hryðjuverkin. Hann segist hafa mestar áhyggjur af konum sem bera höfuðslæður og mæltist til þess við alla múslima að þeir færu varlega næstu daga og létu lítið fyrir sér fara. Hann segir að lögregluyfirvöld þurfi nú að íhuga herta öryggisgæslu við moskur og aðra samkomustaði múslima. Hann sendi einnig fjölskyldum þeirra sem féllu í árásunum samúðarkveðjur og segir samfélag múslima standa með öðrum Lundúnarbúum gegn hryðjuverkum. Sheikh segir samskipti múslimasamfélagsins við aðra íbúa borgarinnar og stjórnvöld hafa verið með miklum ágætum en segir þau samskipti nú í ákveðinni hættu. Hann vill því árétta að ein sprengingin varð í einu fjölmennasta múslimahverfi borgarinnar, nærri Aldgate og hafi því beinst jafnt að múslimum sem öðrum. Sir Iqbal Sacranie aðalritari múslimaráðs Bretlands segist einnig fordæma árásirnar harðlega og að tilgangur hryðjuverkamannanna hafi greinilega verið að draga úr samstöðu meðal borgarbúa. Hann segist vonast til þess að allir borgarbúar taki höndum saman um að upplýsa lögregluna til að hægt verði að hafa hendur í hári þeirra sem bera ábyrgð á hryðjuverkunum. Sacranie viðurkennir þó að ákveðin öfl innan múslimasamfélagsins reyni líklega að misnota atburðina til þess að ýta undir misrétti og hatur. Salmann Tamini formaður félags múslima á Íslandi segir aðspurður um viðbrögð félagsins við hryðjuverkunum: "Við fordæmum auðvitað þessi hryðjuverk. Þau eru mjög óhugnaleg, sama hvort múslimar, kristnir eða aðrir sem að þeim standa." "Allt skynsamt fólk veit að ekki hægt að fordæma alla múslima fyrir slíkar árásir," segir Salmann og hefur ekki áhyggjur af því að múslimar á Íslandi verði fyrir aðkasti í kjölfar hryðjuverkanna. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Ahmed Sheikh, forseti félags múslima í London fordæmir árásirnar í London og segist óttast að múslimar þurfi að gjalda fyrir hryðjuverkin. Hann segist hafa mestar áhyggjur af konum sem bera höfuðslæður og mæltist til þess við alla múslima að þeir færu varlega næstu daga og létu lítið fyrir sér fara. Hann segir að lögregluyfirvöld þurfi nú að íhuga herta öryggisgæslu við moskur og aðra samkomustaði múslima. Hann sendi einnig fjölskyldum þeirra sem féllu í árásunum samúðarkveðjur og segir samfélag múslima standa með öðrum Lundúnarbúum gegn hryðjuverkum. Sheikh segir samskipti múslimasamfélagsins við aðra íbúa borgarinnar og stjórnvöld hafa verið með miklum ágætum en segir þau samskipti nú í ákveðinni hættu. Hann vill því árétta að ein sprengingin varð í einu fjölmennasta múslimahverfi borgarinnar, nærri Aldgate og hafi því beinst jafnt að múslimum sem öðrum. Sir Iqbal Sacranie aðalritari múslimaráðs Bretlands segist einnig fordæma árásirnar harðlega og að tilgangur hryðjuverkamannanna hafi greinilega verið að draga úr samstöðu meðal borgarbúa. Hann segist vonast til þess að allir borgarbúar taki höndum saman um að upplýsa lögregluna til að hægt verði að hafa hendur í hári þeirra sem bera ábyrgð á hryðjuverkunum. Sacranie viðurkennir þó að ákveðin öfl innan múslimasamfélagsins reyni líklega að misnota atburðina til þess að ýta undir misrétti og hatur. Salmann Tamini formaður félags múslima á Íslandi segir aðspurður um viðbrögð félagsins við hryðjuverkunum: "Við fordæmum auðvitað þessi hryðjuverk. Þau eru mjög óhugnaleg, sama hvort múslimar, kristnir eða aðrir sem að þeim standa." "Allt skynsamt fólk veit að ekki hægt að fordæma alla múslima fyrir slíkar árásir," segir Salmann og hefur ekki áhyggjur af því að múslimar á Íslandi verði fyrir aðkasti í kjölfar hryðjuverkanna.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira